Hvaða gerð af haglabyssu er þetta? Framleiðandi etc.

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sá í dag þessa byssu, sem var keypt í Veiðiflugunni fyrir þó nokkrum árum (veit ekki hve mörgum), skildist á núverandi eiganda að búðin hafi flutt inn notaðar en í fínu standi (sem þessi byssa er) haglabyssur. Skráningin var þó eitthv. á reiki, hvort byssan væri frönsk eða tyrknesk ? Það er nákvæmlega ekkert stimplað á hana svo sjáanlegt sé, gat að vísu ekki tekið forskeptið af. Á hliðunum hefur líklega verið einhver plata/plötur sem eru þá dottnar af núna. Hvað segja spekingar spjallsins? Ég hef ekki einu sinni ártal til að gefa ykkur upp.

http://www.flickr.com/photos/87171401@N04/...

Tags:
Skrifað þann 12 August 2013 kl 0:00
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Hvaða gerð af haglabyssu er þetta? Framleiðandi etc.

Sæll..

Það er einmitt forskeptið sem þarf af því undir hlaupunum eru stimplarnir sem þarf..
Nenni ekki að giska þó ég hafi kanski grun, stimplar taka af allan vafa...

Viltu selja eða skipta,á Suhl tvíhleypu sem er lítið skotin, ég safna tvíhleypum H/H smiling
og á 2 Suhl A-Þýskar....

erling55(hjá)gmail.com



mbk ebj.

Skrifað þann 14 August 2013 kl 11:16

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða gerð af haglabyssu er þetta? Framleiðandi etc.

Á nú ekki þessa byssu, en ég skal láta vita af áhuganum, en af hverju hefurðu áhuga á akkurat þessari? ;)
Ég skal ath. betur hvort hægt sé án mikilla tilfæringa að taka forskeptið af, það var sum sé ekkert framan á því til að losa það frá. En einhvern veginn var það nú sett á svo sem ;)

Skrifað þann 14 August 2013 kl 13:49

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Hvaða gerð af haglabyssu er þetta? Framleiðandi etc.

Sæll..

Já oft er forskeptið bara þýst á , það er fjöður undir timbrinu sem fer í gróp á hlaupinu, sé síðan skeptinu þrýst upp smellur fjöðrin upp og heldur skeptinu föstu við hlaupið...

Venjulega togar maður bara forskeptið niður að framan og fjöðrin sleppir við ákveðið átak..Er ekki að sjá að
það sé nein önnur festing á myndunum....

Af hverju þessi spyrð þú, það er nú ekki flókið, ég á ekki svona útfærslu (opnun)á H/H...smiling... Það má geta þess að Shul byssan er verðmætari peningalega séð wink...

Mbk.ebj.

Skrifað þann 14 August 2013 kl 14:01