vöðluviðgerðir.

charger

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

sælir hlaðverjar, nú fer að styttast í heiðagæsina og vöðlurnar lekar tvö pör af neoprene, þarf því að kaupa viðgerðaefni, aquasure eða aquaseal, ef einhver er nýbuinn að þessu og veit hvar er best að versla þetta þá væru upplýsingar vel þegnar. takk. kv jón hjaltalin.

Tags:
Skrifað þann 10 August 2013 kl 11:58
Sýnir 1 til 10 (Af 10)
9 Svör

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

Var að laga mínar áðan.
Notaði límkítti .
svínvirkar.

kv Mummi

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:10

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

Sæll jón hvar ertu á landinu?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:39

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

Akuaseal hjá vesturröst virkar 100 % var að gera við mínar og hef gert það áður og þetta efni skotheldur.
Kv Vagn

Skrifað þann 10 August 2013 kl 22:54

charger

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

sæll ísmaður, er í kópavoginum.

Skrifað þann 10 August 2013 kl 23:53

charger

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

sæll mummi, ertu kominn með einhverja reynslu á límkíttið ? eða var þetta fyrsta tilraun með það ?

Skrifað þann 10 August 2013 kl 23:57

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

einn veiðiféligi minn gerði við vöðlurnar sínar með Límkítti,

svínvirkaði alveg þangað til hann fór að nota þær ,,,þá gaf viðgerðin sig strax,,

en leit mjög vel út alveg fram að notkun,,

Skrifað þann 11 August 2013 kl 11:01

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

já það er kominn mikil reynsla þetta er alveg skothelt nema ef það lekur við sauma. En ef það eru göt er þetta alveg að gera sig. hef líka gert við þurrbúning sem ég á og það er búið að halda í 5 ár.

kv Mummi

Skrifað þann 11 August 2013 kl 12:25

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

Best er aquasure eða aquaseal byrja á að finna gatið og setja sma dropa og dreifa yfir gatið og ca 1-2cm i kringum það og gera við innan frá ekki utan það mun aldrei halda þar sem vatns varnar filman hindrar almennilega bindingu... til að finna gat/göt er gott að hengja þær upp og spreyja með ca 50/50 blöndu af vatni og ísóprópanoli og gera á röngunni líka bara hafa túss við höndina til að merkja göt með sem byrtast sem dökkir blettir..

vonandi hjálpar þetta eitthvað kv Bergþór

Skrifað þann 12 August 2013 kl 12:03

charger

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: vöðluviðgerðir.

takk fyrir þetta bergþór.

Skrifað þann 12 August 2013 kl 21:18