Snæhérar

270/12

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

270win 120metrar
Frábær steik þarna smiling

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 19 September 2013 kl 23:52
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

creative

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Glæsilega skotið ekki einasta kjötskemmd

er þetta á íslandi eða ?

Skrifað þann 20 September 2013 kl 12:20

creative

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Glæsilega skotið ekki einasta kjötskemmd

er þetta á íslandi eða ?

Skrifað þann 20 September 2013 kl 12:21

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Tja, á Íslandi? Eru snæhérar ekki algengir á Austfjörðum, sérstaklega í Loðmundarfirði og Bakkafirði.

Skrifað þann 20 September 2013 kl 21:31

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Væri til í að sjá videoið úr go-proinum =D

Skrifað þann 20 September 2013 kl 21:41

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Væri til í að sjá videoið úr go-proinum =D

Skrifað þann 20 September 2013 kl 21:41

270/12

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Grænland.
http://www.youtube.com/watch?v=iETHg7Jx48M...

Skrifað þann 29 September 2013 kl 20:13

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Bara ein smáspurning: Hvað sést á þessu myndbandi? (Annað en bílhúdd?)

Skrifað þann 30 September 2013 kl 13:09

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

sælir félagar,, Hvaða riffill er þetta ??? gaman að þessu...
kveðja Kalli

Skrifað þann 30 September 2013 kl 14:56

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Ágætu félagar!

Ætlaði nú ekki að trufla þessa umræðu....
en fyrir margt löngu var einn besti vinur minn og velgjörðamaður
Egill Jónanarsson Stardal (F14.sept. 1926 - D 23. júlí 2001)
talsmaður þess, ásamt öðrum góðum og upplýstum mönnum
að flytja hingað til lands, í tilraunaskini sauðnaut og snæhéra frá Grænlandi.
Umsagnir vísindamanna voru á þann veg að ekki myndi koma til erfiðleika
hvað hina nýju landnema varðaði, hvorki hvað varðaði fæðuval né útbreiðsu.
En hinir alvitru stjórnmálamen þessa unga lýðveldis vissu auðvitað betur!!!
Rétt eins og þegar þeir hinir sömu leyfðu innflutning á mink til landsins!!
Megi Alþingi skammast sín í þúsund ár fyrir þá heimskulegu leyfisveitingu!!

Bara svona til umhugsunar.......

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 30 September 2013 kl 21:22

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Innflutningur snæhéra hefur verið reyndur. Þeir eru hinir mestu vargar í varpi og fóru illa með æðarvarp þar sem þeir voru hafðir og var því lógað. Þeir eru líka harðleiknir við ungtré og eiga því ekki samleið með skógrækt.
Sömuleiðis hefur innflutningur sauðnauta verið reyndur. Þau drápust öll úr næringarskorti eða allslags sjúkdómum.
Ég held að jafnvel þótt Egill Stardal hafi verið talsmaður innflutningsins hafi honum skotist þar.

Skrifað þann 1 October 2013 kl 8:31

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Snæhérar

Sælir..
Það er auðvitað svolítið ódýrt að segja bara þau drápust,og segja ekki neitt af hverju talið er að svo hafi verið..Skoðum aðeins staðreyndir málsins...Og aðstæður í dag eru gerbreittar og kanski hefðu menn vit á að gera það líklegasta sem rétt væri....
Við fluttum inn KÁLFA af hverju halda menn að sauðnaut hafi kálfa á spena í allt að 1 ár (jafnvel upp í 2 ár.), af því bara eða vegna þess að móðir náttúra veit betur...Við fluttum auðvitað inn Kálfa...Í dag myndu menn væntanlega skoða Vetrunga amk...

Á þessum tíma logaði landið í sauðfjársjúkdómum, það hefur breist,og auðvitað lifðu kálfarnir það ekki af... Gæti hafa vantað eitthvað af mótstöðu úr móðurmjólkinni t.d...Eða að þeim hefði verið búið annað uppeldi en í sambýli við sauðfé í Gunnarsholti...Kálfar alast upp í náttúrunni ekki í næsta bás við sauðfé
logandi í sullaveiki og öðrum sjúkdómum...

Ein ástæðan fyrir dauða kálfanna er talin vera einhæf fæða og þeir hafi einfaldlega látist af stórum hluta til úr næringarskorti..Ekki vegna lélegs atlætis og aðstöðu í Gunnarsholti heldur vegna þekkingarskorts á því að ala þá upp og auðvitað var móðurmjólkin ekki til staðar,hvað sem vítamín eða aukin mótstaða....
Niðurstaða alls sem ég hef lesið um málið segir bara eitt það var allt gert rangt sem hægt var að gera...

