Óska eftir gæsavængjum!

Gaesamalefni

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 August 2012

Kæru gæsa- og andaveiðimenn
Nú hófst gæsaveiðitíminn á miðnætti og eins og undanfarin ár þá erum við að safna vængjum af gæsum og öndum til aldursgreininga á veiðinni. Út frá gæsa- og andavængjum úr veiðinni má lesa hlutfall unga frá sumrinu og þannig fá hugmynd um hvernig varp og ungaframleiðsla veiðistofnanna hefur tekist. Við leitum því enn á ný til veiðimanna eftir því að fá að skoða vængi af öllum tegundum gæsa og anda. Annað hvort getum við mætt á staðinn þar sem fuglarnir eru, ef því verður við komið, og aldursgreint aflann eða þið getið sent til okkar annan vænginn af þeim fuglum sem þið skjótið. Vinsamlegast hafið samband við Arnór Þ. Sigfússon í síma 422-8000 og 8434924 eða ef þið eruð á Austurlandi þá hafið samband við Halldór W. Stefánsson í síma 4712553 og 8465856. Þið getið einnig sent okkur tölvupóst á ats@verkis.is og halldor@na.is

Ef vængirnir eru geymdir og sendir þá má ekki geyma þá í plasti lengi því þá úldna þeir fljótt. Best er að leyfa þeim að þorna og setja svo í pappakassa. Ef vængir eru höggnir af þá sendið alltaf vængi sömu megin af öllum fuglunum, t.d. hægri væng. Látið fylgja með nafn, síma, heimilisfang og/eða netfang og hvenær gæsirnar og endurnar voru veiddar og gjarnan á hvaða veiðisvæði skv. veiðidagbók veiðistjórnunarsviðs. Við sendum ykkur svo til baka aldurshlutfall í aflanum ykkar.
Þetta skeyti er sent á póstlistann Gæsafréttir og þar á meðal eru einhverjir sem ekki eru veiðimenn Þá bið ég velvirðingar á sendingunni. Ef þið viljið að nafn ykkar verði fjarlægt af listanum þá sendið mér póst þar að lútandi og ég mun gera það.

Með ósk um áframhaldandi gott samstarf.

Bestu kveðjur

Arnór Þ. Sigfússon

Tags:
Skrifað þann 20 August 2015 kl 8:21
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör