KRA
Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Tilbúinn að halda vfs mótið á Husavik.
Tags:
Skrifað þann 8 September 2015 kl 19:13
|
17 Svör
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Ágæti félagi KRA!
Afsakaðu fákunnáttu undirritaðs,,,, en hvað er vfs?
Þetta er ekki póstur till að reyna að vera skemmttilegur eða vera með útúrsnúninga.
Ég er einfaldldlega aið leyta eftir svari.
Með mikilli vinsemsd,!
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 8 September 2015 kl 20:39
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
VFS eða varmint for score er ein keppnig greinin riffilskotfimi, þetta er tekið úr IBS reglunum:
A score shooting target consists of 6 targets (a sighter target and 5 record targets) each having rings with a bull and center dot called an "x". The value of the shot is determined by the highest scoring ring touched. If the shot touches the center dot or "x", it is scored a 10X -- the highest possible score. The five record targets are added together to determine the match score -- highest possible score is 50- 5X. The sighter target may have as many shots on it as you need. The five matches are added to determine the day's score -- highest possible score is 250-25X. Since the inception of score shooting, the Varmint for Score class has reached this highest possible score of 250-25X and now records are kept by wipe-outs. A wipe-out is when the center dot or "x" is completely gone. The other classes will do the same once their records reach the 250-25X mark.
kv.
JK
Skrifað þann 9 September 2015 kl 1:49
|
KRA
Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Takk fyrir svarið Jón.
Enn og aftur virðist þessi mót ætla að detta uppfyrir.
Kv.
Kristján Arnarson
Húsavík
Skrifað þann 9 September 2015 kl 9:33
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Ágæti félagi Kristján Arnarson.
Auðvitað !!! VFS! Varmint for score!
Hvernig gat ég gleymt þessu? (er Ellikerling farin banka uppá?)
Kannski má rekja þetta minnisleysi til þeirrar staðreyndar að ég var
því mótfallin að innleiða þessa grein þegar minn gamli vinur
Birgir R. Sæmundsson vilda svo í þeim tilgangi að freista þess að fjölga þeim sem
voru að skjót Group Bench Rest á þeim tíma.
Eins og menn eiga að vita þá er Birgir eini Íslendingurinn sem sett hefur
heimsmet í skotfimi.
Birgir og skoðanabræður hanns reiknuðu dæmið þannig að ef mönnum
væri gert kleift að skjóta af bekk á skotmörk sem þeir skyldu, þ.e.a..s að
hitta miðjupunktinn myndi það leiða til þess að Group skyttum myndi fjölga
í kjölfarið. En eins og sagan sýnir gerðist það ekki.
Ég hefði gefið mikið fyrir að hafa rangt fyrir mér í þessu máli ..en því miður.
Það sama gerðist hér og í öðrum löndum...nefnilega að VFS varð grein sem
nýtur mikilla vinsælda og í ýmsum skilningi á kostnað Group Shooting.
Hér ræður töluverðu hversu auðveldara er að halda VFS mót en Group mót.
Til dæmis ekkert vesin með "backera".
Í Guðanna bænum ekki halda að ég sé mótfallin VFS.. slík skotmót eru 100%
betri en ekki nein rifflamót. Vona að ykkur auðnist að halda Íslandsmótið
í ykkar fallegu Húsavík !
Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson
magnuss183@gmail.com / 896 -3363
Skrifað þann 9 September 2015 kl 11:36
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Ágæti félagi Kristján Arnarson.
Auðvitað !!! VFS! Varmint for score!
Hvernig gat ég gleymt þessu? (er Ellikerling farin banka uppá?)
Kannski má rekja þetta minnisleysi til þeirrar staðreyndar að ég var
því mótfallin að innleiða þessa grein þegar minn gamli vinur
Birgir R. Sæmundsson vilda svo í þeim tilgangi að freista þess að fjölga þeim sem
voru að skjót Group Bench Rest á þeim tíma.
Eins og menn eiga að vita þá er Birgir eini Íslendingurinn sem sett hefur
heimsmet í skotfimi...þrátt fyrir að mikið sé látið með aðra menn.
Birgir og skoðanabræður hanns reiknuðu dæmið þannig að ef mönnum
væri gert kleift að skjóta af bekk á skotmörk sem þeir skyldu, þ.e.a..s að
hitta miðjupunktinn myndi það leiða til þess að Group skyttum myndi fjölga
í kjölfarið. En eins og sagan sýnir gerðist það ekki.
Ég hefði gefið mikið fyrir að hafa rangt fyrir mér í þessu máli ..en því miður.
Það sama gerðist hér og í öðrum löndum...nefnilega að VFS varð grein sem
nýtur mikilla vinsælda og í ýmsum skilningi á kostnað Group Shooting.
