Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hlaðvefsfélagar.

Á þeirri ágætu síðu skyttur.is varpar Óskar Andri fram eftirfarandi spurningu:

"Bara smá pælingar. Hvernig eru vandaðir verksmiðjuframleiddir rifflar eins og t.d. Sauer 202 Synchro XT, Sauer 202 Wolverine, Blaser R8 Professional o.fl vandaðir rifflar í samanburði við t.d. Sako 75 hunter sem færi í heimsókn til byssusmiðs, fengi jafnvel nýtt hlaup ef því er að skipta.... hugsunin er löng færi undir 1000m sjálfum sér til skemmtunar, það þarf vera hægt að henda græjuni á öxlina og labba í heilan dag.... "

Þar sem þetta er það spjallborð sem ég hef kosið mun ég svara þessum ágæta manni hér.

Ágæti Óskar. Spurning þín er áhugaverð en nokkuð óljós.
Hvað viltu ná mikilli nákvæmni? Allt er afstætt.
Erum við að tala um 10" á 600m... eða erum viða tala um "1.6" á sama færi?
Ef við erum að tala um fyrri töluna býst ég við að allir þeir rifflar sem þú taldir
upp séu þess megnugir að uppfylla kröfur þínar, og vonandi betur.
Séum við að tala um seinni tölunua....breytast hlutirnir hratt!!
Ég hef braskað við þetta í nokkur ár (40) og kannski get ég hjálpað þér

Þér er velkomið að senda mér póst á magnuss183@gmail.com / eða 896 -3363

Megi þér ganga sem bezt!
Magnús Sigurðsson

Tags:
Skrifað þann 16 September 2015 kl 21:18
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Ágæti Hlaðvefsfélagi Stefán Eggert Jónsson.

Á því áhugaverða spjallborði Skyttan.is skrifar þú:

"Blaser R8 í 6.5 x 47 með 130 til 140 grs kúlu fær mitt atkvæði! Svo geturu bara skipt um Cal með því að kaupa þér nýtt hlaup og hent því á sjálfur!
Ég hef grun um að Blaserinn haldi 0.5 MOA með góðum hleðslum alla daga... ég efast um að custom byssa geri það mikið betur að þú sjáir mikin mun hjá sjálfum þér á færum á milli 400 og 1000 metrum.
Blaserinn uppfyllir allt sem þú nefnir og meira til!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs"

Ég er bæði ósammála þér og sammála...er Ragnar Reykás máttur á spjallborðið?
En að öllu gamni slepptu þá get ég tekið undir með þér að það eru fjölmargir
verksmiðjurifflar sem skóta virkilega vel...sem er að vísu afstætt hugtak.
En ég get ekki verið þér sammála að þeir eigi einhverja möguleika gegn
custum rifflum.
Ef svo væri því væru til hlaupaframleiðendur eins og Krieger, Bartlein, Shilen,
Hart,Lilja.....og svo framvegis?
Til hvers væru þá lásasmiðir eins og Bat, Kelbly, Hall, Borden, Stiller og svo framvegis?
Til hvers væru gikkframleiðendur eins og Hart, Shilen, Jewell eða Kelbly?
Og allir skeftasmiðirnir sem smíða sín skefti úr hinum ótrúlegustu hátækni efnum?
Ef verksmiðjurifflar myndu gera allt sem upptaldir custom framleiðeindur reyna að gera ....
þá væri vissulega engin þörf fyrir þá.
En veruleikinn er ekki þannig..
Ef einhver vill ná hámarksnákvæmni notar hann ekki verksmiðjuriffil,,,,
heldur riffil byggðan á einhverju því dóti sem upp er talið hér að ofan.
Hitt er annað mál að það þurfa ekki allir að eltast við fullkomnun.
Menn geta notið dagsins með sínum riffli , hver sem hann kann að vera.
Niðustaðan félagi Stefán...við skulum ekki rugla saman eplum og appelsínum.smiling

Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 19 September 2015 kl 22:47

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Sæll Magnús og takk fyrir svörin

Markmiðið mitt með skotvopn er fyrst og fremst veiði, hef sáralítinn áhuga á kepnnum smiling fyrir slíkt skiptir áreiðanlegt POI talsvert meira máli heldur en endilega grúbbustærð. En samhliða veiðinni er nú doldil riffildella, finnst gaman að lengja færin og og pæla í því sem er að gerast. Mér finnst gaman að hlaða, pæla í hleðslum, vanda til verka og sjá árangur. Í þessu fellst líka ákveðin æfing fyrir veiði og maður verður öruggari í því sem maður er að gera. Þótt að grúbbustærð "ætti" í rauninni ekki að vera aðalatriðið að þá hef ég mestan áhuga á að veiða fugla og finnst mikklu skemmtilegra að gera þeð með riffli heldur en skítadreifara, þótt þeir séu ágætir til síns brúks. Þar vandast málið, þetta eru ekki stór skotmörk, þannig að til að lengja færin þarf grúbban að vera nokkuð góð og POI þarf að vera mjög áreiðanlegt samhliða því. Það er algjört aðalatriði að riffillin hafi eitthvað praktískt gildi fyrir mig..... hárnákvæmur riffil sem er svo þungur að maður nennir enganvegin að bera hann nema bara út úr bílnum og upp á næsta borð er ekki það sem ég vill.

