Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er með Belgíska Fabrique Nationale d'armes (liege) H/H tvíhleypu sem er hárnákvæm og æðisleg að skjóta af.

Þessi byssa er framleidd frá c.a. 60-70

Skothúsið er mjög fallegt og hún er mjög vönduð þessi byssa

Eina sem er að hrjá hana er að það er brotið uppúr skeftinu(alveg við skothús) en það ætti ekki að vera mikið mál fyrir handlaginn mann að laga það og útkastarinn kemur ekki upp en ég nota hana alveg helling og þetta er ekkert að angra mig.

Ég sýndi ónefndum byssusmið þessa byssu og hann sagði að þetta væri alger kostagripur og ég gæti leikandi fengið 80-100 kall fyrir hana í þessu ástandi

Mailið mitt er halli_amason@hotmail.com

og ég skoða öll tilboð og skipti á bílum sem meiga þarfnast lagfæringa og þá einna helst chevrolet/gmc pallbíl með einföldu húsi

Tags:
Skrifað þann 13 October 2012 kl 21:01
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

útkastari í lagi grin

Skrifað þann 13 October 2012 kl 21:25

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Sæll.

Er hún nr:12 eða nr:16. Veit að það var flutt eitthvað inn af báðum gerðunum.
Er hún boxlock eða sidelock?
Greinilegt að skeftið á þeim hefur verið veikur punktur, nema menn hafi verið að nota of öflug skot í þær. Veit um fleiri en eina og fleiri en tvær sem eru með brotið skefti. En vandaðir gripir eins og þú segir réttilega.
Þú talar um fallegt skothús. Er það ekki óskreytt og bara blámað?
Kveðja, JP

Skrifað þann 13 October 2012 kl 22:40

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

þetta er 12ga... og sidelocked

skothúsið er skreytt lítillega í kringum krúfur og skrúfur eru vel skreyttar

Skrifað þann 14 October 2012 kl 0:26

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Opinn fyrir tilboðum!!

Skrifað þann 15 October 2012 kl 21:02

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Sæll Waffen.

Nú ert þú kominn með myndir af gripnum og þá vakna spurningar og annað skýrist.
Byssan er ekki kynnalásbyssa (sidelock) eins og þú sagðir. Og svo spyr maður sig að því hvers vegna hún er með danskri lesningu á hlaupinu ef hún er FN og Belgíuframleidd.
Það væri gaman ef þú settir inn mynd af tegundarmerkingunni.
Byssan er greinilega mikið notuð. Það sér töluvert á henni og það virðist vera komin sprunga í láshúsið vinstra megin, eða einhver skemmd að því er virðist.
En alltaf gaman að því að pæla í gömlum gripum.

Kveðja, JP

Skrifað þann 15 October 2012 kl 21:42

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Sé það núna þegar þú minnist á það að á myndunum lítur út fyrir að vera sprunga þarna... en hún er ekki til staðar bara myndaðist eitthvað furðulega.

Byssan lýtur betur út í hönd en á þessum símamyndum

Eftir nánari skoðun þá er þetta boxlása byssa en mér var tilkynnt annað þegar ég verslaði hana ;)

Hún er allavegana Skráð sem FN og ef slíkar byssur eru googlaðar koma nokkrar sem líkjast þessari
En einsog ég segi þá er ég opinn fyrir boðum ... vantar aura sem fyrst

Skrifað þann 15 October 2012 kl 22:30

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Sæll Waffen.

Það á að vera FN merki á hlaupinu, sendu mynd af því. Ef ekkert FN merki er á byssunni þá er þetta bara no name Belgísk og kostar lítið eftir því.
Ekkert að marka skráningar í skýrteini. Hef oft séð vitlaust skráð hjá embættunum.

Kveðja, JP

Skrifað þann 16 October 2012 kl 7:42

bjossi

Svör samtals: 524
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Er flysin ur skeptinu til ?? og eru sprungur i skeptinu við lasinn?? Kv Jon

Skrifað þann 16 October 2012 kl 7:53

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Nei því miður er flísin ekki til og það eru ekki sprungur neinstaðar annarstaðar á byssunni

Skrifað þann 16 October 2012 kl 15:20

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Það er ekki stimplað á byssuna FN(allavegana er ég ekki að finna það ;)en það breytir því ekki að mér var sagt að þetta væri Fn hjá byssusmið og hún er en skráð sem FN......
No name eða FN þá er þessi byssa enþá til sölu og en þá jafn vönduð... búið að bjóða mikið af skipti bralli en vantar aura í flýtit... það er möguleiki ef hún fer mjög fljótlega að fá gripinn á 70 kall og ekki krónu minna (annars held ég henni frekar sjálfur)

Skrifað þann 23 October 2012 kl 15:45

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Sælir strákar óþarfi að vera leyðinlegir smiling en hún er auðvitað ekki Fabrique Nationale tvíhleypa þá bæri hún merkið þeirra undantekningatlaust..

Hinsvegar er hún Belgísk á því leikur engin vafi.. Og fyrir ofan B þá er Gríski stafurinn Upsilon bara lítið Y... svoldið skrítið í laginu...
Það þíðir að hún er árgerð 1946... Belgar merktu sínar byssur hér áður fyrr oft með með grískum bókstöfum sem stóðu fyrir hin ýmsu ártöl...


bs.

Skrifað þann 23 October 2012 kl 18:30

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Takk kærlega fyrir þetta... gaman að vita að hún sé 46 módel grin

Skrifað þann 23 October 2012 kl 21:35

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Sælir.
Vil einnig segja að það var til nokkurt samstarf við Norðurlönd sérlega Svíþjóð varðandi Járn og Stál ...Og það frá þekktum Belgískum framleiðendum....
Nefni hér eitt..Vaxio Jernaktiabolag (translates: Vaxio iron stock company) Svþíþjóð.

Svo ef mennn vilja velta fyrir sér fyrir hvað stafnum B stendur fyrir... Þá er það merki verkfræðingsins sem annaðist Proof-Test á byssunni hann starfaði við Profhouse Liége Belgíu 1927-1959 og heitir Roland Charles...

bs

Skrifað þann 24 October 2012 kl 16:02

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Einhver með aur milli handana sem langar í áreiðanlegann grip??

Skrifað þann 1 November 2012 kl 15:06

carlos

Svör samtals: 62
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

Greinilegt að skeftið á þeim hefur verið veikur punktur, nema menn hafi verið að nota of öflug skot í þær. Veit um fleiri en eina og fleiri en tvær sem eru með brotið skefti ..............mer var kennt að geyma byssan með hlaupið niður a meðan hun var ekki i notkun i langan tima..þa lekur ekki oliu inni timburið og geri það veikt. oliu og sterkt skot veldur þvi að skeftið brotnar oft ...kv...carlos

Skrifað þann 1 November 2012 kl 16:05

Waffen Bogi

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Belgísk H/H tvíhleypa Safngripur

En til!

Skrifað þann 6 November 2012 kl 22:06