Vargfugl á löngu færi.

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ágætu Hlaðverjar!

Ég er að velta fyrir mér hvort einhverjir ykkar eru að skjóta varg (máf) á löngu færi?
Þetta var nokkuð sem við félagarnir (Birgir R. Sæmundsson og fleiri góðir menn)
gerðum fyrir margt löngu. Við vorum sammála um að allt undir 300m væri svindl!
Enda komum við okkur upp búnaði til að skjóta og hitta á þrefallt því færi.
Eldhuginn og brautryðjandinn Birgir R. Sæmundsson fór fyrir þessum flokki og
aflaði, út á eigin reikning, þeirra tækja sem þarf til að stunda slíka skotfimi.
Hér á ég til dæmis við hraðamæli, fjarlægðarmæli og ferilreiknivél.
Lengsta dráp sem ég man eftir var 895 yd. Það skot átti Birgir í hrauninu utan
við Þorlákshöfn.
Til verksins notaði Birgir riffil samsettan úr eftirtöldum hlutum:
Lás : Hart Model 4 Heavy Bench. (Uppréttur og endursmíðaður af Birgi).
Cal. : 7mm Remington Magnum. ( Henrikssen reamerar)
Hlaup : Hart 1.450 dia staight. 29" /1 -1 9 twist
Skefti : Hart Heavy Bench Rest
Sjónauki: Unertl Programmer 32X
Púður : Norma 205 ( nú horfið en er líklega Norma Magnum)
Kúla Sierra Match King 168 HP BT ( hraði 3088 fps)
Gikkur : Hart 2.oz

Fyrir okkur Birgi er þetta horfinn heimur (held ég) en ég spyr:
Er einhver ykkar ágætu Hlaðverjar að hugsa á sömu nótum?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 22 March 2014 kl 19:52
Sýnir 1 til 20 (Af 44)
43 Svör

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vargfugl á löngu færi.

Með fullri virðingu fyrir sjálfum mér. Ég ég fullt í fangi með 300m, hef ekki reynt meira en það

Skrifað þann 22 March 2014 kl 21:45

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Er aðeins að taka varg á 3-450 metrum er að fara að teigja mig lengra. Lengsta enn er 485 metrar á skarf og gat borðað hann.
Verkfærið er ekki stór kúla er með tikku 204 ruger 39gr sierra Blittzking og
Yukon 10-40x56 First Focal Plane sjónauki ekki sá dýrasti en virkar vel og trakkar rétt
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 22 March 2014 kl 22:09

Sterlingur

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 13 September 2013

Re: Vargfugl á löngu færi.

Mitt lengsta var 330m caliber 243win sjónaukinn weaver K6 föst stækkun 6
og var mjög kátur með það skot ætla að reyna betrumbæta það með nýju gleri...

Skrifað þann 22 March 2014 kl 22:36

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Frábærir strákar!!

Takk fyrir ykkar svör!!

Ég átta mig á að þið eigið langtí land hvað okkur Birgi varðar..
en endilega haldið áfram...!
Ef þið haldið að ég geti hjálpað ykkur :

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 March 2014 kl 23:33

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

birgir og þú, þú og birgir.. ert þú sem einn að stofnfélugum sti og ég ég veit ekki hvað að stunda það sem sport að nota lifandi skotmörk til að keppa innbyrðis um hver er betri skytta á löngum færum...? en það er jú allt í lagi á meðan það er er mávur.. hann á engan tilverurétt.. ekki satt smiling

Skrifað þann 23 March 2014 kl 3:22

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Hafðu heill mælt Tóti.

Skrifað þann 23 March 2014 kl 18:45

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sælir, toti sesar og valdur. Hvers vegna fella menn ref? Mink? Hrafn? Nú er hver líklega með sína réttlætingu á hvers vegna viðkomandi fellir dýr yfirhöfuð. Ef hugmyndin er alltaf að leggja sér bráðina til munns, þá klárlega eiga menn ekki að fella varginn (nema auðvitað ef á að matreiða hann). Hins vegar skildi hver veiðimaður hafa í huga, að ef hann stundar einungis veiði til matar, þá má með nokkru sanni segja að viðkomandi standi í liði með vargnum í afráni á stofni bráðarinnar. Fyrir mína parta, þá stunda ég vargveiði til að réttlæta að einhverju leyti fyrir sjálfum mér "hina" veiðina. Reyni að vera báðum megin (matar)borðsins, svo að segja. Hvernig menn svo nákvæmlega stunda vargveiði, það verður hver að eiga við sig. KvBjarni.