Niðurstaðan var dauði af næringarskorti einhæfri fæðu og sullaveiki ...Svo ekki sé nú talað um að taka kálfana frá mæðrunum á sama tíma og þeir eru á spena....Hvet menn til að lesa sig til um sögu þeirra hér á landi og meta svo eftirá hvað gæti hafa farið útskeiðis...
Síðan læt ég aðra um að segja til eigum við að flytja það inn, aðalfæða þeirra er gras-lyng-víðir –starir og birki...Þolum við það samhliða skógrækt nútímans...

Mbkebj.

Skrifað þann 1 October 2013 kl 13:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Heill og sæll Þorvaldur.

Viðurkenni fúslega að mér var ekki kunnugt um hið myrka
eðli snæhérans! Mér skilst að frændum okkar Færeyingum
gangi þessi sambúð nokkuð vel? Vissulega minna um skóg
en æðarvarp hlýtur að vera allnokkuð á Færeyjum.

Af vísindavef HÍ:
Snjóþrúguhérinn (Lepus americanus) lifir á meginlandi Norður-Ameríku, en útbreiðsla
snæhérans nær hins vegar yfir mjög stórt svæði allt frá Skandinavíu til austurhluta Rússlands. Einnig finnast einangraðir stofnar á Bretlandseyjum, í Ölpunum og á japönsku eyjunni Hokkaido. Snæhérinn lifir því við mjög fjölbreytilegar aðstæður, svo sem í barrskógum, á heiðum og upp til fjalla. Það er því freistandi að álykta að L. Timidus gæti haslað sér völl í íslenskri náttúru.


Hvað sauðnautin varðar...þá urðu örlög þeirra þau sömu og
fyrstu sendingu hreindýra til landsins.

Árið 1929 stóð félagsskapur áhugamanna um sauðnautin
fyrir innflutningi alls fjórtán dýra í tveimur aðskildum tilraunum.
Félagskapur þessi gekk undi nafninu Eiríkur rauði sem auðvitað
var skírskotun til Grænlands.

Af vísindavef HÍ:
Eftir erfiða flutninga komu sauðnaut til Íslands árið 1929 að Gunnarsholti.
Fyrstir voru sjö kálfar en þeir drápust fljótlega. Síðar komu önnur sjö dýr
sem urðu sömu örlögum að bráð. Talið er að næringarskortur hafi orðið
sauðnautunum að aldurtila.

Það verður að teljast með ólíkindum hvernig það mátti verða að dýrin
dræpust öll úr næringarskorti í túninu heima á Gunnarsholti en láta sér fátt
um finnast um grænlenskan fimbulvetur og lifa góðu lífi á þarlendum heiðum
sem svipar mjög til þeirra íslensku!!?
Ég held að það þurfi ekki frjótt ímynunarafl til að láta sér til hugar koma þann
möguleika að ekki hafi verið staðið rétt að fóðrum og ummhirðu þessara dýra.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Til að hafa sagnfræðina á hreinu skal skýrt tekið fram að Egill Stardal
og félagar hans voru ekki þeir fyrstu sem lögðu til innflutning sauðnauta.
Það gerðu þeir Ársæll Árnason, Þorsteinn Jónsson og Kristján Kristjánsson
en þessir herramenn voru einmitt stofnendur þess merka félags Eiríkur rauði.
Egill og félagar vildu aftur á móti reyna aftur og þá ekki síst í ljósi þess hversu
illa var að fyrri tilraununum staðið!

Skrifað þann 1 October 2013 kl 13:33

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Snæhérar

Sæll Magnus...Þú skrifar..
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
P.s. Til að hafa sagnfræðina á hreinu skal skýrt tekið fram að Egill Stardal
og félagar hans voru ekki þeir fyrstu sem lögðu til innflutning sauðnauta.
Það gerðu þeir Ársæll Árnason, Þorsteinn Jónsson og Kristján Kristjánsson
en þessir herramenn voru einmitt stofnendur þess merka félags Eiríkur rauði.
Egill og félagar vildu aftur á móti reyna aftur og þá ekki síst í ljósi þess hversu
illa var að fyrri tilraununum staðið!

Þér virðist einkar lagið að fullyrða, og vilja hafa söguna rétta af hverju þá ekki geta þess sem sótti um innflutningsleyfið til alþyngis og fékk það og einnig fór í ferðina með Gottu til Grænlands..Vigfús Sigurðsson... Og meira að segja þessi hugmynd um innflutning má rekja til 1904 og var þar ekki einu sinni Íslendingur á ferð...Og það eru reyndar til eldri heimildir um þessa umræðu....

