Sóun á veiðikortasjóði

Boggi Tona

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Nú var verið að úthluta úr veiðikortasjóði og enn einu sinni er mest af peningunum sóað í "svokallaðar" rjúpnarannsóknir og það 11,5 milljónum af 29 !! hvernig væri að hætta þessu rugli sem er búið að standa núna í mörg ár án þess að nokkuð hafi komið út úr því annað en að Ólafur Karl Níelssen hafi haft góð laun fyrir að því er virðist ekki neitt !!!
Mikið nær væri að nota þessa peninga til að borga fyrir skotna refi þá myndu menn skjóta meira af þeim og eitt veit ég um dauðan ref hann étur ekki rjúpu það er klárt.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/03/21/29_milljonum_uthlutad_...

Tags:
Skrifað þann 21 March 2013 kl 20:34
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Svona svona Boggi minn.
Þessir fræðimenn hittast allir fyrir norðan og bera saman bækur sínar og éta rjúpurnar sem skotnar eru í tilraunaskyni. Árleg veisla í mývatnssveit og þeir sem eru að skjóta fyrir þá, fá sumir rjúpur fyrri sig í jólamatinnangry dagsatt. Þessvegna kemur aldrei nein niðursstaða þar sem tilraunadýrin eru öll étinn..

Skrifað þann 21 March 2013 kl 20:47

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

...já þetta er stórmerkilegt... ef það væri borgað einhverjum þúsundköllum meira fyrir skottið myndi það skila nokkur þúsund fleiri rebbum til byggða.. það væri hugmynd að telja rjúpuna eftir nokkur þannig ár...

vona þó að það komi eitthvað útur þessum sníkjudýrarannsóknum í rjúpunni.. það gæti verið skæður fjandi.

kv.hnulli

Skrifað þann 21 March 2013 kl 20:51

Lundakall

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Sælir félagar
Það er nú ekki von að það komi mikið út úr sníkjudýrarannsóknum varðandi rjúpuna.

Helstu sníkjudýrin eru Ólafur K. Nielsen og hans lið, búnir að fá skrilljónir úr veiðikortasjóði mörg undanfarin ár. Þeir fara varla að setja sig á blað í þessu, þá gæti peningadælan stoppað.

Hvað hafa þeir svo verið að gera? Hvernig hafa þeir unnið? Hvaða þættir hafa verið rannsakaðir og hvers vegna? Til hvaða þekkingar hefur þetta leitt? Hvar er skýrslan um það sem gert hefur verið?

Það er sko hægt að spyrja um margt!!!
Aðalatriðið finnst mér vera að þeir sem fá styrk úr veiðikortasjóði eru að vinna fyrir peningana okkar, já okkar veiðimanna, og þeir eiga að skila skýrslu um það sem þeir eru að gera. Það væri t.d. hægt á vef UST þar sem þetta er öllum aðgengilegt. Síðan finnst mér að við gætum kommentað á störf viðkomandi þegar við skilum veiðiskýrslunni.

Semsagt: Engin skýrsla = Engir peningar. Eða t.d. Léleg vinna og lítill árangur = Engir peningar

Peningaúthlutanir úr veiðikortasjóði þurfa að vera markvissari og allt uppi á borðinu!!!

Með kveðju,
Lundakall

Skrifað þann 22 March 2013 kl 0:53

odinn_logi

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

ef þú hefur 30 beljur í fjósi og tekur kálfana þá fækkar ekki beljonum sagði einn fuglafræðingur sem ég þekki smiling

Skrifað þann 22 March 2013 kl 1:54

Raggi_Reykdal

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Ég trúi þessu varla, hvað eru eiginlega komnar margar miljónir í rjúpnarannsóknir úr veiðikortasjóði í allt.
Ég get svarað þessu sjálfur.
Það er þrískipt framlagið í Rjúpuna þetta árið samtals 13.340.000 kr.

