dansommer
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Til sölu er hálfjálfvirk Armi jäger riffill í 22 LR.
# 15 skota magasín, heildarlengd 110 cm, hlauplengd 66 cm.
# Knights Armament Modular framskepti sem er breytilegt.
# Strike 1x40 Red Dot Tactical sigti.
# Tactical Fram Grip með innbygðan tvífót og Festing fyrir ljós.
Sjálfgæf byssa á Íslandi og skemmtilegt eintak fyrir dótakassi safnara og byssuáhugamenn
Ath. það þarf D Leyfi fyrir hálfsjálfvirka rifflar.
Verðhugmynd: 240 þús - Skipti á aðrar byssur mögulegt
Tilboð sendist í dansommer(hjá)internet.is eða í síma 663-0552
Kveðja, Dan Sommer
Tags:
Skrifað þann 30 September 2012 kl 13:44
|
13 Svör
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll Danni.
Er ekki komin tími á að skutla honum niður í 100.000.kr sem er þó yfir price
ef þú ætlarr að selja hann einhverntímann..
Held að Íslendingar séu að uppvakna með okrið á byssum hér heima og hætta að taka þátt í því
með engu öðru móti náum við samgjörnu verðiá ´byssum hér heima..
Nema menn hætti að kaupa byssur á okurverði.Og hætti að kaupa af ykkur okrurunum..
en annars bara gangi þér vel.
kv. byssubrandur.
Skrifað þann 2 October 2012 kl 3:32
|
dansommer
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Ég vaknaði hress í morgun, og eftir að hafa vakið börnin bakaði ég morgun pönnukökur handa öllum, meðan vaníllu ílmurinn af pönnukökum gældi við nasirnir á mig, þá settist ég niður og las skilaboðinn frá Hr. Byssubrandur.
"Held að Íslendingar séu að uppvakna með okrið á byssum hér heima og hætta að taka þátt í því
með engu öðru móti náum við samgjörnu verðiá ´byssum hér heima."
Lag John Lennons ris upp í huganum á mig "imagine all the people..." ræðu Matrin Luther King skaust fram í huga minum "I have a dream" og ég hugsaði upphátt...
Ég á mér draum að Ísnes mun lækka verðið á Colt 1911 sem ég langar svo mikið í niður úr 450 þús í 150 þús...
Ég á mér draum að vísitalan mundi lækka til samræmis við norðurlöndin...
Ég á mér draum að húsnæðisvextir hér væri eins og í danmörku bara 1%...
Ég á mig draum að ég fær útborgað í evrum eða dollari eða pundi...
Ég á mig draum að geta keypt bústaðaland á eðlilega verði miðað við framboð af landi svona 300 þús...
Ég mundi eftir fáranlega lágu matarverði frá lönd eins og Singapore, Hong Kong og Djibouti...
Ég mundi eftir að þegar ég var kennari á lögregluskóli í Mexico þá kostaði Colt Government bara $200...
Ég mundi eftir lágu húsnæðisverðið í Líbanon og Ethíopiu og já jafnvel í Ungverjaland...
Ég mundi eftir að þegar ég verndaði skip fyrir sjóræningum þá kostaði AK47 bara $55 í Yemen og hægt væri að henda þeim bara í sjó við koma til Óman enda kostaði meira að geyma þeim en kaupverðið...
Ég mundi eftir aksturinn frá Riyadh til Damman í Saudi Arabíu að við fyllti Escaladinn fyrir $17 enda kostaði lítarinn bara 5 kr þar í smásölu með hagnaði...
Ég lifnaði allan við og brosti út að eyrum af gleði.... Ég á mér draum að við gengum í EU og allt verð á Íslandi lækkar, engar skattar og toll frá évrópu, engar tollskyrslur og vesin. Hunters House here come my orders... Aaahhh frábær draumur...
Ég skutlaði börninn í skóla með bros á vör, keyrði fram hjá ÓB bensín stöð og sá að bensín verðið var 256 kr... skriiitchhhh... blaðran sprak, draumin hvarf... ég mundi að ég var nýbúin að eyða nær öllum peningunum mínum í að greiða reikningar í gær, hús, hita, bílar, fellihysi, stöð 2, simar, tryggingar, rafmagn, skatt vegna íbúðasjóð aldraða... osfrv...
Allt í einu var ég aftur statt á Íslandi í árið 2012, allt var okurdýrt, skammbyssan í Ísnes var ennþá á 450, fæst kannski á 400 þús... hálfsjálfvirka rifflinn minn kostaði mig ennþá 240 þús þegar ég keypti hana fyrir hæalfu ári og búnaðurinn sem ég hefði bætt á hana kostaði sítt í viðbot... Ég var aftur komin í raunverueikinn.!
Kæri Herra Byssubrandur, takk fyrir að gefa mér draum þó bara um stuttan stund
Ps. Ég hef unnið í 17 lönd um í fjórum heimshlutum og aldrei upplifað verðlag eins og á Íslandi... EN ég hefur heldur ekki fundið land þar sem ég mundi frekar vilja búa með fjölskyldu mína eða ala upp börninn minn. 90% af heminum hefur ekki efni á að hanga á Hlað vefnum og hugsa um að bæta við sig annað óþarf vopn sem í raun séu eingöngu luxus tomstundadót fyrir okkur 10% sem hefur það best í heiminum.
Pps. í anda draumsins sem Hr. Byssubrandur gaf mig um stutta stund, þá skal ég gefa honum draum og segja fyrir þig vinur minn og ðara Hlað vefs draumara, skal ég taka á mig tap og segja 200 þús cash
En bara meðan draumin lifir enn í mig og Herra Byssubrandur
Kveðja, Dan Sommer
Skrifað þann 2 October 2012 kl 8:53
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll Dan-Sommer.
Er alveg sammála þér með allt óréttlætið er þú telur upp..
En í guðanna bænum ekki kenna Hr. Hurðarbak um þessi skrif ég skrifaði sjálfur undir
Byssubrandur........ varla hægt að ruglast á því og öðrum hér....
En hvaða gagn gerir það fyrir þig að auglýsa byssu á 3x verði trekk í trekk og geta ekki selt hana
ekki að mér komi það við...En er ekki lengra en 6 mánuðir síðan þú auglýstir hana síðast félagi, ég er búin að lesa Hlaðvefinn frá upphafi...
kveðja. Byssubrandur... ( ekki Hurðarbak)
Skrifað þann 2 October 2012 kl 9:59
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
... ekki að mér komi það við ...
Loksins hitti Brandur naglann á höfuðið... spurning um að fara eftir þessu?
Skrifað þann 2 October 2012 kl 10:31
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll TotiOla.
Nú ert þú eitthvað að misskilja málið ég er jafn mikill hugsanlegur kaupandi hér á Hlaðvefnum og þú..
Svo ég hef allan rétt á því að tjá mig þegar verðið er upp úr öllu valdi er það ekki...
Þó mér komi verðlagningin ekki við...
Þá má ég tjá mig um hana sem hugsanlegur kaupandi eða hvað ?.
byssubrandur.
Skrifað þann 2 October 2012 kl 10:54
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Enginn að banna þér að tjá þig á hlaðvefnum en þetta er söluþráður, ekki umræða um verðlagningu skotvopna.
Bjóddu bara í gripinn! Sættu þig svo við það ef hann vill ekki selja hann á því verði og hættu þessu væli.
Skrifað þann 2 October 2012 kl 11:10
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll TotiOla.
Þetta er söluvefur já en þegar verðlagningin er komin upp úr öllu valdi þá er ekkert að því að tjá sig um það, já ég væri fyrir löngu búin að kaupa þennan riffil ef hann væri á vitrænu verði...
Og að bjóða i hann væri tilgangslaust...Svo þetta er ekkert væl bara staðreyndir sem ég set fram
en má ég spyrja þig hvaða hagsmuna þú hefur að gæta í þessum ummælum mínum ert þú að selja gripinn eða Danni...
byssubrandur.
Skrifað þann 2 October 2012 kl 11:32
|
dansommer
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Hef hér leiðrétt miskilningin milli Hurðarbak og Byssubrandur og byðst afsökunar af klúðrinu hjá mér. Af eihverru ástæðu hefur Hurðarbak verið í huga mér þennan morgun. Líklega vegna þess að ég finnst skrif hans oftast fróðleg og skemmtileg.
Hr. Byssubrandur, ég er alls ekki móðgaður yfir skrifin þinn og svo sem bara rétt að hlaðvefsfélagar tjái skoðin sinni á málum sme hér kemur inn.
Varðandi sölunni á rifflinn og þín skoðun á tilraun mín til að selja hana og verðið. Þá er málið einfalt svona riffil fæst ekki innflutt lengur og því er verðið á henni hátt eins og allt annað sem fer eftir framboð og eftirspurn. Þó að þú hefur ekki sýnt rifflinn áhuga þá hefur margir aðrir gert það ígegnum emaili. Hins vegar hefur greiðslur þeirra og skiptihugmyndir ekki passað við mína þarfir eða óskir.
