Skotsár??? særður Örn

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Tók þátt í að bjarga þessum erni í gær og eftir að læknar skoðuðu hann eru taldar líkur að um skotsár sé að ræða ég ætla ekki að fullyrða neitt um það í þessu tilviki en það sem mér fanst slæmt að heira er að fjórðungur særðra friðaðra dýra sem náttúrustofnun fær í hendurnar eru særð eftir skotvopn.
þetta er um 5-6 ára gamall fugl og var hann um 3,8 kg sem er 2 kg undir því sem eðlilegt telst.
er því greinilegt að hann hefur soltið talsvert vegna þessa áverka.
ég hef séð svipaða áverka eftir riffilkúlu.
en þið?

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 23 September 2012 kl 20:40
Sýnir 1 til 20 (Af 24)
23 Svör

atlimann

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Djöfull fýkur í mann að sjá svona... það er algjörlega ólíðandi og óþolandi að menn séu að skjóta á friðaða fugla.
Rétt væri að gera það sama við þann sem gerði þetta við greyjið fuglinn

Skrifað þann 23 September 2012 kl 23:21

Fargo

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Tjah,

Alveg rólegir, ég hugsa að riffilkúla hefði ekki sleppt honum svona vel. Ekki nema þá 22 cal, en mér finnst sárið vera of stórt.

Annars er ég enginn riffilkúluséní, ég held samt að það sé ekki tímabært að sakfella einhverja skyttu alveg svona skart. Getur þetta ekki verið eftir annsi margt, girðingar, línur eða önnur óhöpp, spyr sá er ekki veit?

Skrifað þann 24 September 2012 kl 1:04

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

það eru dýralæknar búnnir að skoða hann og eru þeir á þeirri skoðun að þetta sé eftir riffil
ég er líka búinn að senda þessar myndir til sérfræðings í USA sem er búin að vinna við þetta í mjög langan tíma og er hún á þeirri skoðun að um skotsár sé að ræða
hérna getið þið séð allt um hennar vinnu þar sem er verið að reina að endursmíða gogg á rn sem var skotið á
http://www.3ders.org/articles/20120814-injured-bald-eagle-beauty-ge...

Skrifað þann 24 September 2012 kl 10:45

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

og svo hef ég rætt talsvert við þá hjá náttúrustofnun um þetta og segja þeir mér að almenningur fær ekki að heyra nema um brot af því sem þeir fá í hendurnar

ræddi líka við mann sem er búinn að vera mjög þekktur í skotveiði á íslandi og sagði hann mér að hann væri búinn að sjá ýmislegt friðað í fristikistum hjá mönnum.

það þarf að gera eitthvað í þessu
ég er ekkert að benda á neinn en þetta er ekkert ósvipað og með utanvega akstur flestir jeppamenn eru til fyrirmindar en inn á milli eru skemmd eppli sem eiðileggja fyrir öðrum

Skrifað þann 24 September 2012 kl 10:49

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Já.... Ansi mikil geigun ef um riffilskot er að ræða en mögulegt að þarna sé sár eftir hagl sem er frekar ólíklegt... Ég hef reyndar fundið dauðan fálka við rafgirðingu og var þar hausinn af... Spurning hvort tófa hafi sært þennann...

kv hr

Skrifað þann 24 September 2012 kl 18:27

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Sælir / ar.

Sá fyrir mörgum árum síðan smyril sem hafði lent í sjálfheldu. Sá fór inn í fuglagerði sem var afgirt með hænsnaneti. Rataði ekki réttu leiðina út aftur, en reyndi mikið að gata netið til að komast út.
Það stórsá á efri hluta goggsins á honum.
Ef skotið hefur verið á þennan fugl er það skotveiðimönnum ekki til framdráttar, en það er okkur ekki heldur til góðs að fullyrða að sárið sé eftir riffilskot, ef svo reyndist ekki vera raunin.
Við skulum stíga varlega til jarðar varðar varðandi allar fullyrðingar. Okkar vegna.

Kveðja, JP

Skrifað þann 24 September 2012 kl 19:05

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

ekki verið með neinar fullyrðingar en sárið er alveg nógu stórt til að geta verið eftir skotvopn en málið snýst ekki bara um þennann fugl heldur alla hina líka sem hafa fundist og í þeim hafa fundist gögl og verið með augljós skotsár.
það er staðreynd að þetta sé að gerast og menn eiga að hætta að rífast um hvort að þetta sé að gerast og vinna frekar í því að gera eitthvað í því.
ef menn finna för eftir alvarlegann utanvega akstur þá er tilgangslaust að vera að rífast um hvort að þetta sé eftir fjórhjól bíl eða breittan jeppa eða eitthvað annað heldur einbeita sér að fræðslu og forvarnir.
ég fékk einusinni himbrima í silunganet og var ég að hugsa um að fá hann uppstoppaðann og hringdi í enhverja uppstoppara og var það ekkert mál að fá hann stoppaðann upp.
mér er spurn ætli ég mundi fá örn stoppaðann upp þó svo að hann sé með skotsár??
ég veit það ekki en ég veit að mér hefur verið boðinn fálki til sölu sem var stoppaður upp eiga ekki enhverjir pappírar að fylgja svona dýrum??

Skrifað þann 25 September 2012 kl 9:47

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Samkvæmt reglum à að skila friðuðum fuglum til náttúrufræðistofnunnar finni maður svoleiðis særða eða dauða.
Ef fuglinn er EKKI með skotsár þá getur finnandi fengið hann til uppstoppunar, Þ.e. Ef umhverfisstofnun samþykir það, en heimildin er til í lögum.

