Stoeger vs Baikal 153 hálfsjálfvirkar

Shotgun

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Var að spá í þessum byssum og ódýrum hálfsjálfvirkum. Með hvorri mælið þið? Og afhverju ?
Allar hálfsjálfvirkar Stoeger koma til greina

Tags:
Skrifað þann 16 January 2013 kl 13:52
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

honda

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stoeger vs Baikal 153 hálfsjálfvirkar

ég á eina stoeger 2000 ég keypti hana fyrir 3 árum og er búinn að skjóta helling úr henni.
hún hefur aldrei klikkað og nær alltaf að skipta sér 28gr+ ég hef prófað 24gramma þá skiptir hún sér í ca 90% tilfella það er mjög einfalt og fljótlegt að taka hana í sundur og þrífa sérstaklega þar sem hún er bakslagsskipt. Ég hef ekki prófað baikal en þekki mann sem á hálfsjálfvirka baikal hann er mjög ánægður með hana hún hefur aldrei klikkað.
þetta eru góðar byssur miðað við verð það er hægt að fá betri en þær kosta mun meira.

Skrifað þann 16 January 2013 kl 14:48

Jóhann K. Guðmundsson

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stoeger vs Baikal 153 hálfsjálfvirkar

Ég á stoger M2000 og hef verið mjög sáttur með hana í nærri 3 ár.

Ég nota hana m.a. á leirdúfu og þá með 24gr. skotum.
Það hefur komið fyrir að hún hafi ekki skipt þeim en það hefur þá verið vegna þess að hún var lítið smurð.

Ég lenti í því í haust í fyrsta skiptið að hún sprengdi ekki skot. Ég reif boltan í sundur og hreinsaði. Hún hefur ekki klikkað síðan.

tl;dr. Fín byssa fyrir þennan pening, ef þú tímir að borga 300þús fyrir haglabyssu fáður þér þá 3 stogera ;)

Skrifað þann 16 January 2013 kl 15:48

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stoeger vs Baikal 153 hálfsjálfvirkar

Hef ekkert á móti stoger en ég tæki baikalinn með viðarskeptum sjálfur hef ekki átt stoger né 153 en átt 2 baikal byssur og báðar mjög traustar.
3 af mínum vinum eiga stoger og hafa 2 ad þeim lent í að pinninn sprengi ekki hvellettuna og kannski var það umhirðu að kenna ég veit ekkert um það.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 16 January 2013 kl 16:56

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Stoeger vs Baikal 153 hálfsjálfvirkar

Fáðu að máta báðar byssurnar og taktu þá sem hentar þínum vexti betur. Ef báðar eru jafngóðar tæki ég Baikalinn. Hef samt heyrt ágætlega látið af Stoeger og umboðs/söluaðilinn gerir vel við sitt fólk ef eitthvað bjátar á

Skrifað þann 17 January 2013 kl 11:19

Flecktarn

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Stoeger vs Baikal 153 hálfsjálfvirkar

Það hafa verið nokkuð margar og góðar umræður á þessum vef um samanburð á akkúrat þessum byssum. Ég spáði heilmikið í þeim báðum áður en ég ákvað að taka Baikalinn. Sé alls ekki eftir því. smiling

Ég hef haft það fyrir venju í þessum umræðum að vekja athygli á myndbandinu sem réði miklu um það að ég sló til og skellti mér á Baikalinn:http://www.youtube.com/watch?v=qt1QV3DFUrQ...

kv. Valdimar

Skrifað þann 18 January 2013 kl 15:49