Þá getum við komið aftur að spurningunni og ég skal útskíra mína pælingar aðeins betur. Í dag á ég Sako 75 Stainless hunter 6,5x55, beddaður og búið að létta gikk. Ég er að ná 0,5~0,7 MOA með honum og hann virðist halda því ágætlega út í a.m.k. 600m. Lengra en það er ég ekki kominn ennþá. Ég hef séð hann nokkrum sinnum gera betur, en þetta er svona það sem ég býst við að hann geri dagsdaglega. Mínar pælingar voru, ef ég vill riffil sem gerir betur, hvort er ég betur settur að fara með minn riffil til byssusmiðs og láta taka hann í gegn: rétta lás, fóðra bolta, skipta um hlaup??? eða skipta öllum rifflinum út fyrir vandaðari riffil eins og Blaser, Sauer etc og ætli það gæti hugsanlega á endanum verið ódýrara? Þetta er svona pælingar.... bara mínar hugsanir upphátt smiling Eins og er kann ég ágætlega við Sakoinn. Ég er aðeins í vandræðum með að eftir 300m eru POA og POI ekki alveg sammála þrátt fyrir hraðamældar hleðslur og sjónauka stilltan eftir bestu kunnáta og með bestu tækjum sem hin venjulegi riffildellu Jón getur notað..... en það er svona work in progress og er að smátt og smátt að lagast smiling

Kv.
Óskar Andri
oae@simnet.is

Skrifað þann 20 September 2015 kl 10:15

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Ágæti Óskar Andri.

Takk fyrir svarið og góðar skýringar.
Ég er sannfærður um að þú myndir um það bil
helminga grúppurnar þínar bara með því að skipta
út hlaupinu og láta setja t.d. Krieger í staðin.
Af þessum þremur algengustu aðferðum til að búa til riffilhlaup
þ.e.a.s. button, cut og hammer forced skilar hammer forced
alla jafna minnstri nákvæmni..en ágætri endingu.
Ef ég man rétt notar SAKO, og eftil vill hinir framleiðendurnir
sem þú nefndir, hammer forced hlaup.

Með beztu kveðjum og gangi þér vel.
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 20 September 2015 kl 11:40

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Takk fyrir þetta Magnús

Ég hef þá eitthvað til að pæla í núna. Kanski að maður finni einhverntíman annað hlaup á sakoinn og setji hann í hendurnar á byssusmið..... hvað ætli maður eigi að búast við að hlaup ásetning og yfirferð á lás kosti smiling

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 21 September 2015 kl 14:01

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

60 - 90 þús er mitt gisk

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 21 September 2015 kl 21:27

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Hlaup kosta nú bara 60-80þ þá er vinnan eftir!

Með ásetningu og vinnu við lás þá er þetta að kosta í kringum 130 myndi ég ætla.

Mbk

Skrifað þann 22 September 2015 kl 13:00

Gísli Snæ

Svör samtals: 100
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Það er um 35 þúsund ef hlaupið er sett á og ekkert annað gert.

Skrifað þann 24 September 2015 kl 17:30

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Takk fyrir þetta...... þetta gefur mér allaveg hugmynd um hvað ég þarf að safna mikklu grin

Skrifað þann 25 September 2015 kl 17:31

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Ágæti Hlaðborðsfélagi Haglari.

Megi þér ganga sem bestsmiling
Alltaf gaman þegar menn og konur eru að velta fyrir sér hvernig
bæta megi nákvæmni riffla!

Með beztu kveðjum,
Magnús.
Ps. Ef þú heldur að ég geti verið þér til aðstoðar...
magnuss183@gmail.com

Skrifað þann 25 September 2015 kl 18:30

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Ágæti Hlaðborðsfélagi Haglari.

Megi þér ganga sem bestsmiling
Alltaf gaman þegar menn og konur eru að velta fyrir sér hvernig
bæta megi nákvæmni riffla!

Með beztu kveðjum,
Magnús.
Ps. Ef þú heldur að ég geti verið þér til aðstoðar...
magnuss183@gmail.com

Skrifað þann 25 September 2015 kl 18:30

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Sæll Magnús

Ég var ekki búinn að átta mig á því fyrr en nú að þú hafðir svarað mér hér varðandi spurningu sem Óskar henti inn á skyttu spjallið.

Hér gætir nokkurs misskilnings hjá þér! Því ég sagði ekki að þessir verksmiðju rifflar væru jafn nákvæmir eða betri en custom rifflar, aðeins að ég teldi að munurinn væri það lítill að Óskar sæi líklega ekki mikinn mun hjá sér á færum frá 400 til 1000 metrum.

