Murri
Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir Hlaðverjar og Gleðilegt nýtt ár.
Finnst ykkur ekki merkilegt að eiga og geyma 2 vopn sé ekki hættulegt en um leið og þú kaupir 3ju byssuna þá er fyrst hætta á ferð. s,b,r þú verður að kaupa vopnaskáp ef þú ætlar að eignast 3ja vopnið !!
Nú var ég búsettur erlendis í mörg ár og tók byssuleyfi þar(þó ég hefði verið með íslenskt leyfi)
sem var mjög fróðlegt því þar var farið yfir m,a byssulása, skepti, umhirðu og allt mögulegt varðandi vopnin svo að sjálfögðu bráðina.
En þegar ég verslaði fyrsta vopnið þar, þá mátti ég ekki taka það heim nema vera með kvittun stílaða á mig um að ég ætti viðurkenndan vopnaskáp.
Ég er ekki alveg að ná því að kaupa skáp "bara" þegar þú átt 3 vopn.
að sjálfsögðu "ætti" fólk að þurfa eiga viðurkenndan skáp ef það ætlar að eignast vopn !!
Ef við höfum efni á að kaupa rándýr vopn, getum við líka keypt okkur skáp.....
Eða hvað finnst ykkur ?
Tags:
Skrifað þann 2 January 2013 kl 18:42
|
|
10 Svör
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Vopnaskápar
Sæll Murri.
Já þessu verður væntanlega breitt með nýjum vopnalögum....
Sko málið er það Murri enginn ætti að þurfa að láta segja sér að tryggja fjölskyldu sinni
það öryggi að hafa 1. byssu strax í viðurkendum skáp...
Það eiga allir að hafa þá lágmarks skynsemi að gera það þegjandi og hljóðalaust...
Allar afsakanir þar um vísa bara í hugafar viðkomandi eiganda skotvopnsins...
Við eigum ekki að þurfa að láta svínbeygja okkur sífelt með lögum þegar kemur að svona stóru öryggismáli...
kvbj.
Skrifað þann 2 January 2013 kl 18:55
|
byssur info
Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
skiptir í raun engu hvað maður á margar byssur... ef manni er annt um byssurnar og fjölskylduna þá lætur maður öflugan skáp skilja á milli þeirra...
ef riffill dettur á hliðina þá eru miklar líkur á því að sjónaukinn skemmist, það getur verið 300þ tjón, á meðan riffillinn er læstur inní skáp dettur hann ekki... skápur er ódýr trygging.
Skrifað þann 2 January 2013 kl 19:31
|
Hafst1
Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
Kannski ekki aðalatriðið í þessu en það er við fjórðu byssuna en ekki þriðju.
33.gr 7 kafli:
"Ef einstaklingur á fleiri en þrjú skotvopn er honum skylt að geyma þau í sérútbúnum vopnaskáp sem samþykktur er af lögreglustjóra."
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/787-1998...
Skrifað þann 2 January 2013 kl 19:50
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
Ágætu félagar hér að ofan!
Eigum við ekki að taka okkur saman um að hætta að
tala um skotvopn!
Lesið skýringar orðabókar Háskóla Íslands á hugtakinu (skot) vopn!
Tölum frekar um byssur, ágætu félagar.
Með tilurð embættis Ríkislögreglustjóra var allt í einu farið
að tala um skotvopn!?
Þegar ég var ungur maður sótti ég um byssuleyfi ....ekki skotvopnaleyfi.
Hugtakið skotvopn gefur neikvæða mynd af því sem við erum að gera!
Mér finnst þetta til umhugsunar á erfiðum tímum sem í hönd fara.
Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 2 January 2013 kl 19:56
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Vopnaskápar
Sæll Magnús....
Það er nú svo að við verðum að berjast við ný Vopnalög og byssuleyfið mitt
heitir Skotvopnaskírteini á leyfinu..
Svo getum við barist fyrir breitingum á Byssulögum og talað um
Byssuskírteini og ætlast til að Löggjafinn taki þá mark á því um hvað við tölum..
