jak
Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Glæsilegt Íslandsmet í Enskum riffli.
Jón Þór Sigurðsson, Skotfélagi Kópavogs, var í fantaformi á Landsmóti Skotsambands Íslands í Enskum riffli, sem haldið var í dag, sunnudaginn 8. desember, í íþróttahúsinu Digranesi en hann setti þar glæsilegt nýtt íslandsmet. Jón Þór náði 618.3 stigum í 60 skotum sem hann skaut liggjandi samkvæmt reglum greinarinnar og með þessu skori bætti hann íslandsmet Arnfinns Jónssonar, sem hann setti á síðasta Ísandsmeistaramóti, um 2.7 stig. Með þessu sýndi Jón Þór að honum er ýmislegt fleirra til lista lagt en að berja trommurnar með hljósveitinni Diktu.
Fyrrnefndur Arnfinnur, einnig úr skotfélagi Kópavogs varð annar í keppninni 614.8 stig, 0,8 stigi frá gamla íslandsmetinu sínu og í þriðja sæti varð Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, með 604.6 stig
Karlasveit Skotfélags Kópavogs sigraði í liðakeppninni mep 1787.8 stigum en sveitina skipuðu Jón Þór Sigurðsson, Arnfinnur A. Jónsson og Filippus Sigurðsson.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir Skotfélagi Reykjavíkur og náði Jórunn 597,5 stigum.
Hér má sjá fleirri myndir frá keppninni:
http://www.facebook.com/groups/245566492262072/...
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=639917089383588&set=pcb.2603...
JAK
Tags:
Skrifað þann 8 December 2013 kl 17:13
|
11 Svör
|
jak
Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
.
http://www.ruv.is/frett/jon-thor-med-islandsmet-i-enskum-riffli...
Skrifað þann 8 December 2013 kl 20:06
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Til hamingju Jón Þór Sigurðsson með nýtt íslandsmet.
Það er alltaf gaman að sjá met slegin og þar með framfarir í greininni.
Kveðja Sigurður Hallgrímsson.
Skrifað þann 10 December 2013 kl 9:33
|
Stebbi Sniper
Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Gaman að þessu og frábært skor hjá Kjuðanum.
Ég fór aðeins yfir skorið hjá honum til þess að bera það saman við gamla Íslandsmetið sem Carl J. Eiríksson átti, áður en reglunum var breitt um síðustu áramót.
Ef Jón hefði skotið þetta sama skor eftir gömlu reglunum þá hefði hann skotið 592 stig af 600 mögulegum, sem er það besta sem hefur verið skotið hér á landi í mörg ár í mótum.
Það er rétt að geta þess að metið hans Carls var 596, svo það er ennþá pláss fyrir bætingu hjá okkur sem stundum þessa grein.
Til hamingju Jón Þór...
Skrifað þann 10 December 2013 kl 19:57
|
Kjartan Friðriksson
Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Til hamingju Jón þór - glæsilegt skor og gott íslandsmet.....
En - Stefán, athugaðu það að tíurnar voru á þeim tíma 12mm - Carl J. átti metið 596 - en Gissur Skarphéðisson jafnaði það á sínum tíma. Ég skaut þvi miður aldei meira en 595 (mátti til með að koma því að) Tían er núna 10,4mm að mig minnir, er ekki viss....(einhver leiðréttir og staðfestir ) Svo þetta skor er frábært hjá Jóni Þór, og gaman að sjá hver útkoman er með því að setja 12mm tíu í stað núverandi tíu...
Ég held að við eigum betri skotmenn núna og mun efnilegri en 1978 - 1983. Eina sem vantar er þjálfari og reglulegar æfingar til að bæta skorið..........
kveðja..........
Skrifað þann 11 December 2013 kl 20:16
|
JónasH
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Rétt hjá þér Kjartan: 10 Ring 10.4 mm (±0.1 mm ) tekið af síðunni hjá ISSF
Skrifað þann 11 December 2013 kl 20:37
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Jón Þór .....
Til hamingju...þú ert einmitt svona maður sem átt allt gott skilið!!!!!!!!!
Stebbi sniper skrifar:
"Ég fór aðeins yfir skorið hjá honum til þess að bera það saman við gamla Íslandsmetið sem
Carl J. Eiríksson átti, áður en reglunum var breitt um síðustu áramót.
Ef Jón hefði skotið þetta sama skor eftir gömlu reglunum þá hefði hann skotið 592 stig af 600 mögulegum, sem er það besta sem hefur verið skotið hér á landi í mörg ár í mótum.
Það er rétt að geta þess að metið hans Carls var 596, svo það er ennþá pláss fyrir bætingu hjá okkur sem stundum þessa grein."
Kjartan Friðriksson, sem hefur gott vit á þessum málum og hvers álit ég virði mikils gerir athugasemdir við þessa röksemdafærslu Stebba snipers.
Sem leikmaður í þessum fræðum þætti mér vænt um að vita hvað er rétt í þessu máli?
