Skotæfingar.

skyttan

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 11 February 2013

Góðan daginn/kvöldið

Ég er á leið í sumarbústað úti í sveit á litlu landi á næstunni og er með smá pælingar.

Segjum að ég hafi fundið land ekki svo langt í burtu frá bústaðnum þar sem ég hef hugsað mér að skjóta í mark með .22 LR og jafnvel taka nokkrar leirdúfur.

Engin byggð er í amk 10km fjarlægð

á landinu er eyðibýli sem hefur verið í eyði frá amk 1965

Er illa séð að mæta á svona lönd og skjóta í eitt skipti?

Tags:
Skrifað þann 11 February 2013 kl 0:13
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Er óskaplegt vandamál að finna landeigandann og nefna þetta við hann?

Skrifað þann 11 February 2013 kl 0:28

skyttan

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 11 February 2013

Re: Skotæfingar.

Já, það er spurning hver það er, er nokkuð viss um að landið sé í eigu sveitafélags..

Skrifað þann 11 February 2013 kl 0:35

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Værir þú ekki hrifinn að því að ég myndi mæta án leyfis í garðinn þinn og færi að útbýja allt í leirdúfubrotum og tómum skothylkjum.....og kannski fleira útskotnu drasli ? Ég er hræddum um ekki.....ég vona að þetta svari spurningunni þinni wink

Skrifað þann 11 February 2013 kl 9:11

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

að skjóta á skífur með 22lr ætti að vera í lagi ef enginn byggð eða bústaðir eru nálægt, en ekki leirdúfurnar nema þú ætlir þér að tína upp öll brotin..

en alveg bannað a skjóta í átt að eyðibýlinu.. um þau gilda sömu lög og önnur hús smiling

Skrifað þann 11 February 2013 kl 9:20

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

ef hann er utan girðingar þá eru miklar líkur á að hann sé staddur í almenningi, og þar má lögum samkvæmt skjóta.

það er alveg sama hvar maður er, það er alltaf einhver eigandi af landinu, ríki, sveitafélag eða einstaklingur..

þar sem það eru 10km í næsta hús þá er hann ekki innan landamerkja þess bæjar og ef sveitafélagið á eyðibýlið þá er allt utan girðingar almenningur, því við megum ganga um jarðir ríkis og sveitafélaga sem eru utan girðinga.

Skrifað þann 11 February 2013 kl 10:53

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Þetta er alfarið misskilningur hjá þér Daníel. Land er aðeins almenningur, les: leyft að skjóta, ef það er svokölluð þjóðlenda. Land í eigu sveitarfélaga eða ríkis lýtur eignarrétti og honum ræður annaðhvort sveitarstjórn, umsjónarmaður eignarinnar eða leigjandi sé honum til að dreifa. Þótt almenningi sé lögum samkvæmt tryggður umferðarréttur um landið, og þá ekki bara um land í opinberri eigu, fylgir honum EKKI réttur til að fara með byssu.
Og ágæta skytta: Hafðu í huga að leiðbeiningar sem þú færð á spjallborðum eru vafasamar réttarheimildir þegar svartklæddir menn fara að banka í öxlina á þér. Þú þarft að kynna þér málin í því sveitarfélagi sem þú ert staddur í og löggan þar er vís til að vita eitthvað sem hönd verður fest á um málin. Að minnsta kosti vita þeir hvar þú getur fengið óyggjandi upplýsingar.
Ég held... og Mér var sagt... eru vafasamar heimildir.

Skrifað þann 11 February 2013 kl 13:28

skyttan

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 11 February 2013

Re: Skotæfingar.

Að sjálfsögðu týnir maður upp eftir sig. Land þetta er um 1000 hektarar
og er ég búinn að reyna að finna eigendur en það eina sem ég hef fundið
er að vegagerðin var með einhverja námu þar og fékk leyfi hjá sveitafélaginu
til að sækja efni til að bera í veginn í nágrenninu

Skrifað þann 11 February 2013 kl 14:58

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Skjóttu bara í pappír og láttu leirdúfurnar eiga sig..........enginn subbuskapur ! Og muna að týna hylkin upp eftir sig.

Skrifað þann 11 February 2013 kl 15:27

siggi ó

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

En afhverju ferðu ekki bara á löglegt skotæfingarsvæði til að skjóta þá ertu pottþéttur

Skrifað þann 11 February 2013 kl 22:40

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

stundum eru nokkur hundruð kílómetra í næsta skotsvæði...

Skrifað þann 11 February 2013 kl 23:06

Hafst1

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Það er lengst 200 kílómetrar í næsta svæði hvar sem þú ert.

Ef þú vilt vera pottþéttur þá ræðiru bara við lögregluna á svæðinu. Hún veit amk hvort hún skipti sér eitthvað af þér ef þeir verða varir við þig þarna.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 7:58

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

200km þýða 400km akstur fyrir eina æfingu...

ekki margir sem nenna að keyra í 4 tíma til að skjóta í klukkutíma...

Skrifað þann 12 February 2013 kl 8:58

Hafst1

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Það eru heldur ekki margir sem búa á því svæði. Flestir eru með völl mikið nær.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 13:39

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Það eru ekki allir í skotfélagi og þ.a.l. ekki með greiðan aðgang að svæði.

Skrifað þann 12 February 2013 kl 16:05

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Skotæfingar.

Það er ekkert að því að skjóta einhverstaðar úti í móa eða í fjöru svo lengi sem maður er ekki að ónáða neinn og gengur frá eftir sig.

Skrifað þann 13 February 2013 kl 20:45

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skotæfingar.

Ekki flækja málin svona Skyttan.
Skjóttu bara. Gangtu snyrtilega um og vertu kurteis ef einhver kemur.

Allir heilögu mennirnir hér eiga greinilega afar leiðinlegt líf. Æfa sig aldrei nema á skotsvæðum og skjóta aldrei neitt nema þeir ætli að borða það.
Samt meistaraskyttur......wink

Hafðu bara gaman.

Skrifað þann 14 February 2013 kl 20:36

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

Athyglisvert hversu margir setja nafnið sitt undir það sem hér hefur komið fram.

Hvernig halda menn t.d. að þetta hafi byrjað ?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/09/14/rusl_i_reykjanesfolkva...

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 14 February 2013 kl 21:00

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Skotæfingar.

Það er ekki góð æfing fyrir veiðar silfurrefur.
Kannski full djúpt í árinni tekið að líf ykkar sé leiðinlegt, allavega ekki allra, en ég skemmti mér best við að skjóta úti í náttúrunni. Skil aldrei neitt eftir nema sporin mín og er með járn skotmörk sem ég tek með til baka.
Haglabyssuskotfimi æfi ég á máf.
Já ég veit, voða ljótt.

Hér eru dæmi um mörk sem skilja ekkert eftir sig og segja "ping!"

Viðhengi:

Skrifað þann 14 February 2013 kl 21:43

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotæfingar.

reyndar eru nokkrar tegundir af máv friðaðar hér á landi...

Skrifað þann 14 February 2013 kl 22:23
« Previous12Next »