byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
loksins er Stillerinn minn tilbúinn eins og hann á að vera, búið að taka ár frá því að íhlutir voru pantaðir þar til að hann var tilbúinn.
Stiller Predator vinstri handar, GRS Long Range vinstri handar, Timney gikkur stilltur í 4oz, Nightforce NSX 5.5-22 með high speed og zero stop, Bostrom tuner, cal .308.
nú vantar bara millistykki fyrir rail svo ég geti fest tvífótinn, eða plötu fyrir rest...
Tags:
Skrifað þann 13 January 2013 kl 20:08
|
17 Svör
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Sæll Daníel..
Stílhrein og flott byssa sem og hleðsluaðstaðan hjá þér.
Til hamingju með gripinn..
kvbj.
Skrifað þann 13 January 2013 kl 20:28
|
guffi
Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
hrikalega fallegur riffill og það verður gaman að sjá hverju han skilar þér
Skrifað þann 13 January 2013 kl 21:40
|
Bettinsoli
Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
fallegur gripur. Og flott aðstaða. Fyrir þau sem ekki vita: hvað er tuner á rifflum?
Skrifað þann 13 January 2013 kl 21:55
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
tuner er í raun stillanleg ró framan á hlaupinu sem færir þyngdina framar eftir því sem henni er snúið meira.. tilgangurinn er að finna rétta stillingu á rónni þannig að þegar kúlan kemur út úr hlaupinu þá er hlaup endinn kyrr, en við að hleypa af þá myndast sveifla í hlaupinu sem fer frá lás að hlaup enda og til baka, þyngd hlaupsins ræður miklu um hraða sveiflunnar og örlítil breyting á stillingu á tuner getur haft gríðarleg áhrif á nákvæmnina.
Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:03
|
JGK
Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
er þá eitthvað gagn að hafa tuner á flútuðu hlaupi?
Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:11
|
Bettinsoli
Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
ok, takk fyrir svarið.
Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:11
|
OskarA
Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 13 January 2013
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Glæsilegt verkfæri, til lukku.
Þarftu að lækka kinnpúðann til að taka boltann úr?
Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:18
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
breytir engu þó hlaupið sé flútað, það er áfram sveifla í því sem tunerinn getur minnkað.. bara ekki sama stilling og væri á hlaupinu óflútuðu.
boltinn rétt sleppur úr með kinnpúðann uppi, vel hannað skepti hjá GRS.
Skrifað þann 13 January 2013 kl 22:21
|
Gísli Snæ
Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Glæsilegur riffill Daníel. Er með samskonar skefti og ég gæti ekki verið sáttari við það. Monopod er bara málið.
Veistu hvort að það má nota monopod í keppnum eins og Áramótinu?
Skrifað þann 14 January 2013 kl 7:33
|
KRA
Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Flottur riffill. Til hamingju me hann.
Og má líka bæta við varðandi kinnarpúðann. Það er svo auðvelt að takann af, tekur eina sek.
Á skeftinu hans Daníels má sjá tvo hnappa á vinstri hliðinni. Maður einfaldlega ýtir hnappnum inn til að hækka eða lækka kinnarpúðann eða kippa honum uppúr. snildar hönnun.
Skrifað þann 14 January 2013 kl 10:00
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
í Áramótinu er allt leyft en í mótum þar sem skjóta á án bakstuðnings verðum við að vera með hann uppi.
ætla einmitt að fara næstu helgi með minn að prófa og sjá hvernig monopodinn virkar.
Skrifað þann 14 January 2013 kl 10:01
|
E.Har
Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Glæsilegur riffill snirtileg hleðsluaðstaða
Til lukku.
E.Har
Skrifað þann 14 January 2013 kl 11:49
|
Hurdarbak
Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Já.... Ég verð nú að segja að þetta er nokkuð gott miðað við afreksmann af þessu caliberi, en þessi ró þarna, það er eitthvað sem mér líst ekki á....
kv hr...
Skrifað þann 15 January 2013 kl 21:46
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
hún er umdeild róin.. sumir segja að hún virki og aðrir ekki.. ég ætla ekki að dæma hana sjálfur heldur prófa hana og láta hana dæma sig sjálfa..
Skrifað þann 15 January 2013 kl 22:54
|
Hurdarbak
Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
Jú.... DanSig.... En það sem þú ert að reyna að höndla var ég að kenna hér fyrir nokkrum misserum síðan... Þar sem höggbylgjan af sprenginunni í hylkinu ferðast á 18000 fps, fram og til baka eftir málminum, er best að tíðni höggsns sé annað hvort við hlaupenta eða við lás þegar kúla yfirgefur.... En eins og ég held, að tíðnin eigi að vera við við lásinn og kúlan við hlaupendann má finna út með hleðslum... En þetta sem og annað er breytilegt eftir hitastigi og annara umhverfisþátta.....
kv hr sem heldur að róin sé ekki nema 60 grömm sem er of lítið....
Ps. Það væri tær snilld að geta ráðið þessu sjálfur með svona apparati.....En Þarna eru myndir úr minni kompu, og er hún ógeðsleg....
Pps... Hentir þú þvottavélinni.......? Eða sefur þú í þvottahúsinu....?
Skrifað þann 15 January 2013 kl 23:31
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
ég bætti bara við hebergi undir áhugamálið.. er enn með þvottahúsið til að hreinsa hylki og aðra subbuvinnu en tók tölvuhornið mitt og breytti því í hleðslu aðstöðu.
tunerinn sem ég er með er 170gr og það er rétt hjá þér að hægt er að finna þetta út með hleðslu, en það kostar mun meiri peninga að skjóta því öllu, nóg er að vera með ágætis hleðslu og snúa tunernum nokkra millimetra til að finna rétta punktin, tekur sjaldnast meira en 20-30 skot.
Skrifað þann 16 January 2013 kl 8:52
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Stillerinn tilbúinn
var að koma úr Keflavík þar sem ég prófaði Stillerinn á lengri færum..
hann var að agga .386 á 100m sem mér fanst frekar mikið miðað við hvað gamli 6BR var að gera en kannski eðlilegt..
þegar ég var kominn í 300m og þar yfir fór hann loksins að sýna hvað hann getur.
var rétt undir .5" á 200m, rétt yfir .5" á 300m og svo .78" á 400m svo hann virðist vera að ná hlutfallslegra meiri nákvæmni eftir 200m en á 0-200m
en var reyndar með riffilinn í McMillan skepti og resti til að ná þessu...
Skrifað þann 21 January 2013 kl 16:43
|