Ég hef reyndar engin löngun til að selja þennan riffill né heldur hefur löngun til að selja Mosin Nagantin sem ég er líka með til sölu. En ég langar hins vegar mikið í Colt 1911 sem er til sölu hjá Ísnes og kostar 450 þús. Sem er fárandlegt verð miðað við notaðan Colt 1911... en þar sem svona byssa fæst ekki flyt inn lengur þá er það framboð og eftirspurn sem ræður verðinu. Til þess að fara að eyða 450 þús í óþarfa tómstundadót þá ákvæð ég og konan mín að líklega væri best að ég tæmdi aðeins úr byssu skapnum fyrst og velja á milli það sem ég langar mest í. Fyrir mig er það skammbyssan enda hefur ég margar minningir frá liðin tíð í áhættustörfum þar sem þessu týpa af byssa kóm mig að goða notkun.
Ps. Tilboðið mítt til þín stendur ennþá
Kveðja, Dan
Skrifað þann 2 October 2012 kl 11:32
|
Molinn
Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Maðurinn má auðvitað setja 240.000 eða 1.000.000 eða bara hvaða verðmiða sem er á byssuna og svo er annað mál hvort það sé raunhæft verð eða einhver sér reiðubúinn að greiða það !
Skrifað þann 2 October 2012 kl 11:37
|
TotiOla
Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Maðurinn má auðvitað setja 240.000 eða 1.000.000 eða bara hvaða verðmiða sem er á byssuna og svo er annað mál hvort einhver sér reiðubúinn að greiða það !
Það er einmitt kjarninn í þessu. Það kemur engum við hvað seljendur setja á vopnin sín og ef þeir hafa efni á að halda uppi verði (þ.e.a.s. þurfa ekki nauðsynlega að selja) þá er það þeirra mál.
Ég hef engra hagsmuna að gæta Brandur og ætla ekki að fara að rífast við þig hér, enda er þetta SÖLUÞRÁÐUR! Barnaland er fínt fyrir tuð um verðlag á Íslandi. Ef þú hefur ekki hug á að gera tilboð í það sem hér er til sölu af því að þú getur fengið hann á 50 þús. í Afríku/Ameríku/Japan/etc. þá skaltu ganga í það mál og versla hann þaðan í staðinn fyrir að vera að væla yfir verðlagningu hér.
Læt nú staðar numið í skemmdum á þræðinum hans Dan (sem ég hef btw. aldrei hitt né rætt við) og bið ykkur vel að lifa
Skrifað þann 2 October 2012 kl 11:45
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll Danni.
Get alveg verið þér sammála hvað grundvallatriðin varðar bara ekki verðið...
En hvað Colt 1911 varðar þá getur verðið á henni hlaupið frá $2200 til $10000 eftir því hvaða byssu þú ert með....Svo það er ekki sambærilegt við riffilinn....
Nú hef ég ekki kynnt mér hvaða 1911 Colt er í boði en þarna gætum við þó svo sannanlega verið að tala um raunhæft verð fyrir gripinn....Þó er þetta of mikið sé þetta $2200 típan af 1911 Colt.
byssubrandur.
Skrifað þann 2 October 2012 kl 12:27
|
dansommer
Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll Byssubrandur,
Nú virðirst þetta nú vera plain Colt Government Model sem fæst hjá Hunters House í DK á 6-9000 DKK.
En danska verðið skiptir bara ekki máli, því það er ekki hægt að flytja svona byssu inn lengur. Þess vegna er verðlag í önnur lönd málið óviðkomandi þegar kemur að gróf skammbyssum í cal 9mm eða stærra, og það sama á við um hálfsjálfvirka rifflilinn minn.
Ef þú ætlar hins vegar að kaupa rúlettu í 32, eða 38, eða þá skammbyssu til kepnisskotfimi í cal 22 eða cal 32, eða þá t.d. riffill með boltalás eða haglabyssu; þá er eðlilegt að míða við markaðsverð erlendis með tilliti til að viðbætit flutnings og influtningsgjöld.
Málið er bara að við búum á Íslandi, þar sem skoðun Ríkislögrelustjóri ákveður hvað má og hvað má ekki flytja inn. Það eru lög og reglugerðir og svo túlkun RLS, sem hefur komið þetta okurverð á hérna heima. Svo getur hver sem er haft skoðun á tilgangur svona reglugerðir og hvaða áhrif þau hefur. Það er hins vegar ljóst að takmörkunar og bann sem er byggt á lög og reglugerðir og skoðun RLS, hefur eingöngu neikvæð áhrif á löghlyðnir borgara; en hefur aldrei haft og mun líklega aldrei hafa áhrif á glæpamönnum sem hvort sem er virðir hvorki lög né reglugerður.
En svona er lífið
Kveðja, Dan
Skrifað þann 2 October 2012 kl 13:46
|
yvesleroux
Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012
|
Re: Til sölu: Hálfjálfvirk Armi jäger riffill
Sæll Danni..
Óska þér alls hins besta í framtíðinni...
kv. byssubrandur.
Skrifað þann 3 October 2012 kl 13:55
|