Árið 1905 sendi landbúnaðarráðunautur Danmerkur Friis að nafni erindi til íslenskra stjórnvalda þar sem hann fór þess á leit að til að bjarga sauðnautum í Norðaustur- Grænlandi frá útrýmingu yrðu sauðnaut flutt til Íslands. Það var hins vegar ekki fyrr en 1929 að Alþingi samþykkti umsókn Vigfús Sigurðssonar um ferð til Norðaustur- Grænlands til að ná í sauðnaut. Þá (árið 1924) voru Norðmenn og Danir búnir að gera með sér samning um að jafnan rétt til veiða á sauðnautum og að þess yrði gætt að ekki væri veitt of mikið. Almenningur í þessum tveim löndum hafði ímigust af þessum veiðum og vonuðust yfirvöld í Danmörku eftir því að takmarka mætti enn veiði á sauðnautum á Norðaustur- Grænlandi. Þrátt fyrir að dönsk yfirvöld væru síður en svo hrifin af fyrirhuguðum veiðiferðum Íslendinga þá voru þeir en hræddari við að Íslendingar leituðu til Norðmanna með aðstoð. Danir samþykktu því ferðina hans Vigfúsar með þeim skilyrðum að sauðnautin yrðu í eigu íslenska ríkisins þegar þau kæmu til landsins. Vélskipið Gotta lagði úr Reykarvíkurhöfn 4.júlí til Grænlands og snéri aftur til Íslands 54 dögum síðar eða 26.ágúst með sjö sauðnautskálfa í farteskinu til þess að ná þessum sjö kálfum þurfti að fella 34 fullorðin dýr. Kálfarnir voru ekki langlífir og drápust flestir innan nokkura vikna fyrir utan eina kvígu sem lifði fram í apríl árið 1931. Sjö kálfar til viðbótar voru keyptir af norskum veiðimönnum í nóvember árið 1930. Þessir kálfar voru líka allir dauðir árið 1931. Talið er að banamein dýrana sem fyrst komu hafi verið smit af bráðapest út sauðfé og sullaveiki. Kálfarnir sem komu í síðara hollinu virtust hafa drepist vegna vannæringar þrátt fyrir góða meðferð.

ebj.
Leiðinlegt þegar þræðir fara út úr upphaflegri umræðu,en það er líka leiðinlegt þegar men geta hluta hér og hafa þær ekki réttar..Það gefur tilefni til að þeir sem voru fremstir í málinu fá amk nafnið sitt með umræðunni...

Skrifað þann 2 October 2013 kl 13:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Ágæti félagi yvesleroux!

Takk fyrir þennan frábæra pistil!
Og takk fyri að leiðrétta þær villur sem ég kann að hafa sett fram.
Mér urðu á þau mistök að treysta Háskóla Íslands sem upplýsingaveitu.
Má ég spyrja, án nokkurs rembings, hvaðan hefur þú þessar ágætu upplýsingar
um þessa merku tilraun sem innfluttningur sauðnauta vissulega var?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson. (611 - 5489)
P.s. Gaman væri ef þú hefðir tíma að við gætum
rætt þessi mál í síma. Ég er ein eyru hvað þetta mál varðar!

Skrifað þann 2 October 2013 kl 20:49

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Snæhérar

Sæll..

Njóttu lesningar um sögu Sauðnauta og Íslandi þó það komi ekki frá H Í....Það er af nógu að taka...

Og textinn sem ég setti inn síðast kom nú bara frá Íslenska Húsdýragarðinum, það var
nú ekki flóknara en það...Þar má lesa ýmislegt...
Hér fyrir neðan má finna lesningu sem meðal annars ég byggði fyrri skrif mín á...

En eins og segir í góðu ljóði Magnus... Og á oft við hér heima á klakanum...

Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá....

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=55560&lang=gl...
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=276901&lang=gl...
http://www.mu.is/frettir/nr/751...
http://is.wikipedia.org/wiki/Sau%C3%B0naut...

Mbkebj...

Skrifað þann 2 October 2013 kl 21:10

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

Ágæti félagi yvesleroux!

Algerlega sammála!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 2 October 2013 kl 21:53

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Snæhérar

nú líkar mér við ykkur tveir snillar að tala ,,, takk fyrir þetta og linkana ,,,bara gott mál.
kv:Kalli lestrarhestur

Skrifað þann 3 October 2013 kl 13:13