Gæsalæri - að fjarlægja sinar

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Sæl öll. Sagan segir að til sé aðferð til að "snúa" sinarnar úr vöðvum gæsalæra með einu handtaki. Kann einhver hér þetta handtak og auðvitað best ef til er myndband um málið. KvBjarni.

Tags:
Skrifað þann 29 July 2014 kl 22:56
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

GudmundurTh

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 11 June 2013

Re: Gæsalæri - að fjarlægja sinar

Sæll,
ég er nú alveg nýr í þessu þannig að ég sel þetta ekki dýrar en ég keypti, en ég rakst á þetta myndband í gær:

http://www.youtube.com/watch?v=fFkfEM01VVo...

og við 4:40 mín. markið dregur hann sinarnar út úr lærinu eftir að hafa skorið í kringum beinið.

Vona að þetta hjálpi.

Guðmundur

Skrifað þann 26 August 2014 kl 9:39

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Gæsalæri - að fjarlægja sinar

Takk fyrir þetta, Guðmundur. Nú er bara að sjá hvort hægt er að leika þetta eftir. KvBjarni.

Skrifað þann 26 August 2014 kl 15:10

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsalæri - að fjarlægja sinar

sælir

hann náði þeim nú ekki öllum, en einhverju þó.

það er albest að gera þetta áður en þú skerð lærið af, þ.e.a.s. ef þú ætlar að skera það af.

Þá skerðu bara þarna í kring varlega, svo snýrðu í hring þannig að liðurinn losnar frá, tekur með annarri hendi utanum legginn og ýtir frá, meðan þú tosar í löppina að þér. Þetta gæru orðið smá átök, en þannig geturu náð öllu draslinu úr, og þú finnur það alveg eftirá hvað þessi biti er orðinn lungamjúkur og flottur ;)

Skrifað þann 27 August 2014 kl 1:39