Villibráðauppskriftir

Snjóa

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Maður er alltaf að prófa sig áfram með hlutina en hérna er ein fyrir Hreindýrið

Hreindýrasteik með sólberja og ferskjusósu

Fyrir 6

Hráefni
1,2 kg snyrtur hreindýravöðvi í 100 gr. sneiðum
salt og pipar

Ferskjusósa
1/2 l villibráðarsoð (úr fugla- eða hreindýrabeinum)
50 g sólberjasulta
1 dl púrtvín
2 stk. ferskjur, nýjar, skornar í báta úr dós gengur líka upp)
50 g kalt smjör
1 stk. súputeningur (Maggi) eða kjötkraftur
sósujafnari
salt og pipar

Meðlætið
600 g kartöflur
1 búnt timian, ferskt
4 stk. gulrætur
150 g sykurbaunir
1 dl rjómi

Leiðbeiningar
Skerið kjötið í 100 g sneiðar og steikið í smjöri á pönnu.
Takið af og haldið heitu í ofni meðan sósan er löguð.
Berið fram með ferskjusósu, rjómasoðnum kartöflum, soðnum gulrótarstrimlum og sykurbaunum.

Ferskjusósa
Setjið vínið á pönnuna ásamt soðinu og leysið upp steikarskófina.
Bætið sólberjasultunni og maukuðum ferskjunum saman við og sjóðið varlega. Þykkið smávegis með sósujafnara og klípið kalt smjörið í rétt áður en sósan er borin fram.
Sósan má ekki sjóða eftir að smjörið er komið í.
Bragðbætið með salti og pipar.

Ég notaði ferskjur úr dós og setti 3-4 í sósuna og maukaði þær saman við með töfrasprota. Og setti svona hálfa niðurskorna út í sósuna rétt áður en hún var borin fram.

Meðlætið
Skerið gulræturnar í strimla og sjóðið ásamt sykurbaununum í léttsöltu vatni í 4-5 mínútur.
Afhýðið litlar soðnar kartöflur og sjóðið í rjóma og fersku timian á pönnu þar til rjóminn þykknar.

Einnig hef ég gert aðrar útfærslur af sósunni t.d. sett bláberjasultu eða appelsínulíkjör, appelsínumarmelaði og appelsínubáta. Þessa sósu er hægt að nota með gæs og önd líka. Þess vegna með rjúpunni.

Og meðlæti með villibráð. Allt rótargrænmeti er gott, gulrætur, sellerírót, steinseljurót. Snjóbaunir. Sætar kartöflur, rösti kartöflur, rauðlaukssulta (laukur, rauðvínsedik eða rauðvín, mable syrop soðið saman).

Endilega skellið inn uppskriftum hérna ef þið lumið á einhverjum

Tags:
Skrifað þann 26 September 2012 kl 16:44
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

Snjóa

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Villibráðauppskriftir

Appelsínuönd
Fyrir 2-3

1 Önd (þessi uppskrift miðast við að notuð er pekingönd ef það á að nota úr veiðinni þá þarf bara fleiri endur en annað ætti nokkurn veginn að halda sér)
3 msk Ólífuolía
2 stk Laukur
1 stk Lárviðarlauf
2 dl Hvítvín þurrt
1/2 stk Sítróna
2 msk Eplaedik
3 stk Appelsínur
1 msk Smjör
2 stk Gulrætur
1 tsk Timian
2 msk Sykur
2 msk Grand Marnier
3 dl Andasoð
Salt og pipar

Ofninn hitaður í ca 180°C.

Soð

Innyfli og vængir brúnað upp úr olíu í potti. Laukur skorinn í hálft og sárið brennt (vel). 1/2 gulrót brúnuð og sett í pottinn með vængjunum og innyflunum. Kalt vatn sett í pottinn og látið fljóta yfir. Soðið í ca. 20 mín, soðið sigtað og sett aftur í pott og soðið niður um helming (rólega). Geymt til að nota í sósuna.

Öndin

1 appelsína skorin í bita og sett inn í öndina. Salti og pipar stráð og nuddað vel yfir öndina. Smjör og olía hitað á pönnu og öndin brúnuð létt á öllum hliðum, sett í ofnskúffu. Laukur, gulrætur, lárviðarlauf, timian brúnað á pönnunni og hvítvín bætt á og soðið niður. Allt sett í ofnskúffuna og inn í ofn í 1 -1 1/2 klst, eða þar til tær safi rennur úr öndinni ef stungið er í þykkan vöðva.

Á meðan er 1 appelsína og sítrónan afhýddar (allt þetta hvíta hreinsað af berkinum) og börkurinn skorinn í fína strimla og sett í sjóðandi vatn (endurtekið svona 3 sinnum, kælt á milli). Og laufin skorin úr appelsínunni og sett til hliðar. Og appelsínan sem er eftir er kreistur úr henni safinn og hann geymdur.

Þegar öndin er klár er slökkt á ofninum en passa að kjötið kólni ekki. Appelsínan tekin út úr öndinni.

Sósan

Steikarsoðið er tekið úr ofnskúffunni og sigtað. Ekki henda grænmetinu gott að borða það með. Svo er sykur og edik sett í pott og soðið við góðan hita þar til sýrópið verður gullinbrúnt. Þá er soðinu (sem búið var til áður) ásamt síuðu soðinu út ofnskúffunni bætt í pottinn smátt og smátt og hrært vel á meðan. Líkjörnum, berkinum og ferska appelsínusafanum bætt út í. Soðið þar til sósan fer að þykkna og er þá smjörklípu bætt í (má ekki sjóða eftir það) rétt áður en sósan er borin fram.

Gott að bera fram með þessu grænmetið úr ofnskúffunni, smjörsteikt spínat og rösti kartöflur.

Rösti kartöflur

Kartöflur rifnar niður á ostarifjárni (ATH kartöflurnar þola ekki að bíða lengi, verða að fara strax á pönnuna). Stór panna hituð með smjöri og olíu. Gott er að blanda salti og pipar við kartöflurnar áður en þær eru settar á pönnuna. Svo er gerð stór pönnukaka úr kartöflunum (ca. 1 1/2 cm þykk) Steikt vel á annari hliðinni og því næst þarf að snúa henni. Getur verið svolítið flókið en það er hægt að velta henni á disk og renna henni svo inn á pönnuna aftur. Einnig er hægt að gera bara litlar 1 cm þykkar pönnukökur er þá auðveldara að eiga við þær.

Öndin sett á diskinn grænmetið til hliðar og rösti kartaflan með spínat toppi ofan á

Verði ykkur að góðu

Skrifað þann 26 September 2012 kl 16:47