En til hamingju aftur gleðigjafi og stórskytta Jón Þór....þú ert frábær skotmaður og manneskja ...en að mínu mati enn betri trommuleikari!!!!! Þéttur svo af ber!!!
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 11 December 2013 kl 20:49
|
Stebbi Sniper
Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Þá er rétt að Kjartan upplýsi okkur hvenar reglubreitingin átti sér stað ef hann man það, því Carl skaut 596 árið 1990 ef ég man rétt og gott ef hann átti ekki 594 árið 1999 þá farinn að halla heldur betur í sjötugt, enda fæddur 1929.
Ég skal tékka á því á föstudaginn hvort þetta hefði ekki verið yfir 596 miðað við 12mm tíu, ég býst við því.
Ég held að það hafi verið búið að breita skífunum í 10,4 mm árið 1990... en er þó ekki viss!
Það er líka gaman að geta þess að þetta skor hjá Jóni var skotið með gamla rifflinum þínum Kjartan... svo hann er klárlega stilltur inn á tíurnar...
Carl J. Eiríksson er ókrýndur konungur þessarar greinar á Íslandi til margra ára, ég sendi með úrslitin úr Íslandsmótinu 2003, þá er hann að verða 74 ára... og marg oft búinn að skjóta yfir 590 árin þar á undan á sömu skífur og við skjótum á í dag.
Ég hef aldrei hitt manninn, en það verður ekki tekið af honum sem hann gerði, hvað sem hverjum kann að finnast um hann.
Ég giska á að skífunum hafi verið breitt 1988 eða 1989, því fyrsta skráða 600 skorið er hjá Viatcheslav Botchkarev sumarið 1989.
Smá aukaupplýsingar fyrir Magnús... vissir þú að Carl J. (með "C-i") keppti á Olympíuleiknum í Barcelona 1992?
Skrifað þann 11 December 2013 kl 23:06
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Flottur þráður.
Jólakveðja siggi
Skrifað þann 12 December 2013 kl 12:06
|
Finni
Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Sælir.
Carl skaut 596 á bæði skífurnar sem notaðar voru fyrir 1988 og eftir. Eitt sinn skaut hann 594 þegar hann var orðinn 73 eða 74 ára, en þá skaut hann 8 í fyrsta skoti og var að hefna fyrir hana restina af mótinu.
Kv.Finni
Skrifað þann 12 December 2013 kl 14:14
|
Kjartan Friðriksson
Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Takk fyrir að leiðrétta þetta Stebbi og Finni.
Gaman að sjá uppganginn í einhverri skemmtilegustu skotgrein sem stunduð er hér heima....
bestu kveðjur...
Skrifað þann 12 December 2013 kl 15:21
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmet í Enskum
Ágæti félagi Stefán!
Kjartan Friðriksson skrifar:
Takk fyrir að leiðrétta þetta Stebbi og Finni.
Gaman að sjá uppganginn í einhverri skemmtilegustu skotgrein sem stunduð er hér heima....
Um þetta vil ég segja: Þér til til sóma Kjartan minn!
Sem þarf ekki að koma á óvart því hann er drengur góður þótt okkur semji ekki þessi misserin.
Hvað framtíðin ber í skauti sínu...engin veit.
En Stefán...Þegar ég var 16 ára gamall átti ég því láni að fagna að kynnast Carli Jóhanni Eiríkssyni.
Hann reyndi hvað hann gat ( ótrúleg þolinmæði!!) að kenna mér að skjóta og þegar við vorum orðnir
vinir kenndi hann mér margt annað sem hefur reynst mér langtum meira virði í lífinu.
Meðal þess sem þessi hægláti maður kenndi mér er að rita íslenskt mál.
Carl er vissulega í hópi best gefnu manna og kvenna sem ég hefi fengið að kynnast um mína daga.
En Carl Jóhann er ekki allra! Hann lifir ekki í metrum heldum millimetrum.
Hann þolir ekki ónækvæmni, hvað þá rangindi og lygar.
En það var einmitt það sem hann var beittur af stjórn STÍ undir formennsku manns sem komst einhverra
hluta til æðstu metorða skothreyfingarinnar hafandi álíka vit á skotfimi og smalahundur!
Ég vil ekki að menn geti í eyðurnar...ég er að tala um Þorstein Ásgeirsson og náhyrðina kringum hann.
Tímabil sem var skothreyfingunni til ævarandi skammar..svo vægt sé til orða tekið!!!!
Þessi maður var kosin Mafíu kosningu í stað Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar...mannsins sem öllum öðrum var hvatin að stofnum Skotsambands Íslands!!
Ýmsir aðrir lögðu og stein í götu Carls en ég ætla ekki að tala um það í þessum pósti.
Svo ég svari þér beint ágæti félagi Stefán þá veit ég allt um Olympíuferð Carls Jóhanns Eiríkssonar,
en takk fyrir að spyrja minn kæri!
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Sigurður Nesika: Sömuleiðis góðar jólakveðjur til þín og allra þinna.
Skrifað þann 12 December 2013 kl 20:49
|