Spurning um haglabyssu

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Sæl,

Ég er alger byrjandi í þessu sporti og er núna að skoða kaup á minni fyrstu byssu, hef tvo valkosti sem mér líst báða vel á en kann ekki að meta hvor er betri

Annars vegar Stoeger P-350 camo pumpa með 3 þrengingum á 45þ
og svo Remington 870 Express pumpa á 55þ (kannski 1 þrenging með henni)

Mér sýnist á öllu að verð á þessum byssum báðum sé svipað nýtt en báðar eru vel farnar.

Hvort vopnið eru betri kaup í í þessu tilfelli ?

Tags:
Skrifað þann 16 October 2012 kl 11:44
Sýnir 1 til 20 (Af 21)
20 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Remington er þekktara merki en þessar pumpur eru allar nánast eins...
Getur líka skoðað Mosberg Maverick pumpuna.. Kostar um 40þ og er fínasta pumpa, létt og þægileg og auðvelt að rífa í sundur til að þrífa.

http://www.intersport.is/vorur/veidi/skotveidi/haglabyssur/9889162-...

Skrifað þann 16 October 2012 kl 11:51

Yeti

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Einfalt svar, allt nema svona Stoeger. Þetta eru mistökin frá þeim.

Remminn er traustur. 10 þús kallinn er miklu meira virði í þessu dæmi en hann lúkkar.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 12:32

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Hvernig er stoegerinn mistök, er hann að festa skot eða er miðið lélegt ?

Skrifað þann 16 October 2012 kl 13:12

Jóhann K. Guðmundsson

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég átti svona stoger og var mjög sáttur við hann. Þetta er svoldið gróf byssa sem það eru ekki allir að fíla.

Það er eitt sem ég hef tekið eftir hjá þeim sem eru að byrja nota þessa pumpu, sérstaklega ef þeir eru vanir öðrum pumpum, er að það þarf að renna sleðanum lengra en menn eru vanri. Mín skoðun er sú að þetta sé vegna þess að hún tekur 3.5 tommu skot og því virðist hreyfinginn þurfa að vera lengri en menn eiga von á.

Mín reynsal af þessari byssu var jákvæð en það virðist ekki eiga við um alla.

Hefur þú skoðað eitthvað af notuðu byssunum sem eru til sölu hérna? Flestir sem ég tekki til hafa selt pumpuna sína eftir ár, þe. þegar þeir eru komnir með B-leyfið. Þannig að það er spurning hvort þú viljir hafa hugsamlegt endursöluverð í huga þegar þú velur þér fyrstu byssu.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 13:27

Johann71

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég er einmitt að spá nokkuð í endursöluvirði líka, þ.e ég á semi auto byssu sem ég fæ í hendur eftir að ég fæ B-leyfið.
Er svo sem ekkert endilega viss um að ég myndi selja pumpuna aftur en gott að hafa þann kost.
Veit um einn sem á Stoeger M2000 sem hann er rosalega ánægður með og þess vegna lýst mér ágætlega á þessa p-350 en þekki ekkert til neinna gerða og því lítið vit á hvað er gott og hvað vont. Tek það fram að ég hef sáralitla reynslu af því að skjóta af haglabyssum og því hef ég engan preference í þeim efnum

Eins benti einhver hér á Mossberg Maverick 88 pumpu hjá Intersport sem valkost sem kostar ekki nema 42þ ný. Þekkir einhver til þeirrar byssu ?

Hvað er maður mikið að skjóta 3.5 tommu skotum, þ.e er það eitthvað sem maður myndi sakna einhvern tímann að hafa ekki ?

Skrifað þann 16 October 2012 kl 13:39

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Fæstir skjóta 3.5" skotum svo það er ekki eitthvað sem skiptir máli.
Mossberg er einföld og vel smíðuð og einstaklega hentug í drulluveiði eins og önd, svartfugl oþh.
Þar sem maður getur kippt hlaupinu af og skolað byssuna í næsta læk verði hún skítug.. Það ertu ekki að fara að gera með byssu með viðarskepti eða dýrari pumpurnar.
Svo þrífur maður vel og smyr að veiði lokinni.