Hér ræður töluverðu hversu auðveldara er að halda VFS mót en Group mót.
Til dæmis ekkert vesin með "backera".
Í Guðanna bænum ekki halda að ég sé mótfallin VFS.. slík skotmót eru 100%
betri en ekki nein rifflamót. Vona að ykkur auðnist að halda Íslandsmótið
í ykkar fallegu Húsavík !
Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson
magnuss183@gmail.com / 896 -3363
Skrifað þann 9 September 2015 kl 11:41
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Ágætu félagar!
Eftirþanki....
Er það ekki STÍ sem ber ábyrgð á að þetta ágæta mót fari fram?
Mbk.
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 9 September 2015 kl 12:41
|
KRA
Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Eins var i fyrra þe ekkert mót átti að halda og þegar ég sóttist eftir að fá að halda mótið fyrir norðan, þá var stokkið til og mót sett upp frekar en að missa það út a land.
Var að vona að mótin væru á dagskrá en eg ekki þá höldum við mót. Ekki hægt að fella niður íslandsmótið ár
eftir ár
Skrifað þann 11 September 2015 kl 11:41
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Sælir.
Endilega að henda í mót, held að þið á Húsavík og Egilstaðir séuð með hvað bestu aðstöðuna fyrir utan suðvesturhornið en Húsavíkin aðeins meira miðsvæðis ég er meir en til í að aðstoða við mótshald eins og ég get og jafnvel keppa líka. Og er viss um að svo er með fleiri hér fyrir norðan.
kv.
JK
Skrifað þann 11 September 2015 kl 17:27
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Skoo, STÍ Íslandsmót halda menn ekki svona bara 1-2-3.. það þarf að fylgja reglum.... og auglýsa með góðum fyrirvara (sjá mótareglur stí).
En ég mæli með að menn leggi í eitt( Meistaramót VFS 2015") sem væri það næstbesta.
(nú er ég bara að velta hlutunum....) í framtíðinni (sjá fortíðina í þessari grein..)
Bara til viðhalds þessu sérhæfða skemmtilega sporti þá legg ég til að menn
komi sér (óformlega) upp að þegar formleg STÍ mót falla niður að menn haldi í
staðinn Meistaramót fyrir viðkomandi ár (haldið að hausti) í bæði Skor og Grúppu ef menn telja sér
fært að framkvæma IBS reglurnar (svona eins nálægt og menn geta).
Þannig að menn sem eru í gírnum það árið (sem undirritaður er ekki) viti að það verði alltaf..
haldið eitt uppskerumót að hausti hvort sem það er formlegt STÍ mót eður ei.
kveðja siggi
Magnús Stí ber ekki ábyrgð á að mótið fari fram heldur að það uppfylli gildandi
reglur um viðkomandi mót.
Skrifað þann 12 September 2015 kl 10:49
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Sæll félagi Sigurður Hallgrímsson.
Takk fyrir ábendinguna.
En það er eitt sem ég skil ekki.....þarf ekki einhvern aðila til að útnefna
ákveðið félag til að hlada hin ýmsu mót??
Ekki geta menn fundið á sér hver heldur tiltekið mót á tilteknu ári.
Þar liggur ábyrgð Skotsambands Íslands.
Geti það félag sem STIÍ valdi til verksins ekki staðið við sitt ber STÍ að
finna annan aðila...sem getur lokið verkinu.
Til þess var STÍ stofnað ,föstudaginn 16. febrúar 1979.
Ég sat þann fund sem fulltrúi Skotfélags Reykjavík.
Nákvæmlega sömu skyldur og t.d. KSÍ, HSÍ, KKR ........
að skipuleggja mót og bera ábyrgð á framkvæmd þeirra.
Gaf STÍ út mótaskrá fyrir Benchrest Shooting 2015?
Ég bara hreinlega veit það ekki.
Hafi það gerst ber sambandinu að framfylgja því plaggi.
Hafi það ekki gerst ber stjórn STÍ að segja af sér fyrir sakir vanrækslu.
Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson.
Skrifað þann 12 September 2015 kl 14:35
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Sæll Magnús, þetta er öfugt. Það vill enginn halda þessi mót...
Ef ég man þetta rétt þá eru það félögin sem skila inn til mótanefndar hvaða mót
þau vilja halda og þá tilkynna hver verður dómari, mótshaldari osfr.
Ef enginn býðst formlega til að halda ákveðið mót yfir ákveðið keppnistímabil
þá nær það ekkert lengra og það þýðir ekkert að tuða yfir STÍ vegna þess.