Skrifað þann 24 March 2014 kl 16:01

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sæll Bjarni eins og þú sást er ég líka að skjóta "vargfugl" en það sem ég las út úr skrifum Tota og Valds var að það virtist orðið algjört virðingarleysi fyrir bráðini (Varginum) ég hef gaman af vargaskytteríi en ég verð eins og þú að réttlæta það hvort sem menn eru síðan sammála réttlætinguni.
Ég nota Máva í þjálfun á Labradortíkini minni þar sem í veiðiprófum eru mávar önnur bráðin af tveim sem hún verður að taka hiklaust. Er með 6-9 máva í gangi í einu og duga þeir nokkuð lengi eða svona 3-4x enda frystir á milli.
Hrafninn fær líka sinn sess sem uppstoppaður eða klærnar notaðar í hálsmen.
Þannig að ég er sammála að það á ekki að nota "Vargfugl" sem lifandi skotmörk í keppnum heldur skotskífur og ef menn vilja skjóta varg þá er búið að æfa sig og þekkja fjarlægðir þannig að bráðin (Vargur er líka bráð) sé ekki bara feld eða særð í leik.
Ég set gæsalappir á vargfugl því mér eiginlega finnst fuglar vera vargar þó þeir séu ungaræningjar og afætur.
Held að einu vargarnir á okkar ástkæra fróni séu mannskepnan og minkurinn
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 24 March 2014 kl 16:16

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Já. Frá mínum bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu að eyða vargi. En hins vegar ber ég virðingu fyrir lífi og vil að svipting þess gangi sem sneggst og sársaukalausast fyrir sig. Því skýt ég varg á færi sem ég er öruggur um að drepa á og vil ekki hafa á samviskunni að frá mér sleppi sært dýr með tilheyrandi þjáningum. Því finnst mér það siðlaust að hafa lifandi dýr sem skotskífur og kanna hversu langt færi ég kemst upp með að skjóta á.

Skrifað þann 24 March 2014 kl 18:50

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sammála þér Valdur, og ekki í fyrsta skifti.

Skrifað þann 24 March 2014 kl 21:23

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sammála Þorvaldi.
Hann segir allt sem segja þarf varðandi miður skemmtilegt umræðuefni, sem er skotmönnum ekki til framdráttar í okkar baráttu við almenningsálitið.

Jón Pálmason.

Skrifað þann 24 March 2014 kl 21:56

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Sammála Valdi enda ef bráðin særist bara en drepst ekki strax og færið er 895yd, hvernig ætla menn að redda hlutunum??? Hræddur er ég um að svarið sé # mér er alveg sama # sem er sömu ættar og # alveg nógu nálægt # og menn hafa teygt og togað út í hið óendanlega!!

Kveðja Keli

Skrifað þann 25 March 2014 kl 0:23

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

En hvað með hinar fræknu haglabyssuskyttur sem ausa höglum í gæsahópana ? Ég hef fylgst með morgunflugum og verð að segja að það er ekki allta fallegur veiðiskapur þar á ferðinni. ÞAð er skotið og skotið og enginn veit hver skaut á hvað enda særist gríðalegur fjöldi í svona morgunflugum oft á tíðum. Ekki eru þó allir óvandvirkir en of margir. Þegar skotið er í gríð og erg e.t.v úr þremur haglabyssum á hóp gæsa að þá fer iðulega margar særðar.

Skrifað þann 25 March 2014 kl 16:04

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

þetta snýst um að menn kunni að skjóta og hafi alvöru græjur , ef ég myndi reyna við sömu vegalengdir og gisminn þá væri það mikill ofmetnaður af minni hálfu og mikil vanvirðing gagnvart bráðinni, en ég hef vit á að reyna það ekki en það að vel græjaðar og góðar skyttur reyni við lengri færi fynnst mér í góðu lagi enda stefni ég á að bæta mig og græjurnar mínar og lengja færin,,,, en alvöru veiðimenska er að géta nálgast dýrin með kænsku ,, en sum dýr eru klókari en önnur og þá er gott að kunna að skjóta og eiga góðar græjur.,,,,, góður punktur þetta með gæsirnar.
kv Kalli veiðimaður

Skrifað þann 25 March 2014 kl 16:54

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Persónulega finnst mér ekkert að því að skjóta varg á löngu færi.
Ekki frekar en ref eða taka mink í gildrur.
Þetta er bara mín skoðun. Finnst heldur ekkert að því að veiða gæs með haglara, eða riffli ef að því er að skipta.

Sumum tegundum af máv hefur fjölgað gríðarlega, td sílamáv. Svo það er bara fínt ef hægt að að fækka honum aðeins. Einhverjir vilja örugglega meina að náttúran eigi að þróast á egin forsemdum og ekki megi veiða neitt sem ekki á að éta! Ég gef bara ekki mikið fyrir þá líffræði. Held að hún eigi rót sína að rekja til Disney-mynda og sé best geymd þar. Það er ekkert lengur sem maðurinn hefur ekki einhver áhrif á. beint eða óbeint og ég tel að ef meiri fagmennska væri viðhöfð þá væri þessu umræða ekki á þessu plani.

Eina vandamálið er í mínum huga er að mávur er ekki bara mávur og ervitt getur að greina sérstaklega ársfugla í sundur á löngu færi.


