120 grain heil kúla hentar til æfinga og fuglaveiði. Þrautreynd með góðum árangri við gæsaveiðar. 50 stk. í pakka.
Trúlega ein bestu veiðiskot í 6,5x55 sem völ er á, 143 grain Norma BondStrike kúla. Hátt BC eða .629, 20 stykki í pakka.
Sérhlaðin skot sem ætluð eru til veiða á stærri dýrum, kúlan er Oryx kúla sem þýðir að hún að hún opnast takmarkað og fer í gegn án þess að valda miklum kjötskemmdum. Afar góður kostur í bógskot við hreindýraveiðar. 20 stk. í pakka.
Hlaðið af okkur í nýjar patrónur með 123 grain SST Hornady veiðikúlu og 49 grain N-160 púðri, við hlöðum árlega nokkur þúsund svona sem fara á hreindýraveiðar. 50 stykki í plastboxi sem fylgir með.
130 grain með borðum odd , sérstaklega ætlað í markskotfimi. 50 stk. í pakka.
Frábær æfingar og markskot með molyhúðunum kúlum. 50 skot í pakka.
120 grain Nosler BallasticTip kúlan er afar nákvæm og hefur mikla flugeiginleika, þ.e.a.s. hátt BC gildi eða 0.431. Frábær kúla þegar leitað er eftir öflugri veiðikúlu sem opnast vel i bráð. Hraði 2822 fps. 20 stk. í pakka.
123 grain sérstaklega ætlað til markskotfimi, einnig góð fyrir fuglaveiði. 50 stk. í pakka, ath. mjög góðar patrónur til endurhleðslu.
100 grain heil kúla sérstaklega ætlað til æfingaog fuglaveiða. 20 stk. í pakka.