En meðan þessum þættir hafa ekki verið umorðaðir þá er í lítið annað að
vísa nema Vopnalög/Skotvopnaskýrteini...Til að vera viss og ekki verði vísað í formgalla...
En ég lofa að nota þetta Orð ekki aftur hér á vefnum...
kvbj.
Skrifað þann 2 January 2013 kl 20:13
|
labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
ég veit ekki hvernig þetta er hjá örðum skot og vopna eigendum en allavega hjá mér nú á ég bara 2 byssur og eru þær læstar inn í byssuskáp og skotin í skothólfi. mér líður allavega betur að vita af þeim þar heldur en undir rúmi eða inn í fata skáp.
en held að það sé samnt þannig að ef þú átt eina byssu á hún að geymast læst eða í læstri hillu held að vopnalögin séu þannig þótt að það sé nú ekki neitt eftirlit með því þá held ég að skynsamur vopnaeigandi
myndi gera slíkt ekki eins og maðurinn upp í þjórsádal að geyma riffilinn einsamall og eigandi víðsfjari og svo var brotist inn hjá honum tekið riffilinn og þar af auki með hljóðdeifi á honum hvad er það .
p.s.
kannski er hann notandi hérna inn á og getur séð sóma sinn í því að fara með riffilinn heim til sín eftir þetta og kannski taka hljóðdeifir af líka
k.v labbinn
Skrifað þann 2 January 2013 kl 20:15
|
Murri
Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
Rétt hjá þér Labbinn, að sjálfsögðu eru flestir sem gæta vel að sínum eignum(vopnum)
en það eru þessir fáu (eins og alltaf) sem gera þessi lög tvísýn.
Byssan í sumarbústaðnum !, kanski hefði breytt lög um fjórðu byssuna(ekki þriðju ekki breytt neinu, en hvað haldi þið að margar byssur hjá skyttum sem kanski eru hættar að skjóta liggi inn í skáp eða bak við hurð í sveitinni (sveitinn=bara tek svo til orða,ekkert illa meint)
Skrifað þann 2 January 2013 kl 20:44
|
NESIKA
Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
Í minni sveit að þá er mikið breytt, hér áður voru að lágmarki 3 skotvopn í glugganum í þvottahúsinu
og skotapakkar meðann gluggapláss leyfði, en það er liðin tíð (rebba til ánægju) nú er allt komið í skáp.
Magnús minn, mér sýnist löggjafinn hafa tekið orðið byssur úr orðasafni sínu og kalli allt vopn..!
eins og eggvopn og restin er kölluð morðvopn.... ég veit ekki hvað við getum gert..!
Mbk. Siggi
Skrifað þann 2 January 2013 kl 21:16
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
Ágæti yvesleroux!
Þakka þér svarið.
Auðvitað er þetta að sumu leiti rétt hjá þér ágæti félagi!
En ég veit að þú veist alveg hvað ég meina!
Við verðum að koma þessu fólki sem um okkar mál
fjalla (Alþingi) í skilning um að við erum ekki með
vopn í okkar fórum, heldur haglabyssur og riffla til
notkunar á veiðislóð eða á viðurkenndum skotvöllum!!!
Það er allt og sumt!!
Með vinsemd,
Magnús Sgurðsson
P.s Ef við hugsum um það;
Er ekki magnað að löggjafinn geri kröfu á okkur
eigenda byssna að læsa þær inni í stál skápum sem
svo embættismenn taka út og segja til um hvort er
í lagi eður ei?
Algengasti hlutur sem notaður er hér á landi til
óhæfuverka er eldhúshnífurinn!!!
Eru gerðar kröfur um skápa þar???
Er algerlega sammála um skáp við fyrstu byssu.....
anað er gríðarlega heimskulegt að mínu mati
Skrifað þann 2 January 2013 kl 21:26
|
labbinn
Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Vopnaskápar
er hjartanlega sammála hinum ágæta manni Magnúsi Sig.
k.v labbinn
Skrifað þann 2 January 2013 kl 21:34
|