thl1
Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 28 September 2015
|
Getur einhver leiðbeint mér með heitreykingu á gæs, ég er með græjurnar en vantar uppskrift, aðferð kryddlög tíma ofl.
Tags:
Skrifað þann 28 September 2015 kl 22:11
|
dolli
Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012
|
Re: Heitreyking
Ég legg bringurnar í lög(salt, puðursykur og vatn) í 5 til 6 tíma þetta er gert til að draga vökva úr þeim,ég hef prófað að reykja án þess að nota löginn og það er allt í lagi líka,svo sem ekki mikill munur.
Bringurnar þerraðar og settar í reykfatið ásamt reykjaspæni í botninn 1-2 matskeiðar, ég nota grillið set fatið á brennarana og hef þar í 5 mín slekk og hvíli í 5 mín,svo koll af kolli, Grágæsabringur reyki ég í svona 15-17 mín og heiðagæs 12-15 mín. Með því að reykja og hvíla til skiptis fæst jöfn reyking,en þú opnar ekki fatið fyrr en ´þú ert búinn,þótt svo að bringurnar séu í hvíld eru þær að malla í reyknum.
Semsagt ca 30 mín í heildina,algört lostæti.
Skrifað þann 12 November 2015 kl 22:39
|