Árið 95” 4.500.000
Árið 96” 5.000.000
Árið 97” Vantar tölur.
Árið 98” 4.000.000
Árið 99” 4.600.000
Árið 00” 6.600.000
Árið 01” 6.500.000
Árið 02” 6.500.000
Árið 03” 12.000.000
Árið 04” 9.000.000
Árið 05” 6.600.000
Árið 06” 6.600.000
Árið 07” 12.900.000
Árið 08” 5.500.000
Árið 09” 16.000.000

Eftir árið 2009 er reynt að flækja tölurnar með öðruvísi framsetningu til þess að villa um fyrir þeim sem vilja vita eitthvað um framlagið úr veiðikortasjóði.
Árið 10” 6.200.000
Árið 11” í tvískiptum framlögum 11.090.000
Og nú síðast 13.340.000.

Samtals er þetta 136.930.000 miljónir.

Er einhver fugl merkilegri en annar.

Er ekki tími til þess að finna annan vísindamann til þess að rannsaka rjúpuna fyrst hún er komin á föst fjárlög úr veiðikortasjóði?
Það kemur ekkert út úr vinnu Óla nema að nú vitum við að einhver snýkjudýr eru í Rjúpuni. Kanski fattar hann að rjúpan verður hvít á veturnar ef hann heldur áfram að fá framlög úr veiðikortasjóði.
Hvaða liðleskjur eru í úthlutunarnefnindini
Ég er verulega pirraður núna.
Ætlar þetta engann enda að taka?
Kv. Ragnar.

Skrifað þann 22 March 2013 kl 2:48

nitro magnum

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Ég gæti ekki vera meira sammála síðustu ræðumönnum um þessar "rjúpnarannsóknir"!

Er virkilega búið að eyða tæpum 137 milljónum og fræðimennirnir eru búnir að finna það út að það eru sníkjudýr á rjúpum, þær hafa vængi og geta flogið á milli landshluta og jafnvel landa (sbr. grænlensku rjúpurnar), einnig er búið að finna það út að íslenskar rjúpur drepast af ýmsum orsökum langt fyrir aldur fram!

Ég hefði viljað menn gætu áttað sig betur á dánarorsökunum , minnir að gerð hafi verið tilraun á friðaða svæðinu í kringum höfuðborgarsvæðið og þar drápust held ég allar rjúpurnar sem merktar voru með senditækjum mjög fljótlega, og þar var allskonar vargur aðalskaðvaldurinn!

Eru umhverfisráðuneytið og "vísindamennirnir" einfaldlega ekki að senda okkur veiðimönnum þau skilaboð að rjúpnastofninn "eigi að fá njóta vafans".

Það er sem sagt með öðrum orðum betra að fóðra varginn með rjúpum heldur en að íslendingar fái að éta rjúpur á jólunum. Það er a.m.k. mín tilfinning að þessar rjúpur sem ekki eru skotnar lendi að stórum hluta í klónum á ört stækkandi refastofni.

Ég hefði viljað veita meira fjármagni í refaveiðar og draga stórlega úr þessum "rjúpnarannsóknum" sem engu skila nema einhverjum fáranlegum aðgerðum eins og styttingu rjúpnaveiðitímans

. Það vill svo einkennilega til að rjúpnastofninn er í góðu jafnvægi í vissum landshlutum á Íslandi!
Þetta byggi ég einfaldlega á reynslu minni sem veiðimaður á sömu veiðisvæðum síðustu 17 ár!

Orsakir fyrir slakri rjúpnaveiði má yfirleitt rekja til slakra veðurfarslega skilyrða frekar en að fuglinn vanti. Einnig held ég að þekking á rjúpnaveiðum hafi einfaldlega glatast milli kynslóða og stór hluti íslenskra skotveiðimanna kunni einfaldlega ekki að finna rjúpur við erfið skilyrði!


Ætli það endi ekki með því að íslenski veiðimenn flytji til fyrirheitna landsins Noregs til þess að fá að stunda rjúpnaveiðar þar sem innfæddir fá að njóta mun lengri veiðitíma og ekki þröngvað til að stunda veiðar á fyrirfram ákveðnum dögum þegar allra veðra er von eins og sannaðist t.d. síðasta haust.

Með von um ráðherraskipti í ráðuneytinu sem öllu stjórnar í veiðimálum sem fyrst!

Kveðja, einn verulega pirraður utan af landi.