Hann er þarna að velta hlutum fyrir sér varðandi riffil sem hann getur hent á öxlina og labbað með, væntanlega á veiðar. Ekki endilega out & out mark riffli. Það er náttúrulega aldrei verra að vera með nákvæman riffil. En þegar færin fara að lengjast þá eykst vægi skyttunar og nákvæmni byssunar skiptir á móti minna máli.

Það er ekki mikið verið að keppa í benchrest skotfimi hér heima, hvorki á 100 - 300 metrum að ég tali nú ekki um lengri færi. Sem er miður fyrir þá sem hafa áhuga á henni og mér finnst hæpið að það sé byssan sem Óskar er að leita eftir að setja saman.

Ég held, án þess þó að vita það að Óskar sé meira velta fyrir sér einu cold bore skoti, svona "tactical stæl" á hinum ýmsu færum frekar en byssu til að skjóta últra litlar grúppur á löngum færum. Enda skutlar maður tæplega góðum F-Class riffli á öxlina og gengur með hann langar vegalengdir á veiðum.

Ef maður ætlar að nota einn riffil í allt þá þarf maður að gera málamiðlanir á mörgum sviðum. Mér er líka full kunnugt um gæði þessara "Custom" hluta sem þú nefnir. Eini riffilinn minn sem er stærri en .22 LR er settur saman úr Stiller lás, Jewell gikk, Kreiger hlaupi og með aftermarket GRS skepti í umræddu cal, 6,5 x 47.

Hinsvegar langar mig meira að eiga Blaser R8 í dag. Kannski vegna þess að ég á hann ekki, en líka vegna þess að þetta er alveg úrvals riffill að mínu mati sem býður upp á flest af því sem góðan veiðiriffil þarf að prýða og getur alveg örugglega staðið sig mjög vel í grúppu skytteríi í höndunum á góðri skyttu.

Ég hef reyndar ekki personulega reynslu af Blasernum, en það sem ég hef heyrt og séð er mjög gott. Það er a.m.k. einn svona riffill á leiðinni til landsins með Target gikk, sem getur velverið að ég suði um að fá að prófa þegar hann er kominn.

Skrifað þann 26 September 2015 kl 14:50

Long Rifle

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Sko - um riffla og BR........
Á góðri íslendsku með "z" - benchrest í 6ppc - score í 30 br - eða grúppur með 6ppc ? Hverjir eru að skjóta BR í dag ? - og hverjir voru að skjóta þessa grein á þínum tímum "Benchrest Forever" frá 1969 ?
Ég hef ekki séð þig á verðlaunapalli síðan fyrir aldamót - nema á einhverjum skemmtimótum á Áramótum SR ? Niðurrif á vefnum í þessari grein hafa verið öflug meðal manna - og sérstaklega þín ! --- Þú hampar því að hafa sérþekkingu á BR, sem þú þú hefur aldei unnið til verðlauna á alvöru móti ! Hvað er það...? Menn þufra að vita síns vitjunartíma - hann er löngu komin í þinu tilfelli. Tímar koma þar sem menn þurfa að draga sig í hlé - þinn tími er kominn "magnús með z"................. Yfirborðasþekking - sem menn sækja á netinu - en geta ekki rökstutt með eigin reynslu - gætið ykkar á svona fólki...........

Skrifað þann 26 September 2015 kl 19:37

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Long Rifle .

Þetta var hressilegur póstur frá þér .....en ekki mjög gáfulegur!
Kannski er ekki hægt að vænta slílks úr þessari átt?
Hvað er það sem þér líkar svona illa við minn texta á Hlaðvefnum?

Magnús Sigurðsson
Ps. Hvað varðar stafsetningu og framsetningu ....ertu 9 ára?

Skrifað þann 26 September 2015 kl 20:03

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Byrjar Hlað vefurinn að sýna sitt rétta andlit smiling þetta er ástæðan fyrir því að ég póstaði spurningunni ekki hérna inn til að byrja með!

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 26 September 2015 kl 20:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Ágæti félgi Óskar Andri


Ekki hlusta á kjánasmiling
Það er talið að íslenskur smalahundur hafi 12--14 stig á
greinadarkvarða Lewis Terman (1877 - 1956 ).
Þér, Óskar Andri, er velkomið að hafa samband við mig.

Magnús Sigurðsson
magnuss183@gmail.com

Ps. gætið ykkar á svna fókii............gullkorn úr texta þeirrar persónu
sem kýs að dyljast bak við nafnið Long Rifle.
Hvers vegna geta men ekki komið fram undir fullu nafni?

Skrifað þann 26 September 2015 kl 20:44

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Verksmiðjurifflar versus sérsmíðaða.

Sá að mér, ætla ekki að falla í sömu gryfju og sumir. Góðar stundir félagar.

mbkv
Atli S.

Skrifað þann 8 October 2015 kl 12:08