Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja kæru veiðimenn og veiðikonur.

Þessi síða er fjölsótt þrátt fyrir að samfélagsmiðlar hafi tekið yfir mikið af spjallinu.

Endilega hjálpið okkur að vernda heyrnina og leyfa hljóðdeyfa (sem reyndar ættu að kallast hljóðdemparar).

Endilega kikið á síðuna og kvittið (þið sem eruð sammála því að leyfa eigi hljóðdeyfa á veiðiriffla).
http://www.change.org/p/leyfa-hlj%C3%B3%C3%B0deyfa-%C3%A1-riffla-%C...

Tags:
Skrifað þann 11 February 2016 kl 18:49
Sýnir 1 til 9 (Af 9)
8 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Ágætu Hlaðverjar.

Hver er Svartljós?
Af hverju er þetta málefni ekki flutt af skotfélögum þessa lands?
Ekki svo að skilja að ég sé ósammála flutningsmanni.... gott framtak hjá honum!!
En ég er að velta fyrir mér samtakamætti (eða skorti þar á ) skotfélaga þessa lands.

Magnús Sigurðsson.
P.s. Ég endurtek... gott framtak hjá þér ágæti Svartljós!
Þú og þitt mál á skilið að við stöndum þér að baki.
P.s 2
Hljóðdempari?? Gleymum þessu heimskulega orðskýpi!!!
Hljóðdeyfir heitir þetta tæki og ekkert annað!

Skrifað þann 17 February 2016 kl 8:46

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Ég veit ekki hver svartaljós er en Guðfinnur Kristjánsson stendur að baki undirskrifarsöfnunni og á hann skilið lof fyrir.

Ég er hartanlega sammála þér að ég hefði viljað sjá skotfélög eða skotveiðifélög berjast fyrir þessum sjálfsögðu réttindum fyrir löngu síðan. En nú er gullið tækifæri fyrir félögin. Guðfinnur er búsettur erlendis og getur því eingöngu borið kyndilinn hvað söfnunina sjálfa varðar. Hérna er því tækifæri til þess að taka við kyndlinum og bera hann á áfangastað þegar að undirskriftarsöfnuninni er lokið. Ég vona að það verðir gert! það væri synd ef það myndi bara slökna á kyndlinum.

Hljóðdeyfir/hljóðdempari. Ég er sammála þér að ég hefði viljað halda í hljóðdeyfir. Orðið hljóðdeyfir virðist hinsvegar vera umlukið fordómum sem er líklega ástæðan fyrir því að þeir eru bannaði..... þessvegna hafa sumir verið að taka upp hljóðdempari.

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 17 February 2016 kl 16:14

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Ágæti Hleðvefsfélagi (hverskonar orð er þetta?) Óskar Andri

Auðvitað er þetta réttlætismál og á Guðfinnur (ég vissi ekki hver maðurinn er þegar ég skrifaði póstinn)
á hrós skilið fyrir að vekja athygli á þessu máli!!!!!!!
Takk fyrir gott innlegg Óskar Andri...og við vonum að löggjafinn sjái ljósið í eigið myrkri.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 February 2016 kl 23:02

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Sæll Magnús.

Ragnar heiti ég þar sem þú spurðir hver ég væri og ég get ekki eignað mér heiðurinn að þessari undirskriftarsöfnun þar sem ég stofnaði hana ekki eins og Óskar bendir svo réttilega á.

Einnig vil ég koma því á framfæri að þegar ég segi "okkur" þá er vitaskuld að tala um alla þá sem nota skotvopn til veiða og æfinga.

Ég valdi að nota orðið hljóðdempari frekar en hljóðdeyfir þar sem eins og Óskar bendir á þá er orðið hljóðdeyfir rétt eins og enska orðið "silencer" umlukið miklum fordómum.

Ég tel þetta málefni mikilvægt fyrir okkur öll sem stundum veiðar og æfingar með skotvopnum.

Einhver skotfélög hérna á Íslandi eru búin að auglýsa þetta einnig og mér skilst að Skotvís sé eitthvað búið að tjá sig hvað þetta varðar.

með kveðju.
-Ragnar Franz

Skrifað þann 18 February 2016 kl 6:04

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Ágæti félagi Regnar Franz.

Takk fyrir upplýsingarnar.
Megi okkur ganga sem bezt í þessu máli
sem öðrum tengdum okkar áhugamáli.

Beztu kveðjur,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 19 February 2016 kl 11:19

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

og það varð úr því að skotvís hefur ákveðið að taka við keflinu og halda málinu gangandi:http://skotvis.is/frettatilkynningar/skotvis-sko%C3%B0ar-hljo%C3%B0...

Hvet alla til að skrifa undir!

Kv.
Óskar Andri

Skrifað þann 25 February 2016 kl 12:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Ágæti Hlaðvefsfélagar.

Er ég einn um að fá villu Error:404 þegar reynt er að opna linkin á síðu Skotvís?

Góða helgi félagar.

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 26 February 2016 kl 12:08

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þykir þér vænt um heyrn þina ? Vilt þú leyfa hljóðdeyfa ? Skrifaðu þá undir

Linkurinn á að vera kominn í lag. í gegnum heimasíðu Skotvís

Skrifað þann 28 February 2016 kl 21:44