SKAUST - Tvenna (Refur og Hunter Class)

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Skaust Tvenna fer fram um komandi helgi 28. og 29. maí

Refur 2016 verður haldið laugardaginn 28. maí
Skráning og upplýsingar áhttp://www.Skaust.is

Hunter Class mót verður svo haldið sunnudaginn 29. maí
Skráning og upplýsingar áhttp://www.Skaust.is



REFUR - REGLUR

Mótið er opið öllum, sem geta komið með riffil, 10 skot og góða skapið.

Skotið verður 10 skotum á refaeftirlíkingar og spjöld á færum frá 80-400 metrum 1 skot á mynd samtals 10 skot.
Allt skotið liggjandi,(ef aðstæður leyfa) tvífótur leyfður og "veiðistuðningur" að aftan, þ.e úlpa, vettlingar, sjónauki, steinn. EKKI sandpoki. Allir rifflar og sjónaukar leyfðir.
Hámarkstími er 16 mín.
Brautin sem við höfum til umráða er 0-600 metrar. Færin verða gefin upp á staðnum.
(SAKO TRG og Tikka T3 Tactical eru taldir með veiðirifflum, enda fjöldinn allur af veiðimönnum sem notar orðið slíka riffla).
Ekki má nota rest, hvorki að framan eða aftan.
Enginn æfingarskot eru leyfð á mótsdag, tófuveiðimenn eins og aðrir veiðimenn eru búnir að prófa byssurnar sínar áður en haldið er til veiða.
Gefin eru stig fyrir hittni. 3, 5, 10 stig



HUNTERCLASS - REGLUR

Skotið á Hunter Class spjöld á 100 og 200 metra færum. 5 skotum á 5 blöð, samtals 25 skot á færi, samtals 50 skotum á báðum færum. Auk þess má skjóta ótakmarkað á „sigter“ hring á hverri skífu sem er í neðra horninu hægra megin merkt S. Tímamörk eru 10 mínútur á fyrstu skífu og svo 7 mínútur á hinar fjórar. Nota má tvífót og skorður (Rest) Engar takmarkanir á sjónaukastækkun.
Flokkar:

1. Óbreyttir veiðirifflar, upprunalegur lás og hlaup. Mega vera beddaðir.
2. Breyttir veiðirifflar/custom veiðirifflar eins og t.d Sako TRG eða Remington XB 40. Einnig ef búið er að skipta um hlaup á veiðiriffli.

Tags:
Skrifað þann 27 May 2016 kl 12:40
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör