mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Sælir.
ég er með til sölu kínverskann 4.5-15x50mm"Leupold" sjónauka, ef einhver hefur áhuga á því að prufa slíkt. Hann er merkilega tær og bjartur, með 30mm túpu og ljós í krossinum.
Ég get sent myndir í tölvupósti ef einhver hefur áhuga.
Verð 20.000 eða besta tilboð.
kv,
Mummi
Tags:
Skrifað þann 15 July 2015 kl 0:08
|
18 Svör
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
ef einhver hefur áhuga á að sjá umræðu og umfjöllun um þessa sjónauka, þá eru menn að velta þessu fyrir sér hérna:
http://www.britishblades.com/forums/showthread.php?22650-Leupold-Ma...
http://www.marlinowners.com/forum/optics-discussion-forum/108069-ul...
http://www.youtube.com/watch?v=jvO0ZeecOzI...
þarna er að vísu verið að skoða 3.5-10x40 týpu, en hann lítur nákvæmlega eins út og sá sem ég er með.
kv,
Mummi
Skrifað þann 15 July 2015 kl 0:11
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Ágæti félagi mummz.
Mér finnst þetta áhugverður þráður sem þú hefur stofnað til.
Ég man vel eftir þegar ég horfði í fyrsta skipti gegnum svona
sjónauka eins og hér er til umræðu.
Mín viðbrögð voru "Hvernig í veröldinni er hægt að gera svona góðan
sjónauka fyrir svona litin pening"???
Það voru ekki bara glerin sem komu mér á óvart, heldur mikið frekar
hvað færslurnar voru að virka vel...ég tók sjónaukan gegnum
"kassa prófið" og það gekk ótrúlega vel.
Glerin komu mér minna á óvart....fjölmargir sjónaukaframleiðendur,
þar á meðal Leupold, kaupa sín gler frá Kína.
Gangi þér vel,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 15 July 2015 kl 14:40
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Ágæti félagi mummz.
Mér finnst þetta áhugverður þráður sem þú hefur stofnað til.
Ég man vel eftir þegar ég horfði í fyrsta skipti gegnum svona
sjónauka eins og hér er til umræðu.
Mín viðbrögð voru "Hvernig í veröldinni er hægt að gera svona góðan
sjónauka fyrir svona litin pening"???
Það voru ekki bara glerin sem komu mér á óvart, heldur mikið frekar
hvað færslurnar voru að virka vel...ég tók sjónaukan gegnum
"kassa prófið" og það gekk ótrúlega vel.
Glerin komu mér minna á óvart....fjölmargir sjónaukaframleiðendur,
þar á meðal Leupold, kaupa sín gler frá Kína.
Gangi þér vel,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 15 July 2015 kl 14:41
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Takk fyrir það Magnús,
Ég er sammála, það kom skemmtilega á óvart hvað hann lítur vel út. Ég pantaði hann í gegnum netið frá Kína fyrir forvitnissakir, og hef svo í rauninni engin not fyrir hann. Hugsanlega er einhver hér sem getur notað hann.
Ég keypti fyrir nokkrum árum svipaðann kíki, sem var 6-24x50 bushnell feik, og notaði hann með góðum árangri á .22lr. Þessi virðist vera jafnvel enn betur byggður en sá.
Kv,
Mummi
Skrifað þann 15 July 2015 kl 16:00
|
GudmundurTh
Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 11 June 2013
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Sæll, fylgir allt með honum þessum? Festingar og hringir og hvað þetta heitir allt. Er hægt að festa hann á hvað sem er (er með lítinn .22lr í huga)?
Bestu kveðjur,
Guðmundur
Skrifað þann 16 July 2015 kl 15:36
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Sæll,
Nei, það fylgja ekki festingar með, þær þarf að kaupa sér.
Hann virkar örugglega mjög vel á. 22lr
Kv,
Mummi Ben
Skrifað þann 16 July 2015 kl 15:56
|
GudmundurTh
Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 11 June 2013
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Ok, takk. Ég melti þetta aðeins.
Kveðja,
Guðmundur
Skrifað þann 16 July 2015 kl 16:20
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Ágætu Hlaðfélagar!
Ég á ekki neinna hagsmuna að gæta hvað þennan sjónauka varðar.
Ég er Nightforce maður en er auðvitað opin fyrir góðum hugmyndum.
Til marga ára notaði ég Leupold sjónauka en þarf ekki að gera lengur.
Þeir auglýsa lífstíðarábyrð.....og að minni reynzlu ekki að ástæðulausu.
Margir (Bandarískir) framleiðendur segja ósatt þegar þeir fullyrða að dótið
sé framleitt í USA. Leupold er eitt fárra fyrirtækja sem kemur hreint fram og
skýrir frá því að þeir kaupi sitt gler frá Kína. Virðingarvert framtak.
Nightforce og March kaupa sitt gler frá sama fólki og þjónusta Nikon. Ekki ónýtt!!!!
Að geta keypt sjónauka í þessum gæðaflokki á 20.000 er verulega gott boð.
Með bestu kveðjum,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 16 July 2015 kl 18:06
|
Doubles
Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Hér er á ferðinni vörumerkja stuld og jafngildir því að versla með stolna vöru. Tollayfirvöld hér á landi gera vörur sem þessar upptækar ef þeir vita af þessu og ég fyrir mitt leyti myndi ekki taka þátt í slíku.
kv,
Hafliði
Skrifað þann 17 July 2015 kl 9:51
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Sæll Hafliði.
Það er hárrétt hjá þér, að þarna er um að ræða vörumerkja stuld. Kínverjarnir eru ansi kræfir með að búa til vöru og nota þekkt nafn til að hjálpa til við að selja hana, sem er auðvitað óþolandi. Þeir sem nenna að gera heimavinnuna sína geta hinsvegar fljótlega áttað sig á því, eins og í þessu tilfelli, að um feik er að ræða , vegna þess að Leupold framleiðir ekki sjónauka eins og þennann með ljósi, og eins lítur hann allt öðruvísi út en þeir alvöru.
Þessi kíkir fór í gegnum tollinn, og slapp þar í gegn. Ég er ekki alveg sammála því að þetta jafngildi því að versla með stolna vöru, ég er ekki að reyna að plata neinn með þessu. Ég pantaði þetta vitandi að þetta væri feik, vegna þess að ég var forvitinn að sjá gæðin á þessu, og þau komu mér á óvart. Ég hefði alveg eins keypt þetta ef þetta hefði heitið einhverju Kínversku nafni.
Ef þetta er þannig að ég geti lent í veseni fyrir að reyna að koma þessu í verð, nú þá hætti ég bara við að selja þetta og prufa að leika mér með þetta sjálfur. Ég er ekki að græða neitt á þessari sölu, ég er að láta þetta frá mér á nokkurnveginn sama verði og ég greiddi fyrir þetta, að viðbættum sendingarkostnaði, tolli og vaski.
kv,
Mummi Ben
Skrifað þann 17 July 2015 kl 14:17
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Ágætu Hlaðverjar Hafliði og Mummi Ben.
Ég er sammála ykkur báðum jafn undarlega og það kann að hljóma!?
Auðvitað er þetta merkjastuldur og hið versta mál, en Mummi Ben
reyndi aldrei að selja þennan sjónauka sem "ekta" Leupold.
Þetta er heimurinn sem við lifum í...fullur af blekkingum og rugli.
Auðvitað á þessi framleiðandi að markaðssetja sína vöru undir eigin nafni.
Ágætur félagi minn keypti "IPhone" (rusl) frá kína sem keyrði á Andriod stýrikerfinu!!!??
Ekki veit ég hvað Steve Jobbs hefði sagt við því!
En það sem eftir stendur er að ég myndi aldrei kaupa Leupold MK4 fyrir þá upphæð
sem sett er upp þegar svona "clone" er í boði á því verði sem verið er að tala um.
Fyrir nokkrum árum aðstoðai ég mann við að stilla inn riffil með MK4 sjónauka, og
ég var ekki hrifin! Glerin voru allt í lagi, hugsanlega þau sömu og í þeim kínverska,
en það voru færslurnar sem ollu vonbrigðum. Hér er á ferðinni vandamál sem plagað
hefur Leupold árum saman. 24X BR, 36X BR og svo fyrstu kynslóðir 40X og 45XBR
voru í tómu tjóni þegar að gæðun færsla kom, og heill bílskúrs iðnaður varð til þar sem
menn björguðu málum með mis skynsamlegum hætti.
En mér er skylt og létt að segja að nýjustu model Leupold BR sjónaukana eru hinir mestu
kostagripir og lausir við fyrri vandamál.
Með (loksins) sumarkveðju,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 17 July 2015 kl 19:04
|
Benchrest Forever
Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Ágætu Hlaðverjar Hafliði og Mummi Ben.
Ég er sammála ykkur báðum jafn undarlea og það kann að hljóma!?
Auðvitað er þetta merkjastuldur og hið versta mál, en Mummi Ben
reyndi aldrei að selja þennan sjónauka sem "ekta" Leupold.
Þetta er heimurinn sem við lifum í...fullur af blekkingum og rugli.
Auðvitað á þessi framleiðandi að markaðssetja sína vöru undir eigin nafni.
Ágætur félagi minn keypti "IPhone" frá kína sem keyrði á Andriod stýrikerfinu!!!??
Ekki veit ég hvað Steve Jobbs hefði sagt við því!
En það sem eftir stendur er að ég myndi aldrei kaupa Leupold MK4 fyrir þá upphæð
sem sett er upp þegar svona "clone" er í boði á því verði sem verið er að tala um.
Fyrir nokkrum árum aðstoðai ég mann við að stilla inn riffil með MK4 sjónauka, og
ég var ekki hrifin! Glerin voru allt í lagi, hugsanlega þau sömu og í þeim kínverska,
en það voru færslurnar sem ollu vonbrigðum. Hér er á ferðinni vandamál sem plagað
hefur Leupold árum saman. 24X BR, 36X BR og svo fyrstu kynslóðir 40X og 45XBR
voru í tómu tjóni þegar að gæðun færsla kom, og heill bílskúrs iðnaður varð til þar sem
menn björguðu málum með mis skynsamlegum hætti.
En mér er skylt og létt að segja að nýjustu model Leupold BR sjónaukana eru hinir mestu
kostagripir og lausir við fyrri vandamál.
Með (loksins) sumarkveðju,
Magnús Sigurðsson
Skrifað þann 17 July 2015 kl 19:04
|
abc
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Sæll Mummi
Hvernig er hægt að hafa samband við þig ?
Skrifað þann 18 July 2015 kl 9:46
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
ég er með mummiben@gmail.com
kv,
Mummi Ben
Skrifað þann 18 July 2015 kl 16:33
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
ég er með mummiben@gmail.com
kv,
Mummi Ben
Skrifað þann 18 July 2015 kl 16:33
|
abc
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Sæll
Ertu hættur við að selja eða er hann seldur ?
Skrifað þann 23 July 2015 kl 18:03
|
villtur
Svör samtals: 40
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Frændi minn, tófuskyttan, brúkar svona græju á tófubyssuna og er mjög glaður með hann.
Skrifað þann 26 July 2015 kl 18:40
|
mummz
Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Leupold 4.5-15x50 kínverji til sölu
Sælir.
Ég er kominn aftur austur eftir smá ferðalag, þannig að ef einhver hefur áhuga á að skoða þetta hér á austfjörðum þá er það guðvelkomið. Ég verð á ferðinni suður aftur fljótlega, og ef einhver vill skoða þetta þá má senda mér skilaboð í tölvupóstinn og þá get ég kippt honum með mér suður.
kv,
Mummi
Skrifað þann 29 July 2015 kl 8:40
|