Skrifað þann 16 October 2012 kl 14:01

Yeti

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég hef séð of margar Stoeger 350 í vanda með mötun, útdrátt og allskonar vandamál.
Stoeger eru almennt góðar byssur en þessi eina týpa sker sig úr sem afspyrnuléleg, amk. í mínu skotfélagi.
Því miður. Remminn er besta "fjárfestingin".
Ég tala af nokkurri reynslu, enda fundinn upp uppúr miðri síðustu öld...
3,5" skýtur varla nokkur maður, nema til að prufa í fyrstu vikunni eftir að hann kaupir byssuna.

Yi

Skrifað þann 16 October 2012 kl 16:01

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég get svo sem sagt það sama og ég hef gert oft áður. Ég á nú tvær hálfsjálfvirkar Berettur en þar áður átti ég Rem 870. Einu mistökin mín voru að selja hana. Ekki svo að skilja að hún komi í stað Beretta en þetta eru skemmtilegar byssur og ég veiddi ekki minna en aðrir með henni, nema síður sé.
Auk þess er endalaust til af vara- og aukahlutum í þær. Stoeger þekki ég ekki vel, aldrei átt svoleiðis. Geri þó ráð fyrir að Veiðihornið væri ekki að flytja þetta inn ef þetta væri ónýtt dót

Skrifað þann 16 October 2012 kl 18:07

einarinn

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Sjálfur á ég Stoeger p-350 og ég myndi ekki mæla með henni við nokkurn mann. Ég sé eftir að hafa ekki fengið mér Remington 850 þegar ég verslaði mína fyrst byssu. Þegar ég fékk byssuna í hendur var hún biluð þannig að hún læsti ekki skotinu þegar maður hlóð skoti í skothúsið. Ég sendi hana til baka og þetta var lagað. Eftir fyrstu veiðiferðina þá brotnaði sleðaskeptið í tvent og fékk ég nýtt. En svo allar götur síðan festar skot í henni þegar ég ætla að pumpa þeim út. Þá gerist það að maður pumpar alltaf einu heilu skoti út á eftir þessu tóma. Ég er búinn að láta Veiðihornið skoða hana en þetta hefur ekkert lagast.
Ég get ekkert kvartað yfir þjónustunni hjá Veiðihorninu og brugðust þeir snögt og vel við þegar ég kom með hana til þeyrra en þessi pumpa er bara mesti galla gripur.

Skrifað þann 17 October 2012 kl 7:14

GoldenEye

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég keypti mér 870 remma þegar ég tók byssuleyfið. Allar virðast þessar ódýrari pumpur hafa einhvern leiðindar draug í sér. Það sem var að í byrjun var að útdragarinn var gallaður og greip ekki tómu skotin úr hlaupinu. Ég keypti nýjann og var það vandamál úr sögunni. Síðan lenti ég oft í því að hún náði ekki að kasta tóma skotinu út en skaut upp nýju úr magasíninu og allt stíflað, ömurlegt í miðju aksjóni. Ég komst svo að því að það þurfti bara ákveðni við að pumpa. Þetta virðast vera óþjálir gripir sem þarf að liðka til. Ef ég væri að skoða pumpukaup í dagi myndi ég taka benelli supernova eða winchester sxp. Nú eða reyna að verða mér út um gamlan 870 remma eða gamlan remington wingmaster.

Skrifað þann 17 October 2012 kl 8:21

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Sæll Félagi..

Þú kaupir auðvitað ekki Tyrkja-Guddu....
Tekur Remington fram yfir það alla daga vikunnar og 2 á Sunnudögum...

Ég á Remington þrengingar 5 held ég þær voru settar í Ítalska tvíhleypu fyrir mig sem var ekki með lausum þrengingum...Nú ég verð auðvitað að hafa 2 í en þá eru 3 lausar...Þessi byssa er ekki í notkun eða að hún muni nokkurntímann vera það hún er bara skraut enda útskorin í bak og fyrir..

Þessar þrengingar væru hugsanlega hægt að fá frá mér spurning hvaða þrengingu þú ert með fyrir mig skiptir engu hvað er framan á Bettinsoli tvíhleypunni og þá meina ég gömlu Bettinsoli byssunum...

bs.

Skrifað þann 17 October 2012 kl 13:26

OrnJohnson

Svör samtals: 85
Virk(ur) síðan: 1 September 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Remington 870 ber af öllum þessum sem nefndar hafa verið hér.
Þær ( ekki Remingtonarnir), koma í hrúgum til mín og menn voru að spara nokkra 1000kalla.