Í fyrra hafði SR skrifað sig fyrir VFS mótinu, og ég og fleiri báðum um að mótið
yrði haldið þrátt fyrir lítinn áhuga hjá BR iðkendum hjá SR. Og það var haldið.
Eftir það mót var vitað að það yrði annarra félaga að taka við keflinu.
Og hver ætlar að taka við keflinu fyrir 2016" ?????
Og að því tilefni nefndi ég meistaramót VFS 2015"
Kveðja siggi
Skrifað þann 12 September 2015 kl 22:58
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Sæll félagi Sigurður Hallgrímsson.
Okkur greinir augljóslega á um hlutverk Skotsambands Íslands.
En það er allt í lagi.
Ég hef starfað í íþróttahreyfingunni síðan 1965, þá 13 ára gamall.
Fyrsta verkefni mitt var að aðstoða við gerð gólfs Laugardalshallar
fyrir opnunarleikin í því góða húsi.
Þar áttust við Banik Karvina frá Tékkóslóvakíu (sem þá hét) og Reykjavíkurúrvalið.
Þetta var 4. desember 1965 og við erum að tala um handknattleik.
Langur aðdragandi að stuttu niðurlagi.
Ég þekki innviði íþróttahreyfingarinnar nokkuð vel...því skil ég ekki hvers vegna
skyldur STÍ ættu að vera allt aðrar en annarra sérsambanda svo sem KSÍ, KKR
eða HSÍ sem ég þekki best.
Allir þessir aðilar bera ábyrgð á skipulagningu móta, útgáfu mótaskrár og eftirfygni
...það er að sjá um að mótaskrá sé virt.
Ég er viss um (vona) að STÍ hafi til dæmis skipulagt skotþátt Smáþjóðaleikanna
sem mér sagt að hafi tekist vel.
Hver væri tilgangur STÍ ef ekki að skipuleggja og efla skotíþróttir í landinu???
Með beztu kveðjum,
Magnús Sigurðsson
P.s Reyndu að halada í Unertl sjónaukan þinn!!! Það er ekkert mál kaupa nýjan
March..en Unertl er að verða rándýrt "collectors item" hækkar bara í verði .
Ég seldi nákvæmlega eins sjónauka fyrir ári eða svo og sé alltaf eftir.
En það róar mig að hann gat ekki farið til betri manns.
Og það sem verður mér til enn meiri gleði er að ég á annan alveg eins
inní skáp.
Skrifað þann 13 September 2015 kl 14:28
|
KRA
Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Það er komið a hreint að ekki verður keppt á þessu ári i Benchrest grúbbum eða vfs . Þe allavega ekki meistara mót eða íslandsmótið. Þá er bara að skella á móti fyrir norðan. Norðurlandsmeistarinn 2015. Benchrest og VFS.
Nánar auglýst fljótlega.
Kveðja
Kristján Arnarson
Formaður
Skotfélags Húsavikur
Skrifað þann 14 September 2015 kl 17:36
|
KRA
Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Það er komið a hreint að ekki verður keppt á þessu ári i Benchrest grúbbum eða vfs . Þe allavega ekki meistara mót eða íslandsmótið. Þá er bara að skella á móti fyrir norðan. Norðurlandsmeistarinn 2015. Benchrest og VFS.
Nánar auglýst fljótlega.
Kveðja
Kristján Arnarson
Formaður
Skotfélags Húsavikur
Skrifað þann 14 September 2015 kl 17:36
|
aflabrestur
Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Sælir.
Ætti það ekki að heita NorðAusturÍslandsmeistarinn 2015.
Svona þar sem helsta lífið i riffilskotfimi virðist vera hér fyrir norðan og austan!
kv.
JK
Skrifað þann 14 September 2015 kl 21:21
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Ég tek hattin ofan fyrir KRA.
Kveðja siggi
Skrifað þann 15 September 2015 kl 14:17
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Íslandsmótin í benchrest??? Týnd enn og aftur
Tek undir með Sigurði.
Kristján og félagar eiga hrós skilið fyrir að bjarga því sem bjargað verður.
Framganga STÍ og SR í þessu máli er báðum aðilum til minkunnar.
Ég er sammála greiningu sem kom fram hér að ofan...að Mekka riffilskotfimi
er ekki lengur hjá Skotfélagi Reykjavík, þrátt fyrir milljóna tuga aðstöðu og
launaða starfsmenn, heldur félögum víða um land sem byggja alfarið á
sjálfboðavinnu félagsmanna.
Eins og Sigurður orðaði það svo skemmtilega..Ég tek hattinn ofan fyrir ykkur.
Með beztu kveðjum og óskum um gott gengi,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 16 September 2015 kl 18:22
|