Veiðihnífar&multitool verkfæri

Bskit

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir,

Er að velta fyrir mér því hve nauðsynlegt það er að hafa sérstakan veiðihníf á sér ef stunda á helst gæsa og andaveiði. Dugar að hafa bara vasahníf venjulega eða eru menn með góða hnífa. Í hvað eru þeir þá helst notaðir? Eru multitool græjur eins og Leatherman og Gerber græjur eitthvað til að hafa frekar en veiðihníf ?

Tags:
Skrifað þann 16 August 2012 kl 21:32
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðihnífar&multitool verkfæri

góður leatherman er eitthvað sem maður á alltaf að hafa með sér, en hann er vonlaus veiðihnífur...

alltaf betra að hafa góðan hníf með sér, helst ekki vasahníf því þeir fara illa í hendi ef vinna á mikið með þeim.

í Hlað fást ódýrir og fínir hnífar í veiðina, appelsínugult skepti svo auðvelt er að finna þá og hart slíður.

Skrifað þann 16 August 2012 kl 22:02

khamar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðihnífar&multitool verkfæri

Það fer allt eftir hvað þú ætlar að gera. Ef þú ætlar með bráðina heila heim þá er vasahnífur nóg. ef það á að gera að bráðinni þá þarf betra verkfæri.

Ég er alltaf með bæði með mér. Multitool hef ég ekki notað.

kv GJ

Skrifað þann 16 August 2012 kl 22:07

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Veiðihnífar&multitool verkfæri

Vasahnífar, þessir rauðu nota ég bara í partíum af því að þeir eru með tappatogara. Er annars alltaf með ódýra veiðihnífa á mér ef ég fer upp fyrir Ártúnsbrekkuna. Multitool á ég til en gríp aldrei í það. Það er alltaf skrúfjárn og dót tiltækt hvort eð er í bílnum og ekki þarf ég að skrúfa í sundur bráðina...

Skrifað þann 16 August 2012 kl 23:13

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðihnífar&multitool verkfæri

Já.... Ég nota eingöngu Gerber með fiskiblaði.... Hárfínt í bringurnar......

kv hr

Skrifað þann 17 August 2012 kl 1:12

Bskit

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðihnífar&multitool verkfæri

Flott, takk fyrir góð svör.

Nú geri ég mér aðeins betur grein fyrir því hvernig ég á að haga mér í hnífakaupum ;)

3 dagar í opnun !

Skrifað þann 17 August 2012 kl 7:18

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Veiðihnífar&multitool verkfæri

Ég reyni að hafa alltaf Leatherman með mér hvort sem það er stangveiði, skotveiði eða bara fara út úr húsi, síðan er ég nær alltaf með "dálk" í veiðitöskunni, svona ef manni dettur í hug að gera eitthvað að á veiðistað.
Síðan er ég líka mjög oft með vasahníf líka (Benchmade mini-griptillian).

-Dúi

Skrifað þann 17 August 2012 kl 7:41