Þykir þó hæpið að þeir myndu láta haförn frá sér...

Skrifað þann 25 September 2012 kl 10:29

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

það hafði samband við mig maður í dag sem ég þekki og sagði mér frá því að nýlega hafi honum verið boðið að kaupa skotinn fálka til uppstoppunar fyrir 100.000....
er það málið að það sé að spretta upp enhvernskona svartur markaður á friðuðum fuglum hérna??
fékk það staðfest að það er víst lítið mál að fá skotinn fugl uppstoppaðann

rosalega finst mér vera fátt um svör hérna yfir 1200 manns búnnir að lesa þennann þráð en aðeins 8 svör og flest þeirra eru frá mér.

Skrifað þann 25 September 2012 kl 15:38

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Það er ekki að spretta upp neinn svartur markaður fyrst núna. Þetta er búið að vera lengi. Það virðist vera mjög erfitt og jafnvel ill mögulegt að standa menn að verki eða sanna svona verknað.

Skrifað þann 25 September 2012 kl 16:26

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

mér finst ekkert að því að menn séu að stunda skotveiði hef sjálfur verið í þessu en flestar gæsirnar drápust nú bara úr hlátri.
en fuglar eins og fálkar og ernir sem eru í hættu á að verða útrýmt eiga að vera látnir í friði.
en eins og ég hef sagt áður þá er ég ekkert að staðhæfa það að þessi fugl hafi verið skotinn hann gæti hafa flogið á eitthvað.
það verður áhugavert hver niðurstaða dýralækna verður vonandi getur hann jafnað sig og fengið frelsi aftur

Skrifað þann 25 September 2012 kl 16:50

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

°byssur info
ef ust vill fá alla friðaða fugla sem finnast dauðir ætla þeir þá að greiða sendingarkosnaðinn?
Það væri gaman að senda þeim nokkur hundruð. smiling

kv Mummi

ps Það drepast nokkurhundruð kríuungar á hverju ári svo rekur súlu ofl.

Skrifað þann 25 September 2012 kl 21:22

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Mig minnir að þessi innsendingaregla eigi bara við sjaldgæfa fugla eins og örninn, fálkann oþh. Fugla.

Skrifað þann 25 September 2012 kl 21:26

nielsen

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 27 August 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

hér er þetta fyrir þá sem eru enn að spá

Í reglugerð nr. 252/1996, 5. gr. segir að:

„Þeir sem hirða haförn, fálka, smyril, haftyrðil í Grímsey, snæuglu, branduglu, keldusvín, þórshana eða flækingsfugla, ósjálfbjarga eða dauða, skulu senda þá til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ef umræddir fuglar drepast í haldi eða reynast ekki hafa verið skotnir er Náttúrufræðistofnun Íslands heimilt að afhenda finnanda fuglinn til uppsetningar og varðveislu. Óheimilt er að selja og kaupa slíka fugla“.

Skrifað þann 25 September 2012 kl 22:12

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Og hefur þetta arnarmál eitthvað komið í fjölmiðla? Hvaða læknar eru þetta sem eru að rannsaka þetta mál?

Skrifað þann 26 September 2012 kl 1:30

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Með því að skoða prófíl mynd af þessum erni og prófílmynd af t.d. skallaerni þá verð ég að draga líkur frekar að því að þetta hafi gerst þegar hann var ungur, hugsanlega sýking eða eitthvað óheppinn með fluglínu og skelt gogginum á línu.

Skurðurinn er svo beinn frá neðri hluta nefholunnar og út gogginn og svo er smá brjósk/bein eftir miðju, gogginum milli nefholanna.

Svo eru skotsár nánast í öllum tilfellum hringlaga og í þessu tilviki hefði inn og út gatið verið kringlótt því kúlan hefði aldei getað flast út eða opnast á þessari stuttu vegalengd í geggnum nefholurnar.

Skrifað þann 26 September 2012 kl 10:46

Gunnikafari

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

það eru dýralæknar sem eru tengdir húsdýragarðinum sem eru eitthvað í þessu ég veit ekkert hvernig staðan er í bili en seinast var talað um að sjá hvort að hann geti notað gogginn þegar hann væri kominn með fullann styrk en það er ekki sýking í sárinu og það er talið að sárið sé nokkra mánaða gamallt það er eitthvað búið að gróa en ekki mykið.
ég hef séð mjög svipað sár á erni á mynd sem fanst á netinu og var talið að væri eftir fiskilínu
http://www.telegraph.co.uk/news/newstopics/howaboutthat/7249372/Eag...

Skrifað þann 26 September 2012 kl 16:34

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Jæjja.... Gunni kafari.... Er nú skotsárið loksins eftir fiskilínu...... Ljóta þvælan....

kv hr.

Skrifað þann 26 September 2012 kl 20:27

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Skotsár??? særður Örn

Nákvæmlega... mér finnst líklegast að þessi örn hafi lent í einhverjum ógöngum frekar en að einhver hafi reynt að skjóta hann. Ætli hann hafi ekki bara lent í áflogum við annan örn og ástæðan fyrir því að hann var svona slappur var að hann hafði lent í grút ofan á allt saman. Við eigum allir okkar slæmu daga.

Ég held bara að Gunni Kafari ætti að halda sig inni á sportkafara spjallinu eða greenpeace spjallinu

Skrifað þann 27 September 2012 kl 0:01
« Previous12Next »