Geymsla á selkjöti

no_comprende

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

er með selkjöt sem var skotið fyrir rúmri viku og geymt í kæli eftir það sett í mjólk í fyrradag
er ekki allt í lagi að geyma það svona lengi í kæli??

Tags:
Skrifað þann 5 December 2012 kl 22:38
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Geymsla á selkjöti

Ágæti no_comprende!

Ég gef mér að þetta hafi verið kæliskápur (+4 gráður C)?
Ég er fyrsti maður til að viðurkenna að ég er kveif þegar kemur
að skemmdum matvælum....var milli heims og helju hér um
árið vegna samonellu sýkingar.
Ég er ekki með upplýsandi svar þér til handa en veit
að það eru nokkrir frábærir matreiðslumenn hér á þessum
ágæta vef. Í þínum sporum myndi ég beina þessari spurningu til
þessara snillinga...þeir kunna sitt fag og rúmlega það!!!

Gangi þér sem best!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 December 2012 kl 21:23

no_comprende

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Geymsla á selkjöti

Já ég tók ekki sénsinn á þessu.... maður verður bara að frysta eða éta þetta strax.

Skrifað þann 7 December 2012 kl 21:42

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Geymsla á selkjöti

Fyrirgefðu sá þetta bara núna, í mínu tilfelli skiptir mjólk engu máli en selurinn verður að vera blóðgaður vel strax svo er kjötið tekið án fitu og fryst eða áhveðið að elda síðar en mín reynsla á síðar eru 1-3 dagar
Kveðja ÞH

Skrifað þann 8 December 2012 kl 1:03