Skrifað þann 22 March 2013 kl 3:57

Boggi Tona

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

136 millur deilt með segjum 10.000 á hvern ref svona svo það svari kostnaði að skjóta þá gera 13.600 stykki á þessum árum og segjum að hver nái að éta bara 10 rjúpur á ári þá erum við að tala um 136.000 rjúpur.
Ef bara helmingurinn af þessum peningum hefði verið notaður í að borga fyrir ref þá eru það 68.000 rjúpur sem hefðu kannski komist á legg.
Ég held að það myndi nú skila meiru fyrir rjúpnastofninn en þessar endalausu andskotans rannsóknir sem engu hafa skilað hvorki fyrir stofninn eða okkur veiðimenn.
það er svona spurning hvort að við veiðimenn ættum ekki að taka höndum saman og þrýsta á þá sem stjórna þessum úthlutunum um að setja peninga í eitthvað sem gætu skilað einhverju til verndar stofninum í stað þess að sóa þeim til þess eins að borga laun fyrir mann sem engu skilar.

Skrifað þann 22 March 2013 kl 10:52

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Þetta er nú bara einfalt mál, það fer ekki króna í einhverjar rannsóknir, ef menn halda það, þetta er bara rekstarfé fyrir Náttúrufræðistofnun Íslands, sem er skömm að .

Skrifað þann 22 March 2013 kl 10:57

Raggi_Reykdal

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Ég var að fá Veiðidagbókina fyrir 2013 þá sé ég að það vantaði framlagið fyrir 2012 hér að ofan.
Í tveimur greiðslum fyrir Rjúpnarannsóknir samtals 10.760.000.
Þarna er upphæðin orðin 147.690.000 kr.
RR

Skrifað þann 22 March 2013 kl 15:24

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Ágætu félagar!

Úff!!
þetta eru ótrúlegar tölur...svo vægt sé til orða tekið!!!!
Ég get vel skilið gremju ykkar ágætu skotveiðimenn!!!!
Ég hélt að við laxveiðimenn værum í vondum málum
hvað varðar Veiðimálastofnun.... langt því frá!!
Hvað getum við gert?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:30

Lundakall

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Magnús spyr: Hvað getum við gert?

Einasta lausnin er að styrkþegar skili skýrslu um hvernig þeir vinna.
Hvað var gert og hver er árangurinn.

Svo getum við sem peningarnir koma frá gefið okkar álit á framkvæmdinni.
Það ræður svo því hvort viðkomandi er hæfur til að fá styrk aftur.

Með kveðju,
Lundakall

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:47

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Ágæti Lundakall!

Þetta finnst mér skynsamleg nálgun!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 March 2013 kl 20:54

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Það er nú alkunn staðreynd að ég er mikið að fækka ref og vil að honum fækki mikið meir ég áættlaði stofnin í pistli sem ég gerði um 13000 dýr en samkvæmt Ester er hann 15000 dýr en hvað um það þó ég vilji fækkun vil ég engar öfgar og útrýmingu eða svoleiði en hún minntist á að refurinn færi ekki útaf svæðinu sínu nbema í litlu mæli og studdi það með bráðsmitandi kláðamaur sem fyndist ekki utan svæðis nema í litlu magni en ég spyr á móti hve mikið var það kannað? en ég skelli ekki "skolla" eyrum við svona upplýsingum og það er rétt að ef Ester var hafnað af sjóðnum á ráðherra ekkert með það að breyta því.
En aftur að grunninum ég er samt pínu forvitin hvernig standa á að rannsóknum á fæðuvali refa að vetri,
Skjóta ref við æti og gefa út að refurinn borðar það æti ?
Eða veiða í gildrur? Eða ljósálfa ?
En ég met samt þá viðleitan að reyna að upplýsa fæðuval rebba að vetri þar yrði mörgum álitaspurnigum svarað að nokkru leiti og hægt að bregðast við því en það nerður að vera hlutlaus aðili eða aðilar hvorki með veiðum né móti bara staðreynd um fæðuvalið.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 23 March 2013 kl 18:41

baldur80

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Sælir og blessaðir,

Ég er óskup einfaldlega að velta fyrir mér hvar við getum feingið að sjá afrekstur þessara rannsókna sem ust. er að setja peninga í.
ég get hvergi séð skýrslur né annað sem ætti að vera til staðar vegna rannsókna.

