Vantar hjálp með gönguskó

gumval

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 24 September 2015

Er að spá með gönguskó, veit einhver hvernig þessir eru eða ætti maður bara að kaupa ser Scarpa skó ?

http://www.ellingsen.is/vorur/skor/herrar/gonguskor---hair/viking-s...

Tags:
Skrifað þann 25 September 2015 kl 8:12
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

lexi

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 4 September 2013

Re: Vantar hjálp með gönguskó

Konan mín á þessa(kvenna týpuna) og er búin að nota þá eins og andskotinn núna í 2 ár, allar fjallgöngur/rjúpna-/andaveiðitúra. Hún er rosalega ánægð með þá. Gúmmíið er ennþá mjög gott og þeir halda vatni fullkomnlega. Eini ókosturinn er kannski að það sér fljótt á rússkinninu þó maður reyni að hugsa vel um það.

Skrifað þann 25 September 2015 kl 11:36

lexi

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 4 September 2013

Re: Vantar hjálp með gönguskó

(tvípóstur)

Skrifað þann 25 September 2015 kl 11:36

Nesi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vantar hjálp með gönguskó

Hef klárað ýmsa gönguskó þ.m.t. Scarpa og Meindl leðurskó og fannst Meindl sterkari og betri. Þekki ekki þessa sem þú bendir á en hef notað La Sportiva Cube frá 66°N í eitt ár á rjúpu, hreindýr og annað og það eru bestu gönguskór sem ég hef notað - voru á svipuðu verði og þeir sem þú bendir á.
http://www.sportiva.com/products/footwear/mountain/trango-cube-gtx...
Ekkert leður og engir málmar og því fisléttir, vatnsheldir og anda mun betur en leðurskór og maður kemur niður úr +20km rjúpnatúr með þurra fætur. Þetta er eins og að hlaupa um á strigaskóm með stuðning af gönguskóm, gott grip og festingar fyrir brodda og fljótir að þorna ef þarf að vaða. Parið af þessum er svipað þungt og annar Meindl skórinn. Ekki komin reynsla á endinguna en fæturnir eru fegnir.

Skrifað þann 25 September 2015 kl 11:57