Gæsabollur

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Gæsabollur

Mig langar að deila með ykkur uppskift af gæsabollum sem að ég bjó til. Maður heyrir svo oft að menn séu bara að hirða bringurnar en lærin eru alveg frábær matur og það er hægt að gera svo margt gott úr þeim.

10 stk gæsalæri
1 bréf feitt beikon ( ca 200 gr.)
1 stk laukur
3 hvítlauksrif
1 msk.Timían
1 msk, gott sallt ( maldon eða frá saltverk)
1 Tsk, Svartur pipar

Úrbeinið lærin og sinahreinsið, skellið lærunum, beikoninu, lauknum og hvítlauknum í hakkavélina og tvíhakkið og blandið svo kryddinu saman við og hrærið saman með sleif.

Búið til bollur á stærð við golfkúlu og steikið á pönnu og setið svo inn í 180 gr. heitan ofn í 15 mín.

Berið fram með fesku salati og Blómkálsmús og brúnuðu smjöri

Brúnað smör

150 gr smjör
2 hvílauksrif
1 lítil laukur
1/2 lítill chilli pipar
5 msk soyja sósa
1 msk steinselja

Sjóðið smjörið í 15 mín við vægarn hita eða þar til að það verður brúnt fleytið froðunni af
smjörinu og setjið restina útí rétt áður en rétturinn er borin fram

Blómkálsmús

1 stór blómkálshaus
Mjólk
1/2 chilli pipar
1/2 Philadelfhia sweet chilli ostur

Skerið blómkálið í bita, setið í pott og hellið mjólk þannig að hún fljóti yfir setjið chilliið heilt útí
sjóðið við vægan hita þar til að blómkálið verður mjúkt, Hellið mjólkinni af og stappið með kartöflustöppu, blandið síðan ostinum saman við og hrærið

Feskt salat

Klettasallat
Tómatar
Agúrka
Paprikka
Vorlaukur

Þetta er frábær þriðjudagsréttur á haustin sem að opnar huga veiðimannsins um að nýta bráðina marga vegu.

Kv Róbert

Tags:
Skrifað þann 2 October 2013 kl 0:53
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsabollur

Þetta lítur rosavel út takk fyrir þetta ég á aftir að prófa þetta en ertu að miða við fyrir 4 ?
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 2 October 2013 kl 17:59

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsabollur

Já ég myndi áætla þetta fyrir fjóra

Kv Róbert

Skrifað þann 3 October 2013 kl 20:44

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsabollur

Sæll Róbert er búinn að prófa og þetta var bara frábært og með það sama úrbeinaði ég 50 læri og hakkaði og setti í frysti og get gripið þegar mér hentar.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 10 November 2013 kl 16:42

Browning Phoenix

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsabollur

Takk fyrir það Gisminn

Skrifað þann 14 January 2014 kl 0:28