E.Har

ps held að það sé enn í lögum að greiða skuli fyrir vinstri væng af svartbak, mig minnir 2 aura eða 20 en það var í gömlum krónum, mynnt frá fyrir 1980 smiling

Skrifað þann 28 March 2014 kl 14:03

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ég var ein af þessum "fræknu" gæsaskyttum sem tæmdi úr magasíninu, yfirleitt í stresskasti og geðshræringu yfir að ná einhverju lifandi. Úr þessum ferðum kom ég 20-50 haglaskotum fátækari og bráðin keypt í Hagkaupum.
Nú er mér legið á hálsi af veiðfélögum að hleypa ekki af í "dauðafæri", slík færi eru þó gjarnan uppundir 40m
Í dag hleypi ég ekki af haglabyssu nema að færið sé 30m eða minna, undantekning ef fuglinn vill vera svo elskulegur að sitja kyrr og rokið í hægagangi þá kannski teygi ég mig í 40m. Allt umfram það hef ég af biturri reynslu fundið út að er aðeins styrkveiting til haglaskota framleiðenda smiling

Riffillinn, tja ég myndi treysta mér í hreindýr á 200-250 metrum en óskafærið væri samt undir 200m

Auðvitað hef ég heyrt alls kyns lýsingar að mávar hafi verið steindrepnir með haglabyssu á 90m (hvernig svo sem menn hafa mælt þá vegalengd) og að hreindýr hafi verið afgreidd á 400-600m. Það er allt gott og blessað mín vegna, það er bara hinum megin við mína færni.

Að þessu sögðu vil ég taka fram að ég rengi ekki menn eins og E. Har, Gismann og fleiri sem ég veit að hafa mikla reynslu og þekkingu á veiðiskap. Tröllasögurnar koma undantekningalaust frá mönnum yngri en þrítugir smiling

Skrifað þann 28 March 2014 kl 14:23

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ágæti Hlaðverji C 47.

Ég held að þú sért að gera allt of lítið úr þinni kunnáttu og reynslu.
Allir sem stundað hafa veiðar, hvort heldur til nytja eða eyðingar,
vita að á stundum verður okkur á að særa dýr sem komast undan til
þess eins að drepast seint og um síðir.....sem er skelfilegt!
Ef gerður er samanburður á fjölda þeirra dýra (fugla) sem særast við
að skjóta "long range" með riffli eins og lýst var í upphaflega pósti
þessa þráðar og venjulegu morgunflugi...þá sef ég rólegur!
Ég held að menn ættu aðeins að líta í eigin barm áður en þeir tjá sig!

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 28 March 2014 kl 22:07

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Ágætu Hlaðjerjar!

Þetta skrifar Þorvaldur ..og auðvitað er hanns skoðun jafn réttlmæt og hvers annars

Já. Frá mínum bæjardyrum séð er ekkert því til fyrirstöðu að eyða vargi. En hins vegar ber ég virðingu fyrir lífi og vil að svipting þess gangi sem sneggst og sársaukalausast fyrir sig. Því skýt ég varg á færi sem ég er öruggur um að drepa á og vil ekki hafa á samviskunni að frá mér sleppi sært dýr með tilheyrandi þjáningum. Því finnst mér það siðlaust að hafa lifandi dýr sem skotskífur og kanna hversu langt færi ég kemst upp með að skjóta á.

Mín spurning til þín Þorvaldur er augljóslega þessi:
Hvaða færi eru það sem þú telur þig ráða við?
Ég geri mér grein fyrir að spurningin er tvíþætt:
Hvað telur þú vera hámarks færi fyrir haglabyssu hvað vargs varðar?
Hvað telur þú vera hámarks færi fyrir riffil hvað vargs varðar?
Nú hefur þú talað sem maður hokinn af reynsnlu, svo þér vefst varla
tunga um tönn að svara svo einföldum spurningum og þeim sem hér
hafa vrið settar.

Magnús Sigurðsson
(fullt nafn, nokkuð sem margir Hlaðverjar ættu að taka sér til fyrirmyndar).

Skrifað þann 28 March 2014 kl 23:47

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Vargfugl á löngu færi.

Mér er ljúft og skylt að svara þessum spurningum Magnúsar sem ég veit að eru settar fram af fróðleiksfýsi einni saman. Væri ég að skjóta á fugl með haglabyssu léti ég vera að skjóta lengra en kannski 35-45 metra og eitthvað svipað væri tófa eða minkur í sigtinu.
Með riffli, og minn stærsti riffill er .243, 150-200 metra. Handan þessa eru óvissuþættir orðnir of margir til að ég myndi taka áhættuna enda er það svo að eftir að ég hætti að búa á ég ekki í neinni samkeppni lengur við „varginn“ og þörf mín fyrir vargeyðingu hefur minnkað verulega. Ég þarf heldur ekki að sanna fyrir mér eða öðrum hvernig skytta ég er.

Skrifað þann 29 March 2014 kl 9:36
« Previous123Next »