Að fara með dummy og þess háttar

M1dzj3T

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 15 June 2013

Sælir.

Nú er ég með hund sem er rosa rólegur og góður og hlýðinn þegar ég er með dummy fyrir hann venjulega en í þessi 2 skipti sem ég hef farið með hann á veiðar og græjað mig upp í allan gallann og með byssuna og allt umturnast hann svo gjörsamlega og missir eyrun alveg um leið sem mér þykir frekar leiðinlegt. Í fyrra skiptið sem hann kom var hann samt fínn um leið og við vorum sestir, sat hjá mér og hreyfði sig ekki eftir fuglinum án þess að ég segði honum. Í seinna skiptið aftur á móti hljóp hann af stað við það eitt að það komu endur yfir okkur í þrígang og þá gafst ég upp.

Það sem ég var að velta fyrir mér var hvort að það væri einhver staður hérna í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem maður gæti farið með hann lausan og jafnvel haft byssuna með svo hann læri að þó að maður sé í öðrum fötum og þess háttar að hann eigi samt að hegða sér eins og við erum búnir að vera að æfa?

Tags:
Skrifað þann 4 August 2016 kl 0:18
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

AJO

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 8 August 2016

Re: Að fara með dummy og þess háttar

Sæll.

Þú mátt hringja í mig ef þú vilt. Get farið yfir þetta með þér.
Arnar Jón 8680857
Best á milli 21-23

Skrifað þann 8 August 2016 kl 17:32