Staðir fyrir rjúpu

Andri35

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 24 October 2012

Jæja ég er að leita mér að smá leiðbeiningum núna vill svo til að ég var að taka veiðiprófið í dag og var að vonast til að komast á rjúpu núna einhverja af helgunun sem það er í boði, vandinn er bara sá að ég er ekki alveg viss hvert skal halda einhver hérna sem getur gefið mér einhverja vísbendingu um það eða hvar sé hægt að komast að því.

Með fyrirframm þökkum Andri Snær

Tags:
Skrifað þann 24 October 2012 kl 1:30
Sýnir 1 til 18 (Af 18)
17 Svör

durtur

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

hvar ertu á landinu?

Skrifað þann 24 October 2012 kl 5:09

Andri35

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 24 October 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Höfuðborgarsvæðinu

Skrifað þann 24 October 2012 kl 6:00

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Brattabrekka og Holtavörðuheiðin eru vinsælir staðir, reyndar mjög vinsælir. Þegar ég fer þangað þá labba ég upp í hæðina í myrkri ogt kominn á minn stað hvar svo sem hann nú er í það og það skiptið í birtingu

Skrifað þann 24 October 2012 kl 11:24

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Brattabrekka er fínn staður,en það eru viss svæði þar sem má ekki fara á,sökum þess að það er eignarland. Held að þegar komið er upp bröttubrekku frá reykjavík,þá sé það vinstra megin við veginn sem megi skjóta án þess að spyrja hvorki kóng né prest. Holtavörðuheiðin er stórt svæði og mikið hægt að rölta þar um.

Skrifað þann 24 October 2012 kl 12:04

Cowri

Svör samtals: 148
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Varðandi Holtvörðuheiðina, er ekki einhver slóði sem liggur vestan megin við Tröllakirkju?

Skrifað þann 24 October 2012 kl 12:15

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Þekki ekki holtavörðuheiðina nógu vel,en væri samt gaman að rölta um og prufa að ná í nokkra fugla. Er að vinna um helgina,en helgin eftir er góð,er í fríi þá. Erum 2 sem veiðum saman,en alltaf gaman að fleirri fara saman smiling

Skrifað þann 24 October 2012 kl 12:21

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Þeir sem eru byrjendur á Holtavörðuheiðinni. Jú það er smá slóði þarna en annað, mér hefur aldrei gefist vel að rölta um á "láglendinu" Fjallið hefur alltaf gefið betur en það er jú þónokkuð labb. Ef aðrir hafa aðra sögu að segja væri gaman að heyra það.

Skrifað þann 24 October 2012 kl 16:39

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Svæðið í kringum Skjaldbreið er líka almenningur og ekki mjög langt að fara. En vel sótt líka.

Skrifað þann 24 October 2012 kl 17:27

HSG11

Svör samtals: 32
Virk(ur) síðan: 11 September 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Lyngdalsheiðin/skjaldbreið eru eins og Iraq fyrsta daginn í rjúpu. Gaf lítið sem ekkert í fyrra, en þarna fara alveg mjööög margir.

Skrifað þann 24 October 2012 kl 18:24

Eiðuraev

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

afrétturinn inn af hítardal í borgarfirði er líka góður staður

Skrifað þann 24 October 2012 kl 18:37

Andri35

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 24 October 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Takk kærlega fyrir hjálpina

Skrifað þann 25 October 2012 kl 4:38

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Vá, það virðist vera að veiði menn séu tilbúnir að gefa upplýsingar um veiðilendur allt í einu núna. Frábært það !!!

Norður hluti Hvalfells.
Einhver hluti Akrafjalls, minnir að það sé austari hlutinn en ætla ekki að sverja fyrir það.
Svo er Botnsheiði
og ef þú vilt fara suðurlandið þá eru Eimstrurnar fyrir norðan Markarfljót
Fjallabak, norðan megin við Heklu

Þetta er svona þau svæði sem ég hef heyrt talað um.
Ég sjálfur ætla að reyna að prufa eitthvað af þessum svæðum í næsta mánuði.

Gangi ykkur vel

Skrifað þann 25 October 2012 kl 10:14

durtur

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

sæll Andri35

sé að þú ert búinn að fá einhverja staði til að þvælast á. ég er norðlendingur en bý í garðabæ og keyri alltaf norður til að veiða.nenni ekki þessari geðveiki hérna á suðurlandinu. Eyjafjörður og 150km til austurs og vesturs eru staðir sem ég veiði á. ég veiði eingöngu í kjarri sem er margfalt skemmtilegra en á heiðum og sléttlendi. það eru líka nokkrir staðir fyrir norðan sem þarf að greiði fyrir daginn, ég persónulega er ánægður með það fyrirkomulag að hafa stjórn á því svæði sem maður er á.

ef þú ert á leið norður mailaðu þá á mig og ég skal gefa þér upp skemmtilega staði sem hafa gefið mér vel í matinn í gegnum árin. ef þú ert á breyttum bíl þá eru möguleikarnir miklir að komast í næði fyrir norðan. eins og staðan er samt núna held ég að það sé ekki kominn neinn snjór að ráði niður í kjarr.

kv ossurw@e4.is

Skrifað þann 25 October 2012 kl 14:00

ssigurdarson

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Svo má benda á kort óbyggðanefndar um þjóðlendur
http://obyggdanefnd.is/urskurdir/...

og skýringarnar hjá Skotvis.is
http://skotvis.is/index.php?option=com_content&view=article&id=810:...

og svæði hjá UST sem vert er að kynna sér vegna sumarstaðar bannað að veiða
http://ust.is/einstaklingar/nattura/fridlyst-svaedi/...

Skrifað þann 25 October 2012 kl 14:18

gsh

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Botnsheiði er eignaland eign Stóra Botns og Llitla Botns megnið af Akrafjalli er eignaland

Skrifað þann 25 October 2012 kl 19:32

Svartbakur

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

Til hamingju með réttindin! Það hafa komið margar fínar ábendingar hér og við þetta má bæta Langavatnsdalnum. Borgarhraunseggjarnar hafa oft gefið ágætlega og svæðið upp af Borgarhrauni í Langavatnsdalnum. Sérð hvar þetta er hér:http://atlas.lmi.is/kortasja/?x=371526.6734589555&y=484883.87058039... Ferð upp hjá Svignaskarði til að komast að Langavatninu og þú gætir þess að keyra inn að vatni, fjallið sem farið er yfir fyrst er einkaland.

Kveðja,

Jóhannes

Skrifað þann 26 October 2012 kl 11:34

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Staðir fyrir rjúpu

@GSH

Takk fyrir að koma með þessar upplýsingar, ég stend leiðréttur með Botnsheiðina. Ég hafði samband við lögregluna á Akranesi og hann benti mér á hana.

Kv. Árni Vigfús Magnússon

Skrifað þann 27 October 2012 kl 9:50