Cowri
Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
fór um daginn og skaut á nokkar símaskrár.
Færið var 25 metrar
Þrenging Modified
Byssa Browning Pheonix Topcote
Talin voru amk 4 högl allt eftir það gilti ekki. Þeas ef skot náði að bls. 400 þá voru 4 högl eða fleiri á þeirri bls.
sjá meðfylgjandi viðhengi.
Tags:
Skrifað þann 16 August 2012 kl 22:30
|
14 Svör
|
Hnulli
Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
...varstu að skjóta Gilzenegger?
Skrifað þann 16 August 2012 kl 22:43
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Er þetta örugglega allt rétt slegið inn? Ótrúlegt ef svo er hvað RIO skot 36gr er að gera á móti t.d Hlað Patriot og Fiocchi
Skrifað þann 16 August 2012 kl 22:59
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Reyndar prófaði ég Rio skot í fyrra einmitt 36gr. Skaut á nokkrar rjúpur og færið var yfirleitt 20-30m og þá reyndar furðaði ég mig á hvað þær voru í öllum tilfellum dauðskotnar en oft á tíðum hefur það ekki dugað með dýrari skotum
Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:05
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Svo ég haldi nú áfram að raða inn svörunum hér (því ég kann ekki að breyta eins og í gamla kerfinu)
Þá vil ég bara taka ofan fyrir þér að koma upplýsingum eins og þessum til okkar.
Með kveðju
Silfurrefur
Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:09
|
Cowri
Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Ekki var það blessaður Gilz sem fékk fyrir ferðina
ég var bara að prófa þessi skot sem ég á og það voru nokkur skot sem komu skemmtilega á óvart. T.d. Rio skotin - ansi góð fyrir aurinn greinilega. Hull Solway skotin er greinilega þrælgóð. Remminn og Federal skotinn voru þrælgóð.
Það kom mér á óvart hversu lítill munur var á Hlað Original og Patriot.
Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:35
|
Ingaling
Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Mér fynst bara magnað að Hlað orginal komist lengra inn heldur en Hlað Patriot...
Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:48
|
Cowri
Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
já ég verð að vera sammála því. Spurning hvort að þetta myndi breytast ef færið væri lengra?
Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:50
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Ein svona létt spurning í lokinn. Tókstu eftir dreifingunni hvort einhver voru þéttarai en önnur hjá þér og á ég þá við sambærilega hleðslu og haglastærð.
Kveðja ÞH
Skrifað þann 17 August 2012 kl 9:13
|
jak
Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Sæll Kári.
Skemmtileg tilraun og fróðlegar niðurstöður.
Kærar þakkir fyrir að miðla upplýsingunum.
JAK
Skrifað þann 17 August 2012 kl 10:24
|
E.Har
Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Glæsilegt framtak.
Í töfluna hefði mátt bæta þvermáli hagla í mm þar sem menn nota mismunandi númerakerfi.
En glæsileg tafla og gott framtak.
Skrifað þann 17 August 2012 kl 10:28
|
isafold
Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Já það hefði verið gaman að sjá patteringuna á þessum skotum, hvernig voru Hull og Rio að koma út miðað við önnur ? sástu áberandi mun á milli skota í patteringu ?
Kveðja
Beggi
Skrifað þann 17 August 2012 kl 11:17
|
Cowri
Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Rétt E.Har - það er í vinnslu samkv. upplýsingum frá framleiðendum
En varðandi patterningu (ef það er orð) þá sá ég ekki teljanlegan mun. Símaskráinn var ansi vel og jöfn götuð á forsíðunni af öllum þessum skotum. T.d. lítill munur á 3" Hull og 2 3/4" Fiocchi skotum #2....
Skrifað þann 17 August 2012 kl 11:29
|
Artec
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Þetta test hjá þér virðist vera í nokkuð samræmi við það sem ég hef verið að gera á 35m fjarlægð en þá eru viðkomandi skot að fara styttra inn. sjá töflu í viðhengi
En nú hef ég skipt um þrengingu og þarf þá að prófa allt uppá nýtt.
Hvet sem flesta að prófa
kv
Indriði
Skrifað þann 17 August 2012 kl 19:42
|
chrysophylax
Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Símaskrártestið mitt
Það er mjög skemmtilegt að sjá þessi gögn - og eigið þið hrós skilið.
Hafa menn prófað að endurtaka hverja tilraun nokkrum sinnum - hvað ætli sé mikill breytileiki á milli tilrauna? Ef skot er metið á bls 458 í fyrstu skránni - lendir það e.t.v. á bls 380 í næstu og 560 í þarnæstu - eða er þetta e.t.v. mjög nákvæmt (458 -455 - 462 etc)?
Varðandi mat á dreifingu haglaskota þá trúi ég (eftir tillesningu um málið) að högl dreifist alltaf á fullkomnlega handahófskendann hátt og það eina sem hægt er að meta með því að skoða ákomu hagla er hversu vítt höglin dreifast (t.d. sem radíus hrings, innan hvers 70% haglanna lendi). Mjög varhugavert er að skoða einstaka ákomur og reyna finna í þeim göt og bletti - sem klárlega verða til staðar - en þeir verða horfnir eða komnir á aðra staði í næsta skoti o.s.frv.
Skrifað þann 19 August 2012 kl 0:05
|