Skrifað þann 24 March 2013 kl 16:21

baldur80

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

og síðan það sem mér fynst skrítið við rjúpna rannsónir.

Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 1.100.000 til verkefnisins: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi.

Náttúrufræðistofnun Íslands, krónur 10.000.000 til verkefnisins: Vöktun rjúpnastofnsins og afrán fálka á rjúpu.

Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, krónur 2.240.000 til verkefnisins: Stofnlíkan fyrir rjúpu.

Skrifað þann 24 March 2013 kl 16:24

Herbert

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Sælir.
'Eg sat í úthlutunarnefnd ásamt fulltrúa skotví og fl. Þar var ákveðið að skera af umsókn vegna vöktunar á rjúpu. Annað bull verkefni er hvað eru refirnir að éta, það var skorið niður í 0. Hversvegna kalla ég þetta bull , það er ekki um svo margt að ræða í þeim efnum og vitað hvað það er, sé um einstakar undantekningar að ræða þá skipta þær ekki nokkru máli. Það er skemmst frá því að segja að ráðherra hafði tillögur okkar að engu, Og 'Oli og Ester fengu sína framfærslu. Ég er stundum að velta fyrir mér hvenær þessi Ester varð sérfræðingur hvað refinn varðar, lýffræðingur í doctorsnámi í atferli músa að ég veit best.
kv snorri

Skrifað þann 24 March 2013 kl 23:02

K-pax

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Þetta er með ólíkindum, þetta rugl. Manni dettur helst í hug að hætta að borga veiðikortagjaldið, ef allir gerðu það væri ekki hægt að útdeila peningum sem ekki eru til. Rekstarkostnaður vegna veiðikortakerfisins er að mínu mati líka allt of hár.
Legg til að Skotvís hvetji menn til að hunsa þetta kerfi meðan þessi vitleysa á sér stað.
Það er ekki nema eðlilegt að skotveiðimenn geri kröfu um að maðurinn (Ólafur K.) birti eitthvað af viti eftir að vera búinn að rannsaka rjúpuna fyrir tæpar 150 milljónir.
Það er ekki hægt að horfa upp á þetta lengur.
kv.K

Skrifað þann 25 March 2013 kl 1:30

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Jú.... Friðum Rjúpu í fimm ár og sjáum svo til..... Ha...Refur... Nei það er minkurinn sem er mesti skaðvaldurinn... Útrýmum honum og þá er nóg af fugli fyrir alla.... Gleymum ekki því að refurinn var hér á undan okkur í nokkur þúsund ár.... Og einhvernveginn er rjúpa hér enn þrátt fyrir að við séum nánast nýbyrjaðir að veiða þennann fugl... Jú minnkurinn er að eiðileggja allt fugla og ferskvatnslíf, það er ekki langt síðan minkur kom til landsins eða um 1931 og að mínu mati hafa stofnar ýmisa fugla og fiska látið undan nærveru hanns..... Setjum þungann á minkinn næstu 10 ár..... Og það er í raun skylda ríkisins að þrífa upp eftir sig..... Það var vor ríkisstjórn sem hleypti þessum fjanda inn í landið.... En er það svo að ábyrgð ríkis og alþingis sé ekki háð ábirgð ríkisstjórnar í hvert sinn og á hverjum tíma, það skírir heilmikið í dag.....

kv hr Sem þarf núna að sakast við löngu farna ráðerra í gegnum miðil.....

Viðhengi:

Skrifað þann 25 March 2013 kl 20:50

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Sóun á veiðikortasjóði

Sælir piltar, það fór þó aldrei svo að ég yrði ekki sammála hurðarbakinu á minni lífstíð...
Einhverju sinni sendi ég inn skýrslur til einhverra minka rannsókna og sá aldrei neitt
eftir það.
kveðja siggi

Skrifað þann 26 March 2013 kl 8:26
« Previous12Next »