Auk þess, ef þú villt áreiðanleika þá heldurðu þig við 870 byssuna þó þú fáir B leyfið.
Engin Semi Auto byssa er vandræðafrí.

Örn Johnson.

Skrifað þann 17 October 2012 kl 19:58

rikkigud

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Sæll, þegar ég var að leita mér að pumpu þá datt ég inná eina Mossberg 500A sem er 98 model, borgaði 45þusund fyrir hana og get ekki verið ánægðari, Hefur aldrei klikkað skoti, hleður alltaf næsta skoti inn í hús og ekkert vesen á henni.

Ef ég væri að leita mér að pumpu þá myndi ég leita mér að Mossberg 500A eða Remington 870 en ég myndi bara skoða eldri model af þessum byssum, allavega 870 veit ekki hvort 500A sé fáanleg ný.

Skrifað þann 17 October 2012 kl 20:32

mkane

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Verð að vera sammála GoldenEye. Ég hef verið að heira ''sögur'' um að nýir 870 remmar eigi það til að hafa slatta af vandamálum, En að eldri 870 séu með þeim bestu ef ekki þær bestu pumpur sem til eru. Held að best sé að finna einhverja sem eiga byssurnar sem þig langar í og fá hvað er betra og verra á þeim báðum, og helst fá að prufa. En þó þær kosti mikið meira þá mæli ég einnig með Benelli supernova.

Skrifað þann 18 October 2012 kl 1:40

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Þegar að ég ætlaði að kaupa mína fyrstu pumpu eyddi ég hellings tíma á netinu og skoðaði marga dóma og umfjallanir, komst svo að niðurstöðu og fékk mér Benelli supernova...veit að þetta er með dýrari pumpum sem að maður fær, en hún er þess virði. Hefur aldrei klikkað og ég gæti ekki verið sáttari..þetta er byssa sem ég mun að öllum líkindum aldrei losa mig við smiling

Skrifað þann 18 October 2012 kl 11:51

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Sá eina Winchester 1200 í Vesturröst (notaða) á 35.000
Á eina svona, aldrei klikkað hjá mér, fyrri eiganda, né eigandanum á undan. Mín er komin á fimmtugsaldurinn.

Mæli eindregið með henni, en skoðaðu samt að fá betri skeptispúða, slær smá en annars venst það bara grin

Kv. Árni Vigfús Magnússon

Skrifað þann 20 October 2012 kl 17:37

Fuglinn

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég á Wingmaster ef þú vilt sem er með því besta sem þú færð í pumpum
KEY FEATURES:
Remarkable reliability and durability
The smoothest pump action shotgun on the market
Superior balance, handling and looks
Points, swings and functions better than anything else in its class
The highly polished and richly blued receiver is milled from a solid billet of steel for the ultimate in rugged dependability
A wide array of barrel and choke options make versatility a Wingmaster® hallmark
Twin-action bars for non-binding action
gunnitt@simnet.is

Skrifað þann 2 April 2014 kl 20:21

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Ég á eina svona tyrkneska og er hún ekkert að klikka, búið er að pissa á hana, skola í skýtugum læk, keyra yfir á 3,5 tonna trukki, eitthvað brotnaði inní henni og datt úr en kemur ekki að sök.
Mæli hiklaust með henni í slarkið eins og svartfugl en hún er notuð í þann veiðiskap og áður en hún fer með mér úða ég yfir og inní hana WD 40 og svo þegar heim er komið fer hún í heitt bað og smurningu eftir það.

Skrifað þann 3 April 2014 kl 8:04

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Spurning um haglabyssu

Af pumpum þá remmi eða Benni.
Sennilega frekar Remminn verðsinns vegna.
Fullt af lögguliði notar þær til að opna hurðar. Klikka lítið og getur selt þær aftur.

Hinnsvegar, þú segist stefna á semi.
Af hverju ekki skoða hvað þú rekst á notað í undir/yfir?
Tvíhleypa er klassík.
Flestir okkar sem skjótum mikið notum semi en eigum líka tvíhleypu.
Fæstir halda pumpunum sínum.

E

Skrifað þann 3 April 2014 kl 9:08
« Previous12Next »