creative
Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
sælir getur einhver sagt mér meðal stærð á veiðanlegum gæsum
ég er að æfa mig í mill-dot fjarlægðarmælingu og er að fara á gæs á morgun væri gaman að geta ákvarðað
fjarlægðir á staðnum
kveðja Elfar loga
Tags:
Skrifað þann 25 August 2012 kl 13:59
|
6 Svör
|
bank
Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stærð á gæsum
Sæll,
standandi og með hausinn á lofti eru þær á bilinu 50-60 cm.
Hef ekki mælt nákvæmlega.
Kv.Ólafur
Skrifað þann 25 August 2012 kl 19:13
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Stærð á gæsum
Ætli venjuleg grágæs sé ekki þetta 3-4kg og ca 80cm á lengd heiðargæsin nokkuð léttari og nettari.
í Guðsguðanna bænum taktu bara ekki feil á gæs og kollu, fyrir okkur kollubændur er það Guðlast. Ég hef séð menn með 30 ára skotreynslu klikka á þessu í rökkrinu
Skrifað þann 25 August 2012 kl 19:21
|
Sveinn 6,5x55
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stærð á gæsum
Mér skilst að æðarfuglinn sé fyrirtaks matur og það kemur ágætis dúnn frá kína.
Er ekki kominn tími á að fara hleypa byssuóðum mönnum í stærsta andastofn á íslandi??
Skrifað þann 26 August 2012 kl 13:13
|
admin
Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012
|
Re: Stærð á gæsum
Hvernig er það Sveinn, hefurðu séð aðfarirnar við að plokka dúninn beint af fuglinum eins og það er gert í Kína? Þau vinnubrögð flokkast ekki beint undir mannúðlega meðferð á dýrum. Auk þess er enn til fólk sem hefur lifibrauð af æðardúnstekju þótt í mínu tilfelli sé það meira búbót en lifibrauð. Mæli með að þú talir varlega þegar vitneskjan um málefnið er ekki meiri en raun ber vitni.
Skrifað þann 26 August 2012 kl 13:57
|
Gisminn
Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stærð á gæsum
Sæll ég hef notað þetta viðmið að frá bringu og aftur að stélenda eru 30cm og það er líka mjög þæginleg reiknings eining fyrir mildotið
gangi þér vel
Kveðja ÞH
Skrifað þann 26 August 2012 kl 23:51
|
hanagal
Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stærð á gæsum
Sælir
varðandi æðarfuglinn, þá er vissulega satt að þetta er prýðismatur og stærsti stofn andfugla á íslandi. Bændur margir hverjir njóta góðs af æðarfuglinum, og tel ég það bara fínasta mál.
Hins vegar tel ég að æðarfugls-veiðar yrðu ekki það krefjandi, miðað við hversu spök hún er, og hvurstu lengi hún er að koma sér í flug. Ekki verðugur andstæðingur. Sama má segja um teistuna, hana mætti friða fyrir mér...
Skrifað þann 27 August 2012 kl 0:31
|