labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
sælir/sælar
er með eitt landsvæði í huga til veiða en vatnar að fá rétt svör.
samkvæmnt því sem ég les á netinu er í lagi að veiða. ég veit að menn eru að veiða þarna.
en samkvæmnt bæjarfélaginu er það bannað .
ust ekkert að finna um það hvort það sé bannað eða ekki .búin að tala við þá líka .
við hvada stofnum gæti ég talað við næst um þetta mál til að ég sé vissum að það megi eða ekki til að sjá þetta á svörtu og hvítu en ekki bara í orðum sem staðfesta ekki þetta lagalega séð.
er það sýslumaður eða lögreglan sem er á þessu svæði?sem ég ætti að tala við næst .
k.v labbinn
Tags:
Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:43
|
24 Svör
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
ef bæjarfélagið á landið þá ráða þeir hvort þú megir veiða þar eða ekki...
ef það er í notkun af td. bónda þá ræður bóndinn..
sama hvað löggan eða ust segir þá ræður landeigandi alltaf hvort skotveiðar séu bannaðar.
hvort skotveiðar séu leyfðar eru annað mál.. þar getur löggan bannað þær en hún getur ekki leyft þær sé landeigandi búinn að banna þær.
Skrifað þann 3 October 2012 kl 21:52
|
labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
það sem mér finnst bara svo skrítið er að þeir geta ekki sýnt mér það á blaði þetta eru bara einhver orð
það hlýtur að vera til á einhverjum blöðum hjá þeim eða reglum að það sé bannað
eins og er um allar reglur og lög bara almennt
k.v labbinn
Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:35
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
ef þú spyrð bónda hvort þú megir skjóta á túninu hans þá þarf hann ekki að draga fram einhverja lagabók til að staðfesta bannið eða leyfið.. sveitafélögin þurfa þess ekki heldur, það getur verið ákvörðun núverandi sveitastjóra að banna skotveiðar, en sá sem tekur við embætti leyfir þær...
Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:38
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Sæll byssur info.
Sveitarfélögin þurfa að auglýsa bann- eða ekki bann til að hlutirnir séu löglegir. Enda væntanlega búið að fjalla um málið á fundum í þeim nefndum sem að málefninu snúa.
Við höfum sveitarstjórnarlög, sem betur fer.
Kveðja, JP
Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:45
|
labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
það er akkurat þetta sem ég er að fallst eftir JP. þetta hlýtur að vera til á blöðum sem ég get lesið um þessi lög um bannið ef það er ? þú skilur hvad ég er að meina JP?
k.v labbinn
Skrifað þann 3 October 2012 kl 22:49
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Sæll.
Jú við skulum vona það að opinberar ákvarðanir sveitarfélaga séu skráðar í fundargerðarbækur.
Ætti að vera mjög auðvelt að fletta þeim upp. Svona ákvarðanir eru tæplega færðar í trúnaðarbók
Kveðja, JP
Skrifað þann 3 October 2012 kl 23:05
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
þessir hlutir eru skráðir, en sveitafélögin þurfa ekki að sýna neina pappíra þar um, aðeins niðurstöðuna.. semsagt þegar spurt er þá er svarað.. fundarbækur eru venjulega trúnaðarmál eins og allt sem fram fer á fundunum, annars væru þeir allir haldnir fyrir opnu húsi.
í dag nægir sveitafélögum að setja tilkynningu á heimasíðu sína eða hengja upp á opinberum stað.. semsagt á korktöfluna á skrifstofunni
Skrifað þann 4 October 2012 kl 0:38
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Sæl byssur info.
Ekki rétt hjá þér að alhæfa svona.
Við búum nú svo vel hér í Skagafirði að fundargerðir sveitarfélagsins eru birtar á heimasíðu sveitarfélagsins strax eftir að fundi lýkur. Einnig er búið að koma miklu af gömlum afgreiðslum á rafrænt form til að auðvelda aðgengi fyrir íbúana.
Kveðja, Jón P.
Skrifað þann 4 October 2012 kl 7:13
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
það er gott að þetta er svona opið hjá ykkur en það er frjáls ákvörðun sveitafélagsins að birta allt, fæst þeirra gera það samt.
Skrifað þann 4 October 2012 kl 7:29
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Sæll aftur.
Heldur ekki rétt hjá þér.
Við höfum sveitarstjórnarlög sem kjörnar fulltrúar þurfa að fara eftir, ásamt öðrum lögum.
Hvar býrð þú???
Kveðja, JP
Skrifað þann 4 October 2012 kl 7:40
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
bý reyndar í borginni eins og er, en bjó í sveitinni áður, og þar gerði sveitastjórnin bara það sem hún vildi án þess að skýra það frekar fyrir íbúum...
Skrifað þann 4 October 2012 kl 8:02
|
JP
Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Sæll aftur.
Svoleiðis háttalag er ekki gott og á alls ekki að líðast. Og er ekki til eftirbreytni.
Kveðja, JP
Skrifað þann 4 October 2012 kl 9:20
|
labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
ég las allt sem þetta bæjarfélag hefur lagt til. og á þessu svæði sem ég er með í huga fór í regluverkið þar ekki minnst á að skotveiðar séu óheimilar sem ég skil að það sé leyfilegt
ekki satt?
en svo eru önnur svæði sem tilheyra þessu sveitarfélagi og þar taka þeir fram að með ferð skotvopna sé bönnuð
k.v labbinn
Skrifað þann 4 October 2012 kl 23:14
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
ef svæðið er utan þéttbýlis, ekki þjóðgarður eða fólkvangur og enginn með landið á leigu eins og bóndi eða veiðifélag þá ætti að vera í lagi að veiða þar.
Skrifað þann 4 October 2012 kl 23:21
|
chrysophylax
Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Ég veit ekki betur en að alltaf þurfi leyfi landeiganda fyrir veiðum - svo endilega farðu varlega í þetta. Þótt landeigandinn sé sveitarfélag finnst mér ekki augljóst að þeir þurfi sérstaklega að auglýsa að veiðar séu bannaðar - án leyfis landeiganda þá finnst mér þú alltaf vera á hálum ís.
Skrifað þann 5 October 2012 kl 15:27
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
Landsvæði sveitafélaga er eign íbúa sveitafélagsins, ef maður er íbúi þá getur maður gefið sjálfum sér leyfi.. Svo lengi sem sveitarfélagið hafi ekki lýst yfir banni við veiðum.
Allt óbyggt landsvæði á landinu er eign ríkis eða sveitafélaga..
Skrifað þann 5 October 2012 kl 17:17
|
labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
takk kærlega fyrir þessar uppl. notendur
k.v. labbinn
Skrifað þann 5 October 2012 kl 17:39
|
valdur
Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
„Landsvæði sveitafélaga er eign íbúa sveitafélagsins, ef maður er íbúi þá getur maður gefið sjálfum sér leyfi“
Skemmtileg lagatúlkun. Samkvæmt henni má ég bera málverkin í stjórnarráðinu heim til mín ef mér dytti það í hug af því ég er Íslendingur og þar af leiðandi eigandi málverkanna og get því lánað mér þau. Ég get líka tekið hellusteinana af götunni og lagt þá á innkeyrsluna hjá mér af því ég bý í Reykjavík og er því eigandi gangstéttarhellnanna.
Þetta hélt þingmaðurinn líka hér um árið.
Skrifað þann 5 October 2012 kl 19:23
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: varðandi landsvæði
það er stórmunur að taka hluti í eigin vörslu eða ganga um landsvæði í eigu ríkis eða sveitafélags.
fyrir utan það að nánast öll listaverk í vörslu ríkis eða borgar eru í eigu listasafna.
að veiða í landi veldur engum skemdum eða rýrir not svæðisins fyrir aðra um leið og veiðum er lokið.
Skrifað þann 5 October